Hvað um það, Mitsubishi V6 vélin 6G7 er búin að vera til lengi og til í mörgum útfærslum og einnig verið notuð af Chrysler í langan tíma. Í mínum bíl sem er 1998 árgerð af Pajero er 3000 vélin, 24 ventla SOCH sem kallast 6G72. Þessi vél hefur reynst ágætlega en það skal alveg viðurkennt að aflið og sérstaklega togið mætti vera meira. Þannig að það hefur verið pæling lengi að setja eitthvað öflugra í húddið. Það sem maður heyrði oftast var ýmist bara að selja minn bíl og fá Diesel, skipta út bensíni fyrir 2.8 mótorinn eða fara í LS mótor eins og töffaranir gera. Þar sem ég er búinn að leggja ótal vinnustundir í minn bíl og pening þá kom eiginlega ekki til greina að skipta honum út. Eins og einhver sagði á netinu "maður selur ekki vini sína". Það að fara í diselvæðingu eða LS leiðina kostar mikið vesen með rafkerfi, skiptingu og eiginlega allt. Því þá ekki að skoða stærri útgáfu af v6 frá Mitsubishi. Á þessum árum kom pajero einnig með 3500 vél sem ber heitið 6G74, notar nánast sama rafkerfi og skiptingu og er heldur kraftmeiri og togar betur. Þannig er 3000 vélin um 178 hestöfl en 3500 um 192hp. Eyðsla er ekki málið þar sem að þetta er ekki snattari og ég er ekkert endilega að stefna á að vera viku á fjöllum að vetrarlagi.
Eftir mikið googl og pælingar komst ég að eftirfarandi;
- Skiptingin úr 3000 passar beint aftan á 3500
- Rafkerfið er það sama nema að 3500 er með knock sensor en 3000 ekki
- Mótorfestingarnar eru aðeins öðruvísi en lítið mál að mixa það
Þegar kom auglýsing á facebook þar sem verið var að parta 3500 bíl ákvað ég að slá til og keypti mótorinn og fékk skiptinguna með í kaupbæti. Bað um að rafkerfið yrði ekki klippt þar sem mér langaði að nota vélartölvuna úr 3500 bílnum. Því miður var hinsvegar ein greinin klippt og þannig rafkerfið ónýtt. Samkvæmt internetinu á samt tölvan úr 3000 bílnum að ráða við stærri vélina.
Vélin var öll þakin smurolíu og drullu. Greinilegt var að ventlalokspakkningarnar láku sem er algengt í þessum vélum. Ákvað því að skipta um allar pakkningar og skynjara á vélinni en lét rafmagnsdótið á throttle bodyinu eiga sig. Skipti einnig um sveifarás pakkdósir, lét plana headin. Báðar pústgreinarnar voru sprungnar en þær ganga á milli vélanna og ég átti til heilar greinar í gramsinu mínu.
En svo kom sumar og ég frestaði framkvæmdum, satt að segja skorti mig hugrekki í þetta og sá veikleiki að ofhugsa hlutina náði nýjum hæðum. Þannig að vélin stóð tilbúin inni í skúr í eitt og hálft ár.
Í vor byrjaði bíllinn að láta leiðinlega hjá mér, kraftleysi var mikið og skjálfti í hægagangi. Þetta tókst að laga með því að skipta um kerti og kertaþræði en í millitíðinni prófaði ég 44tommu breittan 3000 pajero og kom mér á óvart að hann var eiginlega sprækari en minn sem er á 35 tommu en báðir eru á 5.29 hlutföllum. Það svona sagði mér að vélin í honum væri orðin slöpp og nú væri kominn tími á að láta vaða.
Svo ég tók mér frí eftir hádegi á fimmtudegi og í lok dags var vélin komin upp úr bílnum. Það gekk í raun ótrúlega vel en það hjálpaði að hafa æft sig á 3500 vélinni, þ.e. að ná vél frá skiptingu og vita hvernig rafkerfið og það allt liggur. Eins og sagt er í Ameríkunni "stop while you are winning" þá ákvað ég að láta þetta gott heita þarna um kvöldið.
Föstudagurinn hófst á slípirokka leiðindum. Skar mótorfestingarnar af báðum vélunum, hélt eftir plötunum á 3500 vélinni og sauð svo festingarnar af 3000 mótornum á þær. Mótorfestingarnar á 3500 vélinni eru aðeins voldugri og eru festar aðeins aftar í grindina en á 3000 bílnum. Hinsvegar passa 3000 festingarnar alveg við þar sem maður sker 3500 plötunar. Þ.e. það er hægt að sjóða bara beint 3000 festinguna þar sem maður skar hinar festingarnar af. Þetta náttúrlega vissi ég ekki þannig að ég þurfti fyrst að koma vélinni á réttan stað og máta þetta sama og punkta með vélina í vélasalnum sem var tímafrekt og þröngt.
Það gekk ágætlega að koma vélinni ofan í. Reyndar gekk djöflulega að fá vélina til að falla alveg við skiptinguna en eins og alltaf var það minn eigin klaufaskapur. Hef það sem vinnureglu að setja alltaf bolta sem ég losa aftur í þau göt sem þeir fara. Þetta hafði ég gert við rassinn á vélinni, þar voru tveir boltar efst þar sem skiptingin boltast við sem hindruðu að þetta gengi saman. Þannig að eftir að hafa rykkt vélinni fram og fjarlægt þessa bolta gekk þetta saman furðu fljótt. Eitt af því sem mér kveið óstjórnlega fyrir var að tengja saman vélina við skiptinguna en það eru sex boltar sem festa hjólið með startkransinum við converterinn. Þetta reyndist miklu minna mál en ég hélt, lítil lúga á skiptingunni þar sem maður getur smeygt hendinni inn og snúið converternum og þannig fest fyrsta boltann. Svo bara að snúa vélinni og festa hina fimm.
Í lok föstudags var þá vélin komin í boltuð við skiptinguna en þegar ég ætlaði að fara að losa reimina af stýrisdælunni vildi ekki betur til en að brakketið sem heldur öllu draslinu framan á vélinni brotnaði. Þannig að við þessa gleði ákvað ég að segja þetta gott og pantaði pizzu ofan í fjölskylduna.
Náði nokkrum tímum á laugardeginum sem fóru að mestu í að skipta um stykkið sem brotnaði, gat tekið það af gömlu vélinni og að koma throttle bodyinu á og setja startarann í. Ég var ekki laveg samkvæmur sjálfum mér þennan daginn. Ákvað að nota startarann sem kom af 3.5 vélinni þó svo að hann eigi að vera eins milli véla. Hinsvegar ákvað ég að nota throttle bodyið af 3000 vélinni með þeim rökum að ég treysti því. Var ekkert mál að bolta það við soggreinina en málið vandaðist þegar ég þurfti að tengja pípuna úr pústgreininni við throttle bodyið. Það vantaði nokkra millimetra upp á og svo tókst mér ekki að koma festingunni milli blokkar og TB hægra megin á. Þá pössuðu ekki boltagöt fyrir bensínlagnirnar.
Sunnudagur hófst með því að ég ákvað að skipta út 3000 TB fyrir 3500 TB og þá passaði allt saman mjög vel. Svo voru allar vacum slöngur tengdar og restin af rafkerfinu. Lenti í smá brasi með kick-down barkann þar sem að TB á 3500 vélinni er aðeins lengra svo það var skítmixað með strekkböndum.
Nú var komið "moment of truth" að starta. Fyrsta tilraun, vélin snerist, óreglulegar sprengingar og þá hætti ég. Næsta tilraun: Í gang en vélarljós. Hoppaði út úr bílnum....shit gleymdi að tengja MAF. Í gang og vélarljós slökknaði.
.
Keyrði bílinn út og tók smá hring niður götuna en þá fór að bera á gangtruflunum og hann gekk ekki hægaganginn. Skildi ekkert í þessu. Ákvað að setja húddið á hann svona til að loka vélarsalnum. Þegar ég ætlaði að tengja rúðupissið fann ég ekki gúmmíslönguna við hvalbakinn. Eftir smá leit sá ég að ég hafði óvart tengt rúðupissið inn á throttle bodyið og vacum slangan sem þar átti að tengjast lá í felum ótengd í reiðileysi. Snarlega lagað og þar með fór hann að ganga hægaganginn.
Djöfull var ég ánægður með mig þarna, stærsta aðgerð sem ég hef gert á þessum bíl og alger sigur!!!! Þarna stóð ég fyrir framan bílinn og dáðist af honum.... sé ég þá ekki að það lekur olía undan honum. Skríð undir og olíupannan lekur, djöfulsins svekk! Varð hugsað til Óskars Einfara sem lenti í nákvæmlega því sama en eftir miklu meiri og betri vinnu en það sem ég var búinn að gera. Allavega þá er auðvellt að ná pönnunni undan og á henni var beygla og í beyglunni gat eins og eftir títuprjón. Líklega gerst þegar vélin var rifin úr eða þá þegar ég var að brasa við að koma henni í. Ekki mikið mál, ríf bara pönnuna undan gömlu vélinni en nei hún var aðeins minni. Þannig að ég keypti einhvern epoxy leir í Stillingu og er nú að leita mér að nýrri pönnu. Það ætlar að verða erfið leit því að Hekla getur ekki útvegað þetta frá framleiðenda né neinar af þessum vefverslunum eins og parsouq og ammabamam (eða hvað það heitir).
Búinn að prófa bílinn nokkuð vel (ca 100km) og hann er allur annar í akstri, mikið meira afl og tog upp brekkur... bara hamingja. Þetta jeppabras finnst mér mjög skemmtilegt og maður búinn að læra margt síðan http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753 þetta var skrifað.
Vonandi hefur einhver gaman af þessu. Allavega hef ég mjög gaman af svona pistlum og miklu meira fræðandi að lesa svona hér en á Facebook sem er ákaflega takmarkaður miðill sem erfitt er að finna gamla þræði í.