Bora Stýrismaskínu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Bora Stýrismaskínu

Postfrá Subbi » 17.jan 2014, 18:16

Er mikið mál að bora Stýrismaskínu fyrir nippla í tjakk

er kominn með tjakk Slöngur og nippla en kann ekkert á að bora og snitta :)

einhver sem er klár í þessu


Kemst allavega þó hægt fari


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bora Stýrismaskínu

Postfrá villi58 » 17.jan 2014, 18:38

Subbi wrote:Er mikið mál að bora Stýrismaskínu fyrir nippla í tjakk

er kominn með tjakk Slöngur og nippla en kann ekkert á að bora og snitta :)

einhver sem er klár í þessu

Ef þú gerir þetta án þess að rífa stýrismaskínuna þá þarft þú að snúa henni niður þar sem þú borar og nota snittfeyti til þess að svarfið hangi frekar á bornum, gera þetta í áföngum og hreinsa bor nógu oft til að minnka svarfið eins og þú getur áður þú ferð í gegn. Með snitttappann þá þrífa svarfið oft áður en þú ferð í gegn.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bora Stýrismaskínu

Postfrá grimur » 17.jan 2014, 21:59

Ég myndi nú helst ekki gera þetta án þess að rífa og þrífa....kannski í einhverju snarhasti sem reddingu rétt fyrir ferð ;-)

Annað tengt þessu: Ég las einhvers staðar að einhver hefði prófað að bora maskínuna þannig að innbyggði tjakkurinn var blindaður og maskínan þannig sjálf án hjálparátaks, en stýristjakkurinn látinn sjá um allt puðið. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og á erfitt með að sjá fyrir mér vankanta á þessu, reyndar sýnist mér við að rissa þetta gróflega upp vera alger snilldar leið þar sem átökin eru nánast alveg færð af togstönginni á tjakkinn, sem ætti bara að virka til minnkunar á t.d jeppaveiki.

Það væri gaman ef einhver sem þekkir svona aðgerð myndi tjá sig aðeins um reynsluna og hvernig er sniðugt að ganga frá maskínunni þannig að hún haldi nú áfram að smyrja sig og þannig.

kv
Grímur


ursus
Innlegg: 42
Skráður: 17.jan 2011, 18:57
Fullt nafn: Sæmundur Oddsteinsson

Re: Bora Stýrismaskínu

Postfrá ursus » 17.jan 2014, 22:03

Subbi wrote:Er mikið mál að bora Stýrismaskínu fyrir nippla í tjakk

er kominn með tjakk Slöngur og nippla en kann ekkert á að bora og snitta :)

einhver sem er klár í þessu



Ef að maskinan er í bílnum hafðu hann þá bara í gangium leyð og þú borar
og láttu leka út um götin, passa bara að bæta reglulega á forðabúrið.


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Bora Stýrismaskínu

Postfrá Aparass » 17.jan 2014, 23:07

ursus wrote:
Subbi wrote:Er mikið mál að bora Stýrismaskínu fyrir nippla í tjakk

er kominn með tjakk Slöngur og nippla en kann ekkert á að bora og snitta :)

einhver sem er klár í þessu



Ef að maskinan er í bílnum hafðu hann þá bara í gangium leyð og þú borar
og láttu leka út um götin, passa bara að bæta reglulega á forðabúrið.


Og ef þú gerir það þá máttu lofa okkur að taka það upp á video :P

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Bora Stýrismaskínu

Postfrá Kiddi » 17.jan 2014, 23:51

Spurning um að vera í það minnsta með góð gleraugu....................

Nú eða tæta bara maskínuna og gera þetta almennilega. Í minn jeppa smíðaði ég nýtt lok með gengjum framan á maskínuna en það eru svosem ekki allar maskínur með lausu loki. Síðan lét ég sjóða suðumúffu á lokið ofan á maskínunni og þetta er bara til friðs.


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Bora Stýrismaskínu

Postfrá Hrútur1 » 18.jan 2014, 00:22

Sæll Subbi.

Talaðu við Jenna rennismið ég fékk á sínum tíma nýjan botn hjá honum með snitti fyrir nippill þægilegt og auðvelt ef hann er enn að smíða svona. Fyrir hinn nippilinn tekurðu állokið ofann af og svo er snittað í það man ekki alveg hvar en getur fengið að sjá það hjá mér ef þú vilt en þó ekki á morgunn

Kv jökull


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur