Ný jeppategund


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 30.okt 2014, 14:24

fram.jpg
fram.jpg (82.75 KiB) Viewed 52107 times
Sæl öll á Jeppaspjalli. Mörg ykkar vita sennilega að til stendur að smíða jeppa frá grunni á Íslandi, undir merkinu Ísar. Vinna við þetta hefur gengið ótrúlega vel undirfarið og reynum við að pósta það nýjasta á facebook síðuna okkar Facebook/Ísar.

Útfærsla þessara bíla er niðurstaða áralangs samstarfs fjölda fróðra jeppamanna. Til þess að bílarnir verði sem bestir eru alltaf allar athugasemdir vel þegnar, og þær sem komið hafa hafa meira og minna farið inn í lokahönnunina á einhvern hátt. Hvetjum alla með skoðun á jeppum til að kíkja á okkur á Facebook (isar.is síðan er opin en úrelt og ný í smíðum) og láta í sér heyra, vera þáttur í gerð fyrstu íslensku raðsmíðuðu bílanna.



User avatar

KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ný jeppategund

Postfrá KjartanBÁ » 30.okt 2014, 17:04

Kannski er þetta fyrsti bíllinn sem er smíðaður og hannaður frá grunni en þó var verksmiðja hér sem setti saman Dodge kit bíla frá Svíþjóð í senni heimsstyrjöldinni.

https://www.youtube.com/watch?v=-POe5akd09g
byrjar á fimmtu mínútu
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 31.okt 2014, 09:34

Laukrétt, fjöldi bíla hefur verið smíðaður á Íslandi í gegn um tíðina. "Fyrsti íslenski bíllinn" skv. skráningarskírteini er Adrenalín Gunnars Bjarnasonar, skráður minnir mig 2009. Sá snilldar sportbíll er skráður sem staksmíði til eigin nota en Ísar bílarnir eru gerðir eftir skráningarreglum um rað/fjöldaframleiðslu.


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ný jeppategund

Postfrá Lada » 31.okt 2014, 09:38

Þetta er spennandi verkefni að fylgjast með.
Hvenær fáum við að sjá auglýsingu eins og þessa fyrir Ísar Torveg? http://www.mbl.is/bill/frettir/2014/10/ ... a_pallbil/
Hvenær er stefnt að því að fyrsti bíllinn verði klár?

Kv.
Ásgeir

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá AgnarBen » 31.okt 2014, 13:21

sælir

Hvað er áætlað að þessi bíll muni vikta (væntanlega mismunandi eftir farþegafjölda) og á hvað stórum dekkjum er verið að hugsa hann ?

Er hann byggður á grind og hvaða kram verður notað í hann (hásingar / klafar / vélbúnaður) ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 31.okt 2014, 14:26

Takk fyrir fyrirspurnirnar!

Flott auglýsing, en við þurfum sem betur fer ekki að eyða í að auglýsa þar sem við þekkjum alla fyrstu kaupendurna. Þeir eru líka þátttakendur í verkefninu.
Fyrsti bíll mun aka um Laugaveg og Langjökul mest 8 mánuðum eftir að fjármögnun er klár. Þá tekur við 6 vikna stíft prófunarferli og leiðréttingar áður en farið er í fyrstu raðsmíðalotu, 3-5 fyrirframseld eintök.

Grindin er úr 5056 áli með 3 langsbitum og háum, öflugum þverbitum. Yfirbyggingin stífar þennan grunn af. M.ö.o. þetta er gríðarstíf jeppagrind, sem fólk situr á og í. Engin laus vörubílagrind lafandi niðurúr. Allt pláss nýtt fyrir geyma og kúta, sem þá ekki lafa heldur niðurúr. Best að sjá þetta á hreyfimyndinni af verkfræðimódelinu sem Guðmundur Jónsson setti á Facebook síðuna okkar Ísar. Einnig má sjá ýmislegt á hinni úreltu vefsíðu okkar isar.is . Ný er á leiðinni.

Ísar TorVeg er gerður fyrir minnst 48 tommu dekk, þ.e. menn keyra hann á 42-46". Í boði er 54" útgáfa, ekki breyting, heldur heill bíll hannaður frá grunni fyrir 54", hugsuð aðallega fyrir björgunarsveitir.

Við höfum fyrir reglu að smíða sem minnst, og kaupa reyndan búnað í allt sem hægt er. Óhjákvæmilegt er þó að smíða sjálfan bílinn, og undirvagninn. Stífur eru úr Weldox og Hardox stáli, og vébúnaður:
A: GM LS3 V8 430hö með metanbúnaði sem gerir ferðaþjónustu kleift að aka dagsferð á metani en bensíni ef metan fæst ekki. Þessi leið er valin af nokkrum ástæðum, einna helst vegna skráningarmála. Aftaná er TCI 6L80 skipting með sjálfstæðri tölvu sem fikta má í að vild, og Atlas 4g millikassi. Framdrif 9" (GM 14 bolta 10,5" köggull ef 9" þykir ónóg), afturdrif Dana Spicer S110 með 12,5" kamb.
B: VM 3,0 V6 dísel 240hö/570Nm, ZF 8HP og BW 203

Þyngd er það eina sem jeppamenn segja aldrei satt um. Við teljum okkur vita þyngdir nokkuð vel útfrá verkfræðilíkaninu, en vogin ræður, efnt verður til opinberrar vigtunar þegar frumgerðin er klár. Þangað til segjum við að bíllinn verði 3 tonn. Það er 1-1,5 tonni minna en Fordar með sama sætafjölda, en minna plássi.

Það eru spennandi tímar þessa dagana fyrir okkur teymið á bak við þetta vandlega unna verkefni, og setjum við fréttir jafnóðum inn á Facebook/Ísar síðuna okkar https://www.facebook.com/pages/%C3%8Dsa ... 4869850761 . Við fögnum einnig hvers kyns athugasemdum, höfum tekið margar inn í hönnunina nú þegar og höldum því áfram.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Ný jeppategund

Postfrá Offari » 31.okt 2014, 15:49

Gaman að fylgjast með þessu verkefni, Þetta virðist vera gert fyrir takmarkaðan markað Vetrarferðaþjónustu og björgunarsveitir. Þessa hugmynd reyndi Stjáni Meik að koma í framkvæmd en fékk ekki fjármagn í þá hugmynd. Ég held að erfiðast verði að fjármagna enda takmarkaður markaður fyrir þessa bíla,

Fyrsti kosturin sem ég sé er hve bílarnir eru lágt byggðir það gerir bílana stöðugri en mestu hætturnar við fólksflutninga hérlendis eru vindhviður sem oft hafa feykt stórum og hátt byggðum bílum um koll. Gera má ráð fyrir að fyrsti bíllinn verði alltof dýr enda frumsmíð sem þarf oft að bæta og breyta þar til búið er að gera bílinn nothæfan. (þekki alla vega ekki neina slíka frumsmíði sem ekki hefur þurft að endurbæta)

Annar kosturinn eru margar hurðir sem gera bílinn aðgengilegri til farþegaflutninga. Þriðji kosturinn eru að engir óþarfa hlutir eigi að standa niðrúr bílnum. (Að vísu finnst mér einn ókostur að til að gera þetta kleyft þarf að fórna heilum hásingum sem mér finnst alltaf þurfa að vera undir breyttum jeppum) En vonandi verður þessi smíð að veruleika því vissulega er þörf á þessum bílum og komist þeir á það stig að fara í fjöldaframleiðslu nær verðið að vera viðráðanlegra, (reyndar ólíklegt að þeir lendi í almenningseigu)

User avatar

KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ný jeppategund

Postfrá KjartanBÁ » 31.okt 2014, 16:24

Markaðurinn er vissulega takmarkaður en þó er víst að þessir bílar muni líka enda í einkaeigu. Bara að skoða Econoline og UNI-mog sem standa i einkaeigu. Þó er það alveg ljóst að verðmiðinn er allt annar en þessir gömlu jálkar. Það verður hinsvegar forvitnilegt að sjá hvernig innra rýmið í þeim verði nýtt, enginn þarf 12 sæti í einkanotkunn.
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 31.okt 2014, 19:15

Jú, heimamarkaðurinn er takmarkaður, en góður og gjörþekktur. Þessi bíl-fjölskylda er hönnuð frá grunni eftir reglum Evrópusambandsins. Engar óyfirstíganlegar hindranir í vegi Evrópuskráningar hafa enn dúkkað upp. Þetta eru ekki breyttir bílar, heldur hannaðir utan um 46-54 tommu dekk, skráðir á það frá framleiðanda, og því gjaldgengir inn á alla markaði þar sem alvöru jeppabreytingar eru bannaðar. Og markaðirnir, Ástralía, safarí í Afríku, allur leitar- og björgunarmarkaðurinn, þetta eru markaðir upp á þúsundir eintaka á ári. Við þurfum ekki að óttast um afkomuna. Akkúrat núna erum við að bregðast við afar spennandi óskum sem bárust í vikunni frá landi með miklum sandi. Gangi það mál að óskum er framtíðin sólbjört.

Þeir sem ekki þurfa pláss fyrir 12 eða 18 manns taka stystu gerðina, 4 dyra, sem að vísu má skrá fyrir 8 manns, og ná þannig á hópbifreiðaskráningu og lægri gjöld, en með 7 manns eru allir í lúxus.

Stjáni Meik sat við eldhúsborðið hjá mér þegar hann var að byrja á rörinu sínu, hugmyndin komst fyrir á útflöttum þvottaefnispakka, einu teikningarnar sem voru gerðar svo best ég veit. Ég sá strax að það vantaði nokkuð upp á raunhæfið hjá Meikaranum, það loftaði stundum vel undir sólana hjá honum, sem er ekki meint sem last. En Stjáni er sölumaður og fékk talsvert af peningum í þetta, komst þó ansi stutt. Við höfum enga peninga fengið í Ísar, en erum komnir langt. Má segja fáránlega langt, á sultarólinni og vestfirsku þrjóskunni. Með fullkomið þrívítt verkfræðilíkan (grunnur fyrir allar teikningar, forritið gefur þyngdir, kostnað, reiknar styrk, ofl ofl, sama forrit og bílaverksmiðjur nota), og útlit hannað af atvinnu bílahönnuði.

Varðandi kostnaðinn vitum við ágætlega hvað við erum að gera, enda búið að fara í gegn um þetta áður við hönnun og smíði á AM-744, fjallarútunni sem Ari Arnórsson hefur notað undanfarin ár. Sá bíll var gerður fyrir þriðjung þess sem nokkur maður hélt að væri hægt. Og þrátt fyrir margfalt betri undirbúning nú vitum við vel að gallar koma upp sem þarf að bregðast við í prófunarferlinu. Það er "partur af programmet".

Og svo varðandi kerruöxlana - afsakið, heilu hásingarnar - er það gamla góða dót í stórum haugum fyrir utan allar herstöðvar heimsins. Það er almennt viðurkennt sem staðreynd í herheimum að bíll, líka 60 tonna hertrukkur, fer um tvisvar sinnum hraðar yfir óslétt land á sjálfstæðri fjöðrun en hásingum. Það kom mér samt á óvart að allir ferðaþjónustujeppamennirnir sem komu að hönnuninni voru sammála - já, sammála jeppamenn! - um að hafa sjálfstætt bæði framan og aftan.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Ný jeppategund

Postfrá Haukur litli » 31.okt 2014, 19:39

Það er almennt viðurkennt sem staðreynd í herheimum að bíll, líka 60 tonna hertrukkur, fer um tvisvar sinnum hraðar yfir óslétt land á sjálfstæðri fjöðrun en hásingum. Það kom mér samt á óvart að allir ferðaþjónustujeppamennirnir sem komu að hönnuninni voru sammála - já, sammála jeppamenn! - um að hafa sjálfstætt bæði framan og aftan.

Enda er mikill munur á IFS og IRS sem er hannad fyrir svona "misnotkun" og svo hlutum settum saman med ørfáum M12 og M14 boltum og hannad fyrir malbiksakstur á t.d. 265/70R16 dekkjum, thar er mjøg gott ad fá í stadinn heilar hásingar.

Ég er hrikalegur spenntur fyrir thessu og fylgist vel med.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Ný jeppategund

Postfrá biturk » 31.okt 2014, 19:43

Ég hefði viljað sjá kraftmikla bensín útgáfu og eins gott lolo í bílnum

Möguleika á hásingum og spennandi link kerfum

Og halda einfaldleikanum með sem minnstu rafmagni, það er það sem menn nenna minnst að standa í uppá fjöllum að eitthvað rafmagmsdót sé að valda veseni


Ú hverju verður bodý? Verður sett verksmiðja með pressum til að búa til bodyhluti?
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ný jeppategund

Postfrá jeepcj7 » 31.okt 2014, 19:49

430 hesta LS3 er þokkalegt afl og reyndar VM dísillinn líka og með Atlas millikassa er hægt að vera með meira en 10-1 í niðurgírun.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 31.okt 2014, 20:24

Einmitt, Hrólfur, þyngd verkar á móti afli og að missa tonn, jafnvel tvö, hefur allvel þekkt áhrif. Og ekki vantar lólólóló með 4 gíra Atlas.

Varðandi rafmagnið hlökkum við mjög til að sýna okkur útfærslu okkar. Við notum hugmyndir úr báta- og flugvélarafmagni og víðar að til að gera einfaldasta, skilvirkasta og auðveldasta heildar jepparafkerfi sem sést hefur. Eitt kerfi, allt innifalið, og gert ráð fyrir viðbótum og breytingum án þeirra afleiðinga sem við þekkjum allt of vel!

Ef þið skoðið framfjöðrunina má kannski segja að þar séu spennandi link kerfi. En að hækka bílinn um 20-40 cm til að koma fyrir 200 kg hásingum - ekki að fara að gerast.

Verksmiðjan sem smíðar bílinn er þegar til. Hún heitir Héðinn, Geislatækni, Vagnar og Þjónusta, Bílaskjól, GJJárn, Radíóraf og kannski fleira. Bíllinn er smíðaður eftir nákvæmum teikningum á mörgum stöðum í einu, og fær síðan lokafrágang á einum stað fyrir afhendingu. Að fara að setja upp verkmiðju til að gera allt er þráðbein leið á hausinn, en með mikilli undirbúningsvinnu og skipulagningu (verkefnastjórinn okkar er enginn annar en Helgi Geirharðsson, sem m.a. skilaði nýja Marel húsinu af sér tveim mánuðum á undan áætlun) geta hérlend fyrirtæki tekið að sér verk á sínu sérsviði í klasasamstarfi.

Enga pressun þarf fyrir boddýið, það er hannað fyrir þau tölvustýrðu skurðar- og beygjutæki sem hér eru. Aðalefnið er ál.

Og aftur takk fyrir áhugann, látið áfram flakka og lækið á feisbúkk ef þið viljið fylgjast með því nýjasta...
Síðast breytt af Ísar þann 31.okt 2014, 20:35, breytt 1 sinni samtals.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Ný jeppategund

Postfrá Haukur litli » 31.okt 2014, 20:35

biturk wrote:Ég hefði viljað sjá kraftmikla bensín útgáfu og eins gott lolo í bílnum

Möguleika á hásingum og spennandi link kerfum

Og halda einfaldleikanum með sem minnstu rafmagni, það er það sem menn nenna minnst að standa í uppá fjöllum að eitthvað rafmagmsdót sé að valda veseni


Ú hverju verður bodý? Verður sett verksmiðja með pressum til að búa til bodyhluti?


Thessar upplýsingar eru allar audveldlega adgengilegar.

Thad er í bodi kraftmikil V8 vél sem er hægt ad keyra á metan og bensíni. Metanid gerir thad ad verkum ad bíllinn er skrádur metanbifreid og thá er líka hægt ad auglýsa hann sem "grænann bíl". Ætli hann fái frítt stædi í midbænum eins og hinir grænu bílarnir? :D

Til ad koma hásingum undir thennann bíl thyrfti ad hækka hann upp úr øllu valdi. IFS og IRS sem er hannad í thad sem á ad nota thad í er betra en heilar hásingar í flestum kringumstædum.

Boddíid verdur úr áli og plastefnum/koltrefjum.

Rafmagnsbilanir vegna framleidslugalla eru ekki næstum eins algengar og bilanir vegna lélegrar ísetningar. Ég sé um flota af grøfum, vørubílum, sendibílum og ødrum tækjum. Yfirleitt bilar eitthvad rafmagnsdót vegna thess ad menn hafa skemmt thad med klunnaskap, sett búnad í eda á tækid og klúdrad lódningu eda crimpingu eda lagt leidslurnar thannig ad skemmdir hlutust af eda their hafa fiktad í einhverju sem their hafa ekkert vit á. Sjaldnast er thad bilun sem hægt er ad kenna framleidanda um.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ný jeppategund

Postfrá jeepcj7 » 31.okt 2014, 22:28

Ekki að það komi þessum bíl við en Haukur litli þú ættir að skoða Skoda rafmagn þar er framleiðandinn einn og óstuddur að klikka á ýmsu sem kemur meðferð og viðhaldi ekkert við.
En það verður gaman að skoða rafkerfið í Ísar þegar þar að kemur.
Heilagur Henry rúlar öllu.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ný jeppategund

Postfrá olei » 31.okt 2014, 22:48

Sannarlega ánægjulegt að lesa það sem hér hefur verið skrifað um ferlið sem virðist vera vandlega planað.

Tvær spurningar:
Hvað eru margir stafir í tölunni sem vantar upp á í fjármögnun? :)

Eruð þið vissir um að Atlas sé nægilega sterkur í svona bíl?
Man ekki betur en að hafa séð nokkra slíka með alvarlegt tannlos á pirate4x4 vefnum.
Ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér er að hér heima hefur reynslan á þá einkum verið í snjóakstri og við þekkjum það úr torfærunni að það sem dugar fínt í þungan bíl í snjó dugar skammt þegar gripið er meira. Ég er að hugsa um erlendar aðstæður fyrir Ísar í þessu samhengi.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 31.okt 2014, 23:02

1: Til að klára okkur af frumgerðinni vantar 30mkr.

2: Nei, við erum ekki vissir um að Atlasinn sé nógu sterkur til að endast og endast. Hönnum því pláss til að setja Stak Monster ef með þarf, hann er hins vegar sagður á mörkum þess að vera í húsum hæfur, verandi gerður fyrir gargandi klifurrottur frekar en farþegalimma.

Hvað segið þið um málið?

Hver getur gefið okkur innlendar reynslusögur af Atlas?

Er einhver kominn með Stak drellinn? http://www.stak4x4.com/Transfer_Cases/3speed.htm


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 02.nóv 2014, 03:41

Okkur vantar líka upplýsingar um reynslu manna af 46" Mickey Thompson á 20" felgum og af glussaspilum.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Ný jeppategund

Postfrá Kiddi » 02.nóv 2014, 04:38

jeepcj7 wrote:Ekki að það komi þessum bíl við en Haukur litli þú ættir að skoða Skoda rafmagn þar er framleiðandinn einn og óstuddur að klikka á ýmsu sem kemur meðferð og viðhaldi ekkert við.
En það verður gaman að skoða rafkerfið í Ísar þegar þar að kemur.

Evrópa er auðvitað sér á báti í því að framleiða ónýta rafmagnshluti. (já og bíla yfir höfuð ef út í það er farið...)


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ný jeppategund

Postfrá olei » 02.nóv 2014, 12:39

Ísar wrote:1: Til að klára okkur af frumgerðinni vantar 30mkr.

2: Nei, við erum ekki vissir um að Atlasinn sé nógu sterkur til að endast og endast. Hönnum því pláss til að setja Stak Monster ef með þarf, hann er hins vegar sagður á mörkum þess að vera í húsum hæfur, verandi gerður fyrir gargandi klifurrottur frekar en farþegalimma.

Hvað segið þið um málið?

Hver getur gefið okkur innlendar reynslusögur af Atlas?

Er einhver kominn með Stak drellinn? http://www.stak4x4.com/Transfer_Cases/3speed.htm


1)
Einhverjir úr trukkadeildinni (pickup með unimog rörum) eru með Atlas ef ég man rétt. Ég man ekki hverjir.
Það er auðvitað freistandi að leysa þetta klassíska milligírsmál í einum kassa með Atlas eða Stak. Það er erfitt að átta sig á styrk þeirra samanborið við aðra kassa því að þeir eru helst notaðir í klettaklifursgræjur og keppnisbíla í US sem er svipaður "brot"sjór og íslenska torfæran. Ef við miðum við fyrirhugaða stærð á drifum í TorVeg þá eru þau samt talsvert voldugri en í bílum sem hafa verið að brjóta Atlasinn. Án þess að hafa rannsakað það að neinu marki þá sýnist mér að Stak dæmið hafi verið komið á hnén fyrir um 2 árum - þeir kassar voru plagaðir af byrjunarsjúkdómum en einhverjar úrbætur hafa verið í boði. Hvernig staðan er nú veit ég ekki. Hér er þráður sem varpar lítilli ljóstýru á þá sögu. http://www.pirate4x4.com/forum/general- ... hread.html
Ef marka má þetta er Stak fjarri því að vera vandræðalaus reynslubolti eins og t.d gamla rörið NP 205. (ekki svo að skilja að ég telji hann heppilegan). Spurning er hvort borgaði sig að hanna TorVeg með plássi fyrir einhvern dæmigerðan millikassa + milligír ef Atlas og Stak bregðast vonum.

2)
Ég var að skoða Facebook síðuna ykkar og þar með undirvagnsmódelin. Eitt sem mig langar að benda á - af því að TorVeg á að vera "farþegalimmi" er hugsanlegt veghljóð - hljóð frá drifrás. Fjöðrunarkerfið í heild og driflínan á marga tengipunkta við skrokkinn sem flytja eitthvað hljóð. Í þessu samhengi má nefna að stór gangbretti á jeppum sem eru fest við grindina - en ekki boddýið eins og vanalega er gert - framleiða talsverðan hávaða á grófum vegum að ekki sé talað um ef minnsti titringur er í drifrás. Þetta er ekki vandamál ef þau eru fest í boddýið af því að boddýpúðarnir deyfa titringinn. TorVeg verður stífur álskrokkur og ég giska á að allar tengingar við skrokkinn þurfi veglegar gúmífóðringar ef hljóðvist á að vera bærileg. Eftri spyrnur að framan koma t.d í hvalbakinn á TorVeg sem gæti orðið áskorun að þagga niður. Einhvern lærdóm má örugglega draga af unibody jeppum, bílum en maður veit ekki hvaða ráðstafanir bílaframleiðendur hafa þurft að fara í gegnum með þá. Titringsþeorían er fremur erfið viðfangs.

3)
Stýrisgangurinn í dæmigerðum 3 tonna jeppa á 46 dekkjum samanstendur iðulega af vökvastýrismaskínu og stýristjakk. Sem gefa líklega 1.5 tonn í átak samanlagt út á stýrisenda. Það er ekkert æðislegt við það en það dugar. Frumhannaður bíll fyrir slík hjól verðskuldar mun öflugri stýrisgang að mínu mati. Í trukkadeildinni eru menn hrifnastir af einum sverum vökvatjakk á hásingunni með arma beint út í hvort liðhús og gelda (ekkert hjálparátak á henni) stýrismaskínu sem þjónar helst þeim tilgangi að uppfylla skilyrði um mekaníska tenginu milli stýris og hjóla. Nú hef ég enga hugmynd um efnisþykktir eða annað í TorVeg en samanborið við slíkt kerfi virkar stýrisgangur í honum veikburða og sveigjanlegur að sjá. Þó hugmyndin sé óneitanlega skemmtileg.

4)
Undirvagninn í TorVeg ber þesss merki að mikil áhersla er lögð á fjöðrunarsvið og léttleika. Þennan undirvagn væri feikilega gaman að sjá komast af teikniborðinu og á fjöll. Ég velti því samt fyrir mér hvort að hann sé of metnaðarfullur fyrir bíl sem á fyrst og fremst að þjóna í farþegaflutninga og á að gera það með lágmarks viðhaldi í langan tíma.

Ég veit ekki hvort að það sé gagnleg hliðstæða að velta fyrir sér: sportbílar í toppklassa sem eru bestaðir fyrir vissa aksturseiginleika og afl. Endinga þeirra tækja er vel varðveitt leyndarmál í bransanum og örugglega aldrei auglýst. Eða öllu fremur skortur á henni. Sem betur fer skipta peningar og áreiðanleiki kaupendur litlu máli. Vonandi verður bestun á þyngd og fjöðrun TorVeg verkefninu ekki fjötur um fót.

Annars er mjög gaman að þessu verkefni og ég óska ykkur alls hins besta.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Ný jeppategund

Postfrá Finnur » 02.nóv 2014, 14:09

Sælir

Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með að vera komnir þetta langt. Þetta er frábært framtak hjá ykkur og vonandi verður þetta stór framleiðsla sem er frábær viðbót við Íslenskan Iðnað. Stór markaður út í heimi er vissulega til staðar. Þetta er hugmynd sem margir hafa gengið með í maganum en ekki þorað að láta vaða í verkefnið.

Varðandi hönnunar pælingar, þá er ég með spurningar um öxlana sem þið ætlið að nota í græjuna. Með allt að 54" dekk og mikið tork út í hjól þarf mjög hrausta öxla, mun hraustari ytri liði en í sambærilegum hásingabíl. Vegna þess að beygju gráðan á liðinn leggst ofan á fjöðrunargráðuna. Það þarf bara passa að velja vel hrausta öxla og liði í gæjuna. Þarna er gott að yfirhanna.

Annað atriði sem þarf líka að yfirhanna í svona bíl er kælikerfi fyrir LS3 mótorinn. Þessi mótor er með sæmilega aggressivan knastás og ekki hannaður í svona þunga bíla og því þarf að passa vel upp á næga kælingu. Við þekkujum það flestir að það getur verið þannig færi að mótorinn er á nánast fullu loadi í töluverðan tíma. En kælikerfið er eitthvað sem menn klikka oft á í nýsmíði. Þið eruð eflaust með góðar lausnir á því.

Einnig vil ég hvetja ykkur til að heyra í snillingunum á Ljónstöðum. Þeir eru yfirleitt alltaf ódýrastir í sérsmíði á öxlum og rennismíði og hafa smíðað milligíra í flesta bíla í mörg ár.


Baráttu kveðjur
Kristján Finnur

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá nobrks » 02.nóv 2014, 20:33

Ísar wrote:Okkur vantar líka upplýsingar um reynslu manna af 46" Mickey Thompson á 20" felgum og af glussaspilum.

Það er Ford pikkup á 20" felgum í Hólmavík, Orkubú Vestfjarða ef ég man rétt.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 02.nóv 2014, 23:33

Takk fyrir afbragðs ábendingar og gagnlegar. Varðandi stýrisganginn er gert ráð fyrir tjökkum á neðri spyrnurnar, sem eru býsna vegleg stykki með mikla hönnunarvinnu að baki, m.a sem mastersverkefni við HR. Þannig er allt þar fyrir ofan tiltölulega átakslítið vegna þess hve langt er milli liða. Allt úr hástyrkstáli.

Hljóðvist geri ég ráð fyrir að verði vandi. Mér tókst þó að gera bíl með 6,0 Navistar orghesti hljóðlátan með einföldum aðgerðum sem beitt verður við TorVeg einnig. Hljóðvistarreikningar eru svo flòknir að við reynum það ekki, heldur bregðumst við reynslu af frumgerðinni. Minna má á að áratugir eru síðan fólksbíll fékkst með lausri grind (Toyota Crown) og sjálfberandi skelin sem við tók setti alla keppinauta hljóða. Leiðarstefið í hönnun Lexus LS var stífni, og hefir verið síðan hjá öllum bílaframleiðendum. Okkur líka. Mjög gleitt milli stifufestipunkta og vönduð, stór gúmmí á að hjálpa til. Hvergi eru þunnar plötur til að virka sem trommuskinn. Sætisbökin ná pósta á milli og stífa bygginguna gríðarlega. Svo má lengi telja. En reynslan ræður.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 02.nóv 2014, 23:53

40cm frítt slagsvið með "progressífum" fjöðrum ("bollu" loftpúðum) er nauðsynlegt til að ná þeirri töfrateppistilfinningu sem náðist í fjallarútu okkar sem hönnuð var fyrir 9 árum. En þetta snýst um meira en þægindi farþega. Yfirferð getur orðið langtum meiri sem þýðir meiri tími farþega úti í guðsgrænni. Að auki þarf ekki að aka á úrhleyptu með aukinni eyðslu og dekkjasliti. Og ekki síst, með hágæða mjúkri slaglangri fjöðrun fer bíllinn vel með sig. Endist miklu betur. Þessir bilar eiga að hafa yfirburði yfir alla óbreytta jeppa sem fáanlegir eru í dag, og jafnvel þá breyttu, til sinna nota. Þetta þarf til.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 03.nóv 2014, 00:10

Annað varðandi stýrisganginn, styrismiðja er i miðjum dekkbana. Bara það er bylting miðað við þau átök sem eru við að hafa stýrismiðju innan 50cm breiðs dekks. Skil hreinlega ekki enn hvernig það getur gengið til lengdar. Legur eru einnig í miðjum hjólum. Að ná þessu ásamt 40cm slagi og leggja vel á án þess að nægilega sterkir liðir fari á tamp kostaði mikla hönnunarvinnu, en tókst. Til þess að ráða við meira en 46-48" teljum við nágírun þó óhjákvæmilega. Erum þar með lausn sem við verðum að halda fyrir okkur þar til nær dregur.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 03.nóv 2014, 00:24

Og takk fyrir ábendinguna með kælikerfið. Við höfum Arabíumarkað í huga og höfum við að styðjast lausnir GM til að Silverado þoli húsdrátt upp úr Death Valley. Fullnýtum plássið. Og Ljónarnir hafa haft okkur sem ánægða viðskiptavini í áraraðir. Svo verður örugglega áfram.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ný jeppategund

Postfrá ellisnorra » 03.nóv 2014, 08:25

Þetta er ofboðslega flott og málefnaleg umræða. Frábært að verðandi bílaframleiðandi sé að opna innsýn okkar í hönnunarferlið, sem virkar að sjálfsögðu í báðar áttir, hönnunarferlinu til hagsbóta. Enginn er svo vitur að ekki megi við leiðsögn.
Einn skemmtilegasti þráðurinn á jeppaspjallinu í dag að mínu mati.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 03.nóv 2014, 09:03

Takk kærlega fyrir þetta, Elli. Ein meginástæðan fyrir því hvað þetta verkefni hefur gengið vel er að alltaf er hlustað á alla. Ísar byggist á reynslu ykkar, íslenskir jeppamenn, blandað reynslu úr öðrum greinum, soðið saman með heilbrigðri skynsemi og fært í faglegt útlit. Ferlið er endalaust, við getum alltaf bætt, og fögnum öllum ábendingum.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Ný jeppategund

Postfrá Hjörturinn » 03.nóv 2014, 13:33

Til hamingju með þetta framtak, virkilega gaman að fylgjast með svona, fylgdist vel með rútusmíðinni hér um árið, leiðinlegt að það fór ekki á flug, en vafalaust góður undirbúningur fyrir þetta.

Bara spá, hve mikið eru þið að nota af forframleiddum íhlutum, er þá aðallega að spá með sjálfstæðu fjöðrunina, er þetta allt sérsmíðað eða notiði eitthvað úr öðrum bílum?

Svo annað, hefur farið einhver vinna í öryggispælingar? veit það er nú ekki heiglum hent að gera árekstrarprófanir á svona bíl, en hef oft spáð í hvort tekið sé mið af því í svona framleiðslu?
Eru bílar sem eru framleiddir í svona litlu magni ekki undanskildir þeim kröfum sem eru á fjöldaframleiddum bílum, þá með tilliti til evrópu og skráninga þar?
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 03.nóv 2014, 22:13

Takk Hjörtur, svo sannarlega var ferlið við að hanna og smíða AM-744 lærdómsríkt. Þá þorði eg ekki að fara alla leið, en nú er að því komið.
Varðandi öryggismál var grjóthörð lexía að sjá vini sina farast í rútuslysi á Kjalarnesinu fyrir bráðum 15 árum. Sæti brotnuðu, rafgeymasýra út um allt, öryggismál þessa bíls voru fjarri því sem mér þótti boðlegt. Gömul heimasmíð? Nei, Mercedes Benz með Auwärter breytingu, allt eftir stöðlum. Ég er ekki einn þeirra sem kvarta yfir of hörðum kröfum í þessum flokki, kröfurnar eru minni en ég sætti mig við.

Hitt er annað mál að árekstraprófanir myndu stöðva iðnað eins og okkar um heim allan. Engin slík krafa er i okkar skráningarflokki, né ABS, loftpúðar eða annað sem fjöldaframleiðsla fólksbíla þarf að hafa. Í Ísar TorVeg eru menn þó a.m.k. ekki með tærnar í traffíkinni, veltibúr er m.a. með stífu milli miðjustokks og topps, 3p. beltin eru flækjufrí til að fá fólk til að nota þau, og svo skiptir ekki minna máli að þessi bíll bremsar. Og stýrir, líka í neyð. Upp á það vantar ansi oft þegar bílar eru komnir á 46", þótt tabú sé að tala um það.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Ný jeppategund

Postfrá Magni » 03.nóv 2014, 22:20

Nú er ég orðinn forvitinn með þessa rútu. Ég man ekki eftir henni í fljótu bragði, er einhver með myndir eða link á hana?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 03.nóv 2014, 22:29

Varðandi íhluti er mottó hjá okkur að smíða sem minnst og nota algenga, hagkvæma, reynda íhluti. Sumt verður þó að smíða, eins og spyrnur. Það er gert á einum stað meðan á öðrum er samsett boddí, þeim þriðja gert rafkerfi, fjórða saumuð innrétting o.sv.frv. Þetta er hægt vegna fullkomins tölvulikans af öllum bílnum og kerfum hans.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 03.nóv 2014, 22:32

isar.is/alveg


trickfields
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2012, 03:03
Fullt nafn: Óskar Ragnarsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá trickfields » 04.nóv 2014, 00:36

Ég vildi að ég myndi vinna í eurolotto svo ég gæti fjármagnað restina fyrir ykkur :) Líst stórkostlega á þetta hjá ykkur. En mig langar að vita í sambandi við útlitið á bílnum. Verður það svipað því sem er í 3d módelinu eða verður það nær concept teikningunni ykkar þ.e.a.s. þessari https://www.facebook.com/26983486985076 ... =1&theater


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2014, 07:23

3D módelin sem þið hafið séð er bara verkfræðimódelið nánast hrátt. Nú er verið að gera nýtt módel eftir útlitsteikningum Bjarna Hjartarsonar, fyrsta sérmenntaða bílahönnuðar Íslands. Útlitið verður því eins og blái bíllinn sýnir.

User avatar

KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ný jeppategund

Postfrá KjartanBÁ » 04.nóv 2014, 15:36

Má ég benda á að túristar í dag eru allir með snjallsíma og gera ekki annað en að taka myndir. Hver sem á snjallsíma veit að þá þarf mikið að hlaða. Þar af leiðandi mætti til dæmis hafa nokkur USB tengi á aðgengilegum stöðum fyrir farþega.
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2014, 19:44

Góð og þörf ábending. Lagt verður í alla bíla fyrir skjái í hnakkapúðum, og eins gott að gleyma ekki að hafa hleðslu, USB, og 240V fyrir atvinnuljósmyndarana. Einnig er WiFi staðalbúnaður - en hægt að slökkva á því svo fólk horfi stöku sinnum út...


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Ný jeppategund

Postfrá biturk » 05.nóv 2014, 01:22

ég hlakka rosalega til að sjá útfæsluna á rafkerfi í þessum bíl....eiginlega alveg rosalega

hvernig veður pláss fyrir farangu? verður vebasto eða annar búnaður? verða samlæsingar í öllum hurðum?

verða kastarar á bílnum? leitarljós? ef ekki yrði gert ráð fyrir því í rafkerfinu og jafnvel skildar eftir lagnir fyrir því?


hvar sækir maður um vinnu við framleiðslu á honum :D
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 05.nóv 2014, 11:57

Já, við hlökkum líka til að sýna rafkerfið okkar. Sjálfur tel ég það vera eina helstu tækninýjungina í öllum pakkanum. Allur ljósabúnaður sem jeppamenn langar að hafa á og í fjallajeppa er innifalinn, 100% LED. Allir TorVeg eru gerðir til notkunar sem björgunarbílar ef td. gýs í Grafarvoginum, og því hugsað fyrir forgangsljósum o.sv.frv. í rafkerfinu. Samlæsingar þurfa ferðaþjónustubílstjórar að hafa, líka til að farþegar opni ekki dyr vindmegin í miklu roki. Loftkerfið er gert til að leyfa notkun loftskralls.

Hitun, kæling og loftræsting er mjög skilvirk, þ.e.a.s. það er ekki tölva með greindarvísitölu 7 að pirra fólk með hávaða, trekk og röngum hita eins og í nýjum rútum. Hitari eins og Webasto er sjálfsagður búnaður í svona bíl sem brenna á sem minnstu. Rafkerfið er hugsað þannig að ekki þarf að hafa vélina í gangi nema bara til að hreyfa bílinn. Sér geymir er fyrir vélina, annar fyrir notkun þegar bíllinn er stopp. Svona eins og í öllum húsbílum og bátum.

Farangursrýmið aftast er alveg slétt og miðast við að taka allan farangur allra farþega í 12 daga ferð. Eða 2-4 sjúkrabörur. Með sér hólfum aðgengilegum utanfrá fyrir spotta, verkfæri, loftslöngur o.sv.frv. Hægt er að panta bílana með stærra farangursrými, bæði hærra og lengra. Farangursrýmið er gert bara fyrir farangur, þar þarf ekki að troða inn farþegasætum, svo frágangurinn miðast við það. Sterk yfirborðsefni þola að brotnum drifum (úr öðrum bílum auðvitað) sé hent inn án þess að skemma teppin eða klappsætin eða klæðningarnar.

Og að síðustu, vinnan við framleiðsluna er hjá nokkrum aðilum sem hver vinnur á sínu sérsviði. Smíðað er í lotum eftir nákvæmum samningum og teikningum, til þess að kostnaður haldist undir því sem þarf er reynt að hugsa aðeins meira fyrirfram, og þannig fækkað vinnustundum í framleiðslu hvers eintaks. Þegar að framleiðslu kemur verður einmitt eftirspurn eftir bestu mönnum Íslands á öllum sviðum bílasmíði. Það er einn verðmætasti þátturinn í þessu verkefni, að skaffa vel borgaða vinnu fyrir íslenska smiði.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ný jeppategund

Postfrá ellisnorra » 05.nóv 2014, 14:35

Mikið ofboðslega er ég spenntur að ganga nokkra hringi í kringum svona bíl, sparka í dekkin, kíkja í hólfin og jafnvel taka smá hring. Þetta hljómar allt ofboðslega vel, eiginlega of gott til að vera satt. Vonandi strandar þetta ekki á miðri leið.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Tegundaspjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur