Síða 1 af 1
Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 12:55
frá bjarni95
Sælir,
Er nokkuð hægt að prófa CB stöð einn? Þarf ekki einhvern félaga til að aðstoða sig í svona málum?
Ég var nefnilega að koma CB stöð fyrir í súkkunni minni og vantar einhvern til að prófa hana með mér til að vita hvort að hún virki ekki örugglega. Kostar eitthvað fyrir mig að fara og láta mæla stöðina?
-Bjarni
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 13:19
frá Magni
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 13:26
frá villi58
Þú verður að hafa einhvern til að tala við svo þarft þú að láta mæla stöðina (loftnetið) væntanlega borga vinnulaun nema einhver góðviljaður hafi standbylgjumæli sem mælir fyrir þig. Á ekki von á því að nokkur góðviljaður finnist svona sunnarlega á landinu.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 13:39
frá bjarni95
Þá auglýsi ég eftir einhverjum hér á stór-hafnarfjarðarsvæðinu sem er með CB stöð sem virkar til að prófa mína :)
-Bjarni
s: 699-8183
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 13:45
frá villi58
Mæli með að þú byrjir að láta mæla fyrir þig fyrst, betra að vera viss um að allt sé í lagi.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 14:17
frá Tollinn
Ég er með segulfót, loftnet og sígarettutengi ef þú vilt prufa, er sjálfur með cb stöð í bílnum hjá mér og er alveg til í að spjalla við þig ef þú vilt, var akkúrat að ganga í gegnum svipað sjálfur
kv Tolli s: 691 5469
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 14:22
frá bjarni95
Tollinn wrote:Ég er með segulfót, loftnet og sígarettutengi ef þú vilt prufa, er sjálfur með cb stöð í bílnum hjá mér og er alveg til í að spjalla við þig ef þú vilt, var akkúrat að ganga í gegnum svipað sjálfur
kv Tolli s: 691 5469
Sæll,
Ertu búinn að ná sambandi við einhvern með henni? Ég var að prófa með öðrum áðan sem hafði keypt bíl með CB en aldrei notað hana en við heyrðum hvorugir í hvor öðrum svo við vorum ekki vissir hvort önnur eða báðar væru að klikka.
Annars er ég alveg til í að prófa spjall.
-Bjarni
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 14:28
frá Tollinn
Ég er búinn að prufa stöðina hjá mér og hún virkar fínt. Annars var drægnin ekki upp á það besta og ég hefði alveg viljað prufa það aðeins betur.
Ég get kíkt á þetta í kvöld ef þú vilt, það er meira að segja möguleiki á að ég verði eitthvað á Hafnarfjarðarsvæðinu
kv. Tolli
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 14:46
frá bjarni95
Tollinn wrote:Ég er búinn að prufa stöðina hjá mér og hún virkar fínt. Annars var drægnin ekki upp á það besta og ég hefði alveg viljað prufa það aðeins betur.
Ég get kíkt á þetta í kvöld ef þú vilt, það er meira að segja möguleiki á að ég verði eitthvað á Hafnarfjarðarsvæðinu
kv. Tolli
Ég losna úr vinnu og persónulegu veseni um átta- hálf níu, hentar það illa?
-B
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 14:54
frá Tollinn
Það ætti að vera í góðu lagi, vertu bara í bandi
kv Tolli
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 15:00
frá bjarni95
Tollinn wrote:Það ætti að vera í góðu lagi, vertu bara í bandi
kv Tolli
Geri það
-B
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 15:28
frá villi58
Mæli endregið með því að þú látir standbylgjumæla stöðina hjá þér, mjög líklegt að þurfi að klippa toppinn til og þá ert þú ekki að leggja stöðina í hættu með að skemmast.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 15:41
frá Tollinn
Er það málið, ég keypti tilbúið cb-loftnet á segulstandi í N1 á sínum tíma og það átti að virka fyrir allar cb-stöðvar (að sögn þeirra sem voru í rafmagnstækjadeildinni). er hægt að gera þetta þó stöðin sé í bílnum eða þarf maður að rífa hana úr?
kv Tolli
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 16:11
frá villi58
Tollinn wrote:Er það málið, ég keypti tilbúið cb-loftnet á segulstandi í N1 á sínum tíma og það átti að virka fyrir allar cb-stöðvar (að sögn þeirra sem voru í rafmagnstækjadeildinni). er hægt að gera þetta þó stöðin sé í bílnum eða þarf maður að rífa hana úr?
kv Tolli
Þú þarft að komast í loftnetstengið á stöðinni og í endann á loftnetskaplinum, þar á milli er settur standbylgjumælir og þá kemur í ljós hvernig staðan er. Ef allt er rétt stillt þá virkar stöðin bara betur og engin hætta að skemma hana.
Það tekur augnablik að mæla en ef þarf að klippa af toppinum þá er einhver smá tími sem fer í það, á sjálfur mæli og byrja að klippa ca. 1cm. og svo kanski eitthvað meira fer eftir hvað mælirinn segir.
Ef þetta er aðgengilegt þá ætti ekki taka meiri tíma en ca. 1/2 klst.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 16:38
frá bjarni95
villi58 wrote:Tollinn wrote:Er það málið, ég keypti tilbúið cb-loftnet á segulstandi í N1 á sínum tíma og það átti að virka fyrir allar cb-stöðvar (að sögn þeirra sem voru í rafmagnstækjadeildinni). er hægt að gera þetta þó stöðin sé í bílnum eða þarf maður að rífa hana úr?
kv Tolli
Þú þarft að komast í loftnetstengið á stöðinni og í endann á loftnetskaplinum, þar á milli er settur standbylgjumælir og þá kemur í ljós hvernig staðan er. Ef allt er rétt stillt þá virkar stöðin bara betur og engin hætta að skemma hana.
Það tekur augnablik að mæla en ef þarf að klippa af toppinum þá er einhver smá tími sem fer í það, á sjálfur mæli og byrja að klippa ca. 1cm. og svo kanski eitthvað meira fer eftir hvað mælirinn segir.
Ef þetta er aðgengilegt þá ætti ekki taka meiri tíma en ca. 1/2 klst.
Ég talaði við RadíoRaf núna áðan og ég fer með dótið í mælingu hjá þeim á eftir svo vonandi verður allt komið í lag þegar ég prófa þetta í kvöld.
-B
Re: Prófa CB stöð
Posted: 22.aug 2013, 19:29
frá Stebbi
Flest CB loftnet eftir 1735 eftir krist eru með stillanlegum topp. Bara losað upp á toppnum og hann færður upp eða niður.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 11:13
frá bjarni95
Ég fór til þeirra í RadíoRaf í gær og lét mæla stöðina, komst að því að sendirinn er líklega ónýtur og þarf að skipta um hann. Frábær þjónusta og mikil þjónustulund hjá þeim :)
-Bjarni
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 11:43
frá eyberg
Borgar sig að gera við þetta, og eru menn farnir að setja CB aftur í bílan?
Mér var sagt að sleppa því og vera bara með VHF!
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 11:51
frá Bragi Hólm
CB er fínt í "hobby" bíla. VHF er náttúrulega toppurinn og mæli frekar með að hafa VHF í bílum sem eru reglulega á fjöllum/jöklum í dagsferðum og þessháttar. En CB er fínt fyrir smærri bílanna sem fara stuttar ferðir í góðra vina hópi.
Svo eru þær líka bara fínar fyrir menn sem eru að byrja í þessu og hafa kanski ekki marga þúsundkallanna til að spreða einn, tveir og tíu svo að segja. Fæst útum allt á lítinn sem engan pening. Ef menn svo halda áfram í þessu og gera alvöru úr þessu hjá sér, að þá splæsa menn sér í VHF þegar þeir geta. Það er mín skoðun á þessu. Má vel vera að einhverjum finnist hún röng.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 11:51
frá Tollinn
Ég persónulega skil ekki af hverju menn eru að rífa CB-stöðvar úr bílunum hjá sér. Auðvitað er VHF mikið öryggistæki en CB er mjög hentugt þegar margir bílar ferðast saman í hóp. Það er búið að gjaldfella ótrúlegustu hluti í þessu sporti vegna þess að menn þurfa alltaf að vera með það mesta og besta sem völ er á. CB er ódýrara, ekkert skráningarvesen og svo eru þetta oftast nettari stöðvar og passa betur í mælaborðið (ef maður er ekki með gamla stöð).
Annars er nú á stefnuskránni hjá mér að vera bara með bæði, af öryggisástæðum.
kv Tolli
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 12:28
frá eyberg
Já kanski að maður setji CB í bílin líka bara uppa að hafa hana :-)
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 12:33
frá Magni
Þetta er nú búið að þróast þannig í kringum mína vini að við erum með okkar eigin vhf rásir og við notum þær þegar við erum saman, þegar allt kemur til alls þá eru vhf langdrægari og betra hljóð en cb stöðin. Mín CB stöð fór úr fyrir 6mán síðan vegna notkunarleysis..
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 12:40
frá villi58
Er ekki allt í lagi að leifa stöðvunum að vera í bílunum ef þær eru ekki fyrir, ágætis vara talstöð, VHF getur líka bilað.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 12:44
frá villi58
bjarni95 wrote:Ég fór til þeirra í RadíoRaf í gær og lét mæla stöðina, komst að því að sendirinn er líklega ónýtur og þarf að skipta um hann. Frábær þjónusta og mikil þjónustulund hjá þeim :)
-Bjarni
Bilun í loftneti hefði geta eyðilagt sendinn, þess vegna borgar sig að láta mæla stöðvarnar.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 13:17
frá bjarni95
villi58 wrote:bjarni95 wrote:Ég fór til þeirra í RadíoRaf í gær og lét mæla stöðina, komst að því að sendirinn er líklega ónýtur og þarf að skipta um hann. Frábær þjónusta og mikil þjónustulund hjá þeim :)
-Bjarni
Bilun í loftneti hefði geta eyðilagt sendinn, þess vegna borgar sig að láta mæla stöðvarnar.
Við mældum loftnetið og var allt í góðu þar, stöðin (sem ég fékk gefins) hefur bara verið biluð, lítið mál að laga :)
Svo til að svara öllum VHF málum. Eins og komið hefur fram er CB ódýr kostur, ég valdi CB bæði vegna þess að ég fékk stöðina gefins og einnig vegna þess að ég er bara 17 ára krakka-andskoti sem er að byrja í jeppasportinu og einhversstaðar verður maður að byrja ;) Nú er ég líka kominn með loftnets-fót og lagnir svo auðvelt er fyrir mig að skipta yfir í VHF seinna. Svo eins og ég las einhversstaðar, ef ferðast er í mjög stórum hóp getur verið þægilegt að vera með minni vinahóp á CB og haft restina af ferðahópnum á VHF. Minn vinahópur er bara rétt að byrja í svona talstöðvarpælingum svo okkur fannst full mikið að splæsa í VHF fyrir þessar nokkrar helgar sem við ferðumst sem hópur á ári.
Mér finnst ótrúlegt að margir hérna inni séu að rakka CB niður eins og þetta sé ónothæft og gamalt drasl sem ætti að forðast eins og heitan eldinn á meðan hinn hópurinn hérna inni nýtur þess að eiga þetta og nota, að bera saman notagildi CB og VHF er eins og að bera saman jeppa við fólksbíl, auðvitað kemstu meira á jeppanum(VHF) þegar á reynir en oftast getur þú notað fólksbílinn(CB) í flest allt.
Bara mín nokkur orð inní umræðuna
-B
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 13:41
frá villi58
Ég stið þig alveg fullkomnlega í þessum málum, það er bara ekkert að því að hafa CB því hún gerir sitt gagn, þú ert allanvega mikið betur settur en þeir sem hafa ekki neitt.
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 16:39
frá cameldýr
Hvort er meira notað cb stöðvar með AM eða FM mótun?
Re: Prófa CB stöð
Posted: 23.aug 2013, 16:53
frá bjarni95
cameldýr wrote:Hvort er meira notað cb stöðvar með AM eða FM mótun?
Án þess að þekkja kosti eða galla þá nota ég FM
-B