Er með 2001 Ram Cummins sem hefur alltaf dottið í gang á fyrsta starti. Er óbreyttur utan ný öflugri eldsn. fæðidæla og þr. mælir á henni inni í bíl. Núna er hann farinn að eiga það til að vilja ekki í gang. er þá alveg dauður, eins og að ádreparinn sé á. Fæðidælu þrystingurinn kemur upp. Þegar þetta gerist þýðir ekkert að halda áfram að starta. frekar að swissa af og prófa aftur og aftur þar til hann hrekkur í gang. Er búinn að láta lesa hann og það fundust engar bilanameldingar í tölvunni.
Nokkrar hugmyndir um hvað ég ætti að prófa, eða einhver snillingur sem ég ætti að fá til að líta á gripinn?
Startvandræði Cummins
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Startvandræði Cummins
hljómar eins og ádrepari sé að renna sitt skeið á enda er ekki segulloki á þessu athuga þá hvort Plús inn á hann sé orðin hálfslitin eða samband á honum lélegt
Kemst allavega þó hægt fari
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Startvandræði Cummins
er ekki ádreparinn "segulloki" ?....
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Re: Startvandræði Cummins
Sælir
2001 Cummins er með rafstýrt olíuverk og því miður þá er það sennilega vandamálið hjá þér...
Það er engin "ádrepari" olíuverkið er mjög sennilega ónýtt.
Þú getur prufað að googla "vp44 cummins failure"
Kv Geiri
2001 Cummins er með rafstýrt olíuverk og því miður þá er það sennilega vandamálið hjá þér...
Það er engin "ádrepari" olíuverkið er mjög sennilega ónýtt.
Þú getur prufað að googla "vp44 cummins failure"
Kv Geiri
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"
Re: Startvandræði Cummins
Sæll,
Passaðu að það sé ekki þrýstingur á Olíudælunni þegar þú startar, hún verður að vera með stjórn frá vélartölvunni.
Þá fer hann ekki í gang.
Normið er að þegar þú svissar á fer þrýstingurinn í 14 til 15 psi síðan slekkur dælan á sér og þrýstingurinn fellur rólega þar til þú startar.
Ef þrýstingur er 15PSI þegar þú startar eða hærri er eðlilegt að hann fari ekki í gang.
Passaðu að það sé ekki þrýstingur á Olíudælunni þegar þú startar, hún verður að vera með stjórn frá vélartölvunni.
Þá fer hann ekki í gang.
Normið er að þegar þú svissar á fer þrýstingurinn í 14 til 15 psi síðan slekkur dælan á sér og þrýstingurinn fellur rólega þar til þú startar.
Ef þrýstingur er 15PSI þegar þú startar eða hærri er eðlilegt að hann fari ekki í gang.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Startvandræði Cummins
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Það er einmitt eitt af einkennunum þegar hann fer ekki í gang að fæðidælu þrýstingurinn fer mikklu hærra og fellur ekki eins og venjulega eftir að swissað er á (Venjulega kom hann bara aðeins upp og féll svo strax aftur)
Þar sem þetta lítur út fyrir að vera eitthvað flóknara en einhver einföld ádreparabilun er spurningin núna þá hvert maður geti farið með bílinn til að fá þetta almennilega greint, ég vil hellst ekki fara að kaupa mér olíuverk nema ég þurfi þess.
Bestu þakkir
Srefán Gunnarsson
Þar sem þetta lítur út fyrir að vera eitthvað flóknara en einhver einföld ádreparabilun er spurningin núna þá hvert maður geti farið með bílinn til að fá þetta almennilega greint, ég vil hellst ekki fara að kaupa mér olíuverk nema ég þurfi þess.
Bestu þakkir
Srefán Gunnarsson
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Startvandræði Cummins
Ljónstaðir Kjartan Guðvarðarson er svona sem mér dettur fyrst í hug kv Heiðar Brodda
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Startvandræði Cummins
Ég skoða þá, bestu þakkir.
Kv
Kv
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Startvandræði Cummins
Jæja félagar þá er búið að leysa þetta gangsetningar vandamál hjá mér, og ég vil deila lausninni með ykkur ef það gæti orðið einhverjum að gagni.
Það reyndist vera startara vandamál. Startarinn var gerður upp og þá datt allt í rétta gírinn. Ferlið í þessu veseni er nokkuð langsótt en virðist vera þannig að lélegir geymar hafi smátt og smát verið að steikja snerturnar í startpungnum (segulrofanum) á startaranum. Svo þegar nýir geymar eru settur í bílinn er straumdrægið á startaranum orðið það mikið að hann fellir spennuna niður fyrir þau mörk sem afgangurinn af rafkerfinu ræður við, auk þess sem vélin er að snúast heldur hægt í startinu. Það sem blöffaði mig og aðra sem að þessu komu var að startara fjandinn var alltaf að snúa vélinni, og það hafði dregið af honum á það löngum tíma að ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir viðgerðina, þá áttaði maður sig sko vel á muninum.
Bestu kveðjur og þakkir fyrir hjálpina (það var Kjartan Hjá GK sem benti mér á að prófa að láta skoða startarann)
Stefán Gunnarsson
Það reyndist vera startara vandamál. Startarinn var gerður upp og þá datt allt í rétta gírinn. Ferlið í þessu veseni er nokkuð langsótt en virðist vera þannig að lélegir geymar hafi smátt og smát verið að steikja snerturnar í startpungnum (segulrofanum) á startaranum. Svo þegar nýir geymar eru settur í bílinn er straumdrægið á startaranum orðið það mikið að hann fellir spennuna niður fyrir þau mörk sem afgangurinn af rafkerfinu ræður við, auk þess sem vélin er að snúast heldur hægt í startinu. Það sem blöffaði mig og aðra sem að þessu komu var að startara fjandinn var alltaf að snúa vélinni, og það hafði dregið af honum á það löngum tíma að ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir viðgerðina, þá áttaði maður sig sko vel á muninum.
Bestu kveðjur og þakkir fyrir hjálpina (það var Kjartan Hjá GK sem benti mér á að prófa að láta skoða startarann)
Stefán Gunnarsson
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Startvandræði Cummins
Kjartan er líka bara snillingur og til hamingju með fína lausn.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur