ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá ellisnorra » 08.nóv 2015, 17:23

Þennan pistil setti ég inn á Nissan Patrol Iceland hópinn á Facebook í gærkvöldi. Mig langar að að fá fleiri vinkla á þetta heldur en þar er.

Eru gallar ZD30 vélarinnar almennt þekktir? EGR í þessum vélum er stórgallað. Ég á einn bíl með þessari vél, bíllinn keyrður 104 þúsund en vélin 5 þúsund minna (99þúsund) og vélin er hrunin í honum. Ég er reyndar ekki búinn að opna hana, eignaðist bílinn fyrir ca 3 vikum síðan í þessu ástandi. En ég er handviss um að það er bráðinn/götóttur stimpill í henni, hvort hedd sé ónýtt líka veit ég ekki en þetta er þekkt orsök á EGR vandamáli.
Mikið er um upplýsingar um þetta á netinu, bendi ég á tvær góðar greinar hér:
http://chiptuning.com.au/nissan-zd30-engine-protection/
http://www.chaz.yellowfoot.org/zd30_engine_problems.htm
Mig langar að benda mönnum á þetta, ódýrasta og ein besta forvörnin er að fá sér boost og EGT hitamæli til að fylgjast með hvað er að gerast. Síðan er hægt að fjarlægja EGR dótið eða gelda það, en það er náttúrulega alveg bannað..!
Einnig vilja menn meina að olíumagn sé vitlaust á þeim, að upphaflega hafi það verið 6 lítrar en rétt magn sé 8.3 lítrar. Hægt sé að minnka áhættu með meira af smurolíu, ekkert flækjustig þarna nema að stytta kvarðann. Ég veit ekki hvort IH/BL hafi eitthvað breytt þessu, það er bara talað um þetta víða á netinu.
Hvaða reynslu hafa menn hér af þessu?
Einnig skilst mér að þessi olíuverk séu oft að fara með ærnum tilkostnaði eða um hálf milljón. Einn sem ég þekki til fékk þetta lagað út í Portúgal fyrir uþb helming þeirrar upphæðar, sem er nú samt andskotans nóg.
Margir hér sem hafa lent í ónýtum olíuverkum?
Ég ætla að rífa þessa vél úr hjá mér og er hún til sölu, í hluta eða heild.


http://www.jeppafelgur.is/


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá birgiring » 08.nóv 2015, 21:12

Ég veit um einn bíl líkl.árgerð 2000 þar sem komu fyrirmæli frá IH um aukið olíumagn og eitthvað fleira smávegis.
Þessi bíll hefur alltaf fengið mjög góða meðferð, vélin í honum entist 130 þús. km, en þá fór hún líka með hvelli.
Nú er þessi bíll líklega ekinn á milli 250 og 300 þús. km. og fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá AgnarBen » 09.nóv 2015, 00:24

Ég átti 2001 bsk Patrol á 44" og fór orginal vélin í honum í 155 þús km, hún ofhitnaði og það kom gat/sprunga í tvo innstu stimplana, heddið fór og fleira skemmtilegt. Ég fékk nýja vél í ábyrgð hjá IH en þurfti að sjá um ísetninguna sjálfur þar sem hún var orðin 6 ára gömul. Olíuverk og túrbína voru alltaf færðar frá gömlu vélinni yfir á þá nýju þó það séu til undantekningar frá því. Það er síðan taslvert um það að olíuverkin séu að fara í ca 200 þús.km en það kostar eitthvað um 350-400 þús.kr á verkstæði að setja uppgert olíuverk í Patrol sem kemur erlendis frá.

Þessar vélar voru meingallaðar til að byrja með en fyrstu vélarnar hrundu eins og flugur og voru mikið af þeim innkallaðar til að byrja með (2000-2001). Þetta gerðist ekki bara á Íslandi heldur einnig í Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum. Það sem var að gerast var að innstu stimplarnir ofhitnuðu og það kom gat á þá, væntanlega þar sem þeir fengu ekki næga olíukælingu. Ég giska reyndar á það að það hafi hreinlega ekki verið neinn búnaður til staðar til að sprauta neðan á stimplana. IH hætti svo innköllunum 2001 eftir að meintar lagfæringar voru gerðar en áfram héldu vélarnar að hrynja í bílum sem voru undir álagi (td breyttum bílum). Ég held því fram að það eina sem hafi verið gert var að auka við smurolíumagnið, man að á vélahlífinni á mínum bíl var búið að tússa nýtt smurolíumagn sem átti að fara á vélina. Minn bíll var 2001 módel og var á 38"/44" frá upphafi, aldrei kubbur á vélinni.

2003 voru svo gerðar breytingar á vélinni, ég heyrði einhvers staðar að þá hafi verið kominn búnaður í þær sem sprautar smurolíunni neðan á stimplana til að auka kælingu. Þetta hefur verið miklu meira til friðs síðan þó örugglega séu til dæmi um vélahrun. Heddin hafa svo eitthvað verið að fara líka eins og á fleiri háþrýstum litlum díselvélum.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá Valdi B » 09.nóv 2015, 02:12

þetta hefur alveg haldið áfram... þ.e. að þessar vélar hrynji enda ekkert gott um þær að segja, björgunarsveitarbíllinn hjá sveitinni sem ég er fór með original vélina í kringum 90 þúsund km minnir mig, og var með nýuppgerðum mótor þegar sveitin keypti hann (notaður bíll sem sveitin keypti af annari sveit) og fylgdi með kvittun fyrir viðgerðum uppá að nálgast milljón minnir mig, sá mótor fór í 107 þúsund eða eitthvað nálægt því, er ekki með tölurnar alveg á hreinu en þá var ákveðið að hætta vitleysunni og kaupa nothæfann mótor í bílinn og varð fyrir valinu lq9 með öðrum ás og flækjum og gotterýi, sem hefur reyndar alls ekki verið til friðs. er búinn að fara alltof oft í viðgerð útaf hinu og þessu, alltaf að koma upp mótorljós og hefur bara ekki staðið sig vel í neinu öðru en benzíneyðslu. hefði verið best að setja cummins eða 4.2 lc80 24v mótor í þetta þá væri þetta keyrt að eilífu án trafala ;)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá grimur » 09.nóv 2015, 03:14

Pínu off topic, en lq9 er í grunninn ansi vel heppnað apparat. Hvort aftermarket dót eða gallar við ísetningu hafa valdið veseni í þessu tilfelli kann ég ekki skil á, en tel það nú samt frekar líklegt.
Hef notað Silverado með svona græju svolítið, alveg óbreyttri vél og aflið er ótrúlegt, sérstaklega miðað við eyðslu, sem er eitthvað um 14 lítrar á hundraðið í þessum hlunk, enginn sparakstur þar.

Að sleppa smurkælingu neðan í stimpla á turbodiesel er náttúrulega bara ótrúlegur kjánaskapur.
Hvernig er það, hafa menn eitthvað náð að kíkja inn í þessa gallagripi eða er farið með þetta eins og hernaðarleyndarmál?

Það er stórundarlegt að hafa þetta ekki í lagi. Margir dísilvélaframleiðendur hafa kreist út helling af hestöflum úr litlu rúmtaki án svona vandræða. Þegar vél getur ekki eitthvað á hún bara að fara á tamp í afli, ekki fremja sjálfsmorð eins og þessir.

kv
G

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá svarti sambo » 09.nóv 2015, 09:18

Las einhver staðar að spíssarnir væru aðal vandamálið, við þessar vélar, þegar að ég var að skoða þetta með kunningja mínum. Það þarf að skifta um þá á milli 30-50þús km fresti. Annars koma gataðir stimplar og fl. Það virðist þurfa að skifta um spíssa mjög ört, miðað við það sem Ástralinn sagði.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá Tjakkur » 09.nóv 2015, 12:05

Eru þetta ekki bara of litlar vélar í þetta þunga bíla? -Þess utan er þetta líklega ekki það besta sem smíðað hefur verið.
Til að tosa Patrol hlunk áfram í snjó þarf að standa þetta í rauða botni og oft er búið að auka við olíumagn til þess að kreista fram síðustu hestöflin.
Síðustu hestöflunum fylgir gríðarlega mikil hitamyndun og nýtni vélanna er orðin skelfileg þar sem megnið af eldsneytisbrunanum fer í hita en ekki hestöfl.
Þess utan er oftar en ekki búið að hrúga aukaljósum og spili fyrir framan vatnskassann sem er líklega einnig með olíukæli.

Ef ég ætti svona bíl þá mundi ég fjarlægja allt glingur fyrir framan grill, þmt miðjuna úr stuðaranum og smíða grill með hámarksopnun og loftflæði, til að tryggja sómasamlega kælingu þegar ekið er hægt undir fullu álagi og jafnvel undan vindi. Kaupa nýtt vatnskassalok ef soðið hefur á bílnum, hugsanlega er gormurinn farinn að slappast. Spurning hvort einhver geti miðlað af reynslu af því að hafa gert úrbætur á kælingu.
Gamall vélvirki úr jeppabransanum hefur fært í tal þá hugmynd að setja rafstýrða opnun á húddið að aftanverðu til að auka flæði um vatnskassann og vélarrúm í viðlögum ;)

Eru olíuverkin smurð/kæld með mótórolíu?

Myndin af Patrólnum í þessum þræði og bilanalýsingin finnst mér að falli eins og flís við rass:
viewtopic.php?f=23&t=29986&p=157748#p157748

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá ellisnorra » 09.nóv 2015, 18:21

Mikið andskoti er þetta skýr íslenska hjá þér Karl, eins og einhver sagði á hinum þræðinum. Ég mundi ekki eftir þeim þræði, þetta virðist vera alveg svakalega algengt vandamál með þessar vélar, þe að þær séu alónýtar á allan hátt! Var ekki kominn á snoðir með þessar olíudæluskrúfur sem rústa tímagírnum, voðalega er það klaufalegt. Reyndar er cummins með svipað vandamál (killer dowel pin) en það er mjög auðvelt að laga það.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Icerover
Innlegg: 29
Skráður: 18.apr 2011, 19:03
Fullt nafn: Ásgeir Ingi Óskarsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá Icerover » 09.nóv 2015, 18:34

Ég las einhversstaðar að með variable túrbínunni væri komið boost á svo lágum snúningi og þá væri afgashitinn svo hár að allt grillaðist ef menn væru ekki með þetta á háum snúningi. Þessar aðstæður skapast ekkert síður á þjóðvegaakstri heldur en utanvega.

Ég hef þurft að plana nokkrar pústgreinar í patrol og trooper sem höfðu undið sig, sennilega samspil með egr ógeðinu

Mbk, Geiri

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá Járni » 09.nóv 2015, 19:05

Sumsé, gallagripur.
Land Rover Defender 130 38"


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá Tollinn » 15.des 2015, 22:41

Hvað er svo verðmiðinn á viðgerð ef vèlin hrynur? Með efni og vinnu?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá ellisnorra » 15.des 2015, 23:09

Ég keypti svona bíl um daginn með "ónýta" vél. Búinn að rífa hana og finna meinið, stimplar nr 2 og 3 eru sprungnir og komið gat fremst í forbrunahólfið á nr 3. Hedd er sprungið milli ventla á tveimur stöðum (mig minnir á cyl nr 2 og 3) þar sem glóðakertin eru boruð í enda ekki skrýtið, það er andskotan ekkert bil milli gats og ventils. Því tveir stimplar ónýtir (og hinir eiga vafalaust stutt eftir) og hedd ónýtt. Annað er alveg svoleiðins í toppstandi :) Hef ekki hugmynd um verðmiðann en þetta eru margir margir hundraðþúsundkallar með vinnu.
http://www.jeppafelgur.is/


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá Tollinn » 15.des 2015, 23:42

jà, miðað við verðmun á patrol og cruiser má þetta kosta smá


alexsigv.87
Innlegg: 30
Skráður: 29.sep 2012, 15:39
Fullt nafn: Alexander Sigvaldason
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Selfoss

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Postfrá alexsigv.87 » 16.aug 2016, 21:05

Svo ég veki nú gamlann þráð... þá var ég að skoða bíl með þessa vél, 2000 árg breyttur á 35". Komin 320þ.þús km á boddy en 240þús á vél. semsagt væntanlega hefur verið skipt um vegna sama vandamáls á sínum tíma. Er maður að skoða kaup á vandræðum eða er þetta þess virði að skoða? Er eitthvað sérstakt sem ég ætti að hafa í huga þegar ég skoða þetta nánar?


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur