Síða 1 af 1

Pajero Gen 3 3.2 DID 35" - Þarf hlutföll?

Posted: 23.júl 2021, 16:48
frá maxi
Veit einhver hvort Gen3 Pajero Diesel þurfi hlutföll fyrir 35" dekk? Hefur einhver reynslu af þessari stærð?

Hugmyndin er bíll sem hentar vel til að þvælast um hálendið og miðháendið á. Markmiðið er ekki að fara á stór dekk bara til að fara á stór dekk heldur bara fara á nógu stór dekk. Það fara í hann upphækkunarhringir.

Re: Pajero Gen 3 3.2 DID 35" - Þarf hlutföll?

Posted: 24.júl 2021, 11:38
frá joisnaer
Held að hann ætti að sleppa á orginal hlutföllum. Miðað við hvað 33" breyttir eru fínir á orginal.

Re: Pajero Gen 3 3.2 DID 35" - Þarf hlutföll?

Posted: 25.júl 2021, 02:42
frá grimur
Virkar alveg pottþétt sæmilega á orginal.
Ég myndi veðja á að prófa hann þannig. Ef þér finnst hann latur af stað og linur í efsta gír, þá er málið að lækka hlutföll. Ef mótorinn torkar nóg til að hann sé allt í lagi þá er engin ástæða til að lækka, nema þá helst til að geta skriðið hægar í snjóbrölti. Ef það er alls ekki planið þá er heldur engin ástæða til að fjárfesta í þessu.
Kv
G