Síða 1 af 1

70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 08.feb 2010, 19:16
frá Andri M.
hvernig eru þessir bílar ??

er þetta einhvað að virka, hvernig koma þeir orginal, vélastærðir, þyngd, o.s.frv, hvað ætli þeir kosti nýjir ?

ástæða þess að eg spyr er sú, að eg rakst á einn 2001 módel af 70 cruiser á einni af bilasölum bæjarins, og sá bíll var með 4,2 túrbó díesel vél,

og þa fór maður að pæla hvort það væri kannski einhvað vit í þessum bílum, því ekki lita út fyrir að vera einhvað svakalega þungir

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 01:05
frá Haukur litli
Hann gæti verið með 12 ventla 4,2 og það er hundlöt vél miðað við 24 ventla 80 Cruiser vélina.

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 08:45
frá gislisveri
Gaman væri að heyra frá einhverjum fróðum um hásingarnar og drifin sem eru í öllum þessum LC70 bílum.
Hvaða drifstærðir eru þetta? Hvað á þetta skylt við Hilux?
Kv.
Gísli

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 11:34
frá ofursuzuki
Ég veit nú kannski ekki mikið um þessa bíla en alltaf álitið þá sterka og trausta. Um hásingarnar veit ég þetta, 8" drif bæði framan og aftan, reverse eða hi-pinion að framan, drifkúlurnar eru hægramegin, diskabremsur að framan en skálar að aftan, lokuð liðhús á framhásingunum, algeng drifhlutföll eru 4.10 4.30 4.56 4.88. Þær eru sagðar vera nokkuð sterkar, álíka eða betri en Dana44. Það er held ég til líka einhver Heavy Duty útgáfa af þessum hásingum og voru þær held ég undir fjaðrabílunum, endilega leiðréttið mig ef það er ekki rétt. Margir af þessum bílum komu með diskalæsingu orginal að aftan. Ég kemst vonandi að hversu góðar þær eru þegar Súkka fer að rúlla um allt á svona hásingum.

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 11:36
frá raudhaus
gamli stutti 70 kruserinn var med somu staerd af drifum einsog hiluxinn og med reverse framdrifi. nyrri bilarnir eru langir og eg held ad tad se 80 kruser kram

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 12:34
frá Sævar Örn
frændi minn var i velaskiptum að setja 3l í staðinn fyrir turbolausan 2,4 í 70 cruiser þannig það er ekki, en gæti verið að einhverjir hafi sömu vél og 80 cruiser

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 13:25
frá Kiddi
Langi bíllinn sem kemur á fjöðrum að aftan (ath ekki millilangi sem er á gormum hringinn!) var fluttur inn í kringum aldamót minnir mig og var með 4.2 mótor sem var eitthvað um 130 hestöfl ef mig misminnir ekki. Það man ég hinsvegar að þeir voru á 5 gata felgum (sama deiling og 100 Cruiser?) og með sömu drif og 80 Cruiser.

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 17:36
frá ellisnorra
Það er ekki rétt að drifin séu sterkari en dana44 sem er hálftommu stærra eða 8.5"
En þessir bílar hafa reynst vel eftir því sem ég veit best, þeir eru líka vinsælir til niðurrifs því framhásingin hentar ákaflega vel undir hilux, grindin er næstumþví jafn breið (munar uþb sentimeter minnir mig) og þá eru gormaskálar, deparaturnar og þverstífa skorin af lc grindinni og passar beint á hilux, ásamt því að láta stýrismaskínuna fylgja og þá getur hásingin farið fullt af sentimetrum framar en original. Bensínbílarnir komu allavega einhverjir með 4.30 drif og turbo dísel með 4.88. Hráir bílar og fátt til að bila þó þeir hafi margir verið með lúxus á borð við rafmagnsrúður og slíkt.

Re: 70 cruiser-ar, nýjir sem gamlir

Posted: 10.mar 2010, 21:41
frá Polarbear
millilangi kom með 4.2 túrbólaus minnir mig, og var þá með stærri hásingar, hvort það er 80 krús eða 60 krús veit ég ekki, allavega 9" drif held ég örugglega. hann er reyndar líka til með 2.4 og litlu hásingunum.

gamli stutti bíllinn kom 2.4 bensín eða dísel, á gormum allan hringinn og hásingum sem eru með 8" drifum, reverse að framan og oftast diskalæsing að aftan. bensínbíllinn kom á 4.30 eða 4,56:1 og díselbílarnir á 4.88:1. mín reynsla er sú að þeir eru of þungir og latir með 2.4 vélinni, og kramið í þeim þolir ekki 60 krúser mótor-afl :) einnig eru þeir frekar stuttir milli hjóla og eiga við Wyllis-veiki að stríða, eiga það til að steypa stömpum og eru eldsnöggir að snúast útaf ef maður fer ekki varlega að þeim í hálku. Gæti ímyndað mér að súkkur séu ekki heldur fjarri þessu heilkenni án þess þó að vita það.