hleðslu vandamál i 70 kruser

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá GeiriLC » 04.jan 2014, 20:34

Sælir spjallverjar

Vandamálið með krúsa minn er að hann er að hlaða alltof mikið. reymarnar voru orðnar lélegar svo eg skipti um þær og þá sá eg að vírarnir fyrir styrisstraum voru slappir og tengið ónýtt svo eg skipti um einhverja 20 cm víra flækju og þegar eg ætlaði að fara heim a honum rauk bara hleðslumælirinn i botn og kveiknaði hleðslu ljós. Er þetta eitthvað sem einhver kannast við?



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 881
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá Polarbear » 04.jan 2014, 20:59

fyrir mér hljómar þetta eins og þú hafir ruglað saman vírum.... eða einhverjar víratengingar ekki nógu vandaðar. ertu með á tandurhreinu að allt sé rétt tengt? og hvernig gekkstu frá vírasamsetningum þar sem þú klipptir á?

í þessum bílum er hleðsludeilirinn í sér boxi sem boltað er á brettið hægramegin í húddinu (m.v. að þú sitjir undir stýri...) ef þetta er eins og bíllinn minn gamli.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá sukkaturbo » 04.jan 2014, 21:16

Sæll það er möguleiki að þú hafir tengt framhjá spennustillinum sem stýrir hleðslunni og er í hægrabrettinu. Það skýri hugsanlega þessa mikklu hleðslu. Líklega getur altenatorinn verið skemmdur eða díóðu brettið í honum eftir þetta. kveðja guðni


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá Gunnar00 » 04.jan 2014, 21:24

bendir til þess að þú hafir tengt beint inná geymir frá altenatornum og framhjá spennustillirnum, þá er bíllinn að hlaða 19v eða einhvað svoleiðis. skoðaðu vírana.


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá Hlynurn » 04.jan 2014, 23:55

Lenti í því í mínum krúser að hleðsluvírinn brann í sundur, Spennustillirinn eiðilagðist við það. Nýr kostaði í bílanaust 6 þúsund þegar ég lenti í þessu fyrir rétt rúmu ári (kostaði 17 í umboði).

Edit: eins og lárus sagði þá er spennustillirinn í frambrettinu, á mínum bíl var það bílstjórameginn.

User avatar

Höfundur þráðar
GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá GeiriLC » 09.jan 2014, 17:00

Takk fyrir ábendingarnar þetta var spennustillirinn

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: hleðslu vandamál i 70 kruser

Postfrá nobrks » 09.jan 2014, 20:18

Það var stanslaust viðhald á spennustillum , altanator og geymum à gamla 70cruisernum mínum.

Þetta fór allt til skiptis,en spennustillirinn fór þrisvar á 5árum ;)
Eitt gott ráð er að setja nýjan vír frá alternator og út i hleðslujafnarann því öll míkt er farin úr kaplinum eftir 25 ára notkun og hann slítur sig á endanum og byrjar ballið enn einu sinni enn.

Ef spennan er of há inná geymana, þá grillaru þá.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur