Síða 1 af 1
Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 14:00
frá Gunnar
jæja er ekki eitthvað mikið að þegar afturdrifskaptið snýst ekki þegar maður reynir að keyra bílinn, og ekki heldur þegar hann er dreginn?
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 14:39
frá Groddi
Gunnar wrote:jæja er ekki eitthvað mikið að þegar afturdrifskaptið snýst ekki þegar maður reynir að keyra bílinn, og ekki heldur þegar hann er dreginn?
Þú ert ekki með millikassan í hlutlausum :D ?
Hvernig bíll er þetta annars ?
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 14:55
frá Gunnar
nei nei það var allt prufað, 4 háa, lága og bara í afturdrifi, enda ætti þetta að snúast þegar bíllinn er dreginn að minnsta kosti. ætla að opna þetta eitthvað á eftir ef ég hef tíma,, er hræddur um að millikassinn og drifið sé bara bæði farið. það er eina skýringin sem ég finn útúr þessu
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 14:56
frá Gunnar
þetta er wrangler
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 15:27
frá Eiður
er ekki bara að tappa af og sjá hvort það sé svarf í olíuni
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 16:08
frá ivar
Er þetta ekki bara snuðliðurinn í afturlæsingunni?
Hann getur hegðað sér svona.
Myndi byrja á að check hann
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 16:39
frá Groddi
ég á allaveganna til millikassa fyrir þig (:
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 16:39
frá jeepcj7
Ef skaftið snýst ekki þegar hann er dreginn þá er eitthvað brotið í hásingunni öxull/drif mjög algengt í dana 35 er mismunadrifsboltinn fer af stað húsið utan um hann er drasl.
Að ekkert snúist þegar reynt er að keyra þýðir að eitthvað er að í kúplingu/gír/millikassa/.
Keyrir hann á framdrifinu eða bara alls ekki neitt?
Ef þetta er 4 cyl bíll þá er orginal gírkassinn ekki merkilegt fé "AX5" og gæti verið vandamálið.
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 19.mar 2012, 17:22
frá Gunnar
jeepcj7 wrote:Ef skaftið snýst ekki þegar hann er dreginn þá er eitthvað brotið í hásingunni öxull/drif mjög algengt í dana 35 er mismunadrifsboltinn fer af stað húsið utan um hann er drasl.
Að ekkert snúist þegar reynt er að keyra þýðir að eitthvað er að í kúplingu/gír/millikassa/.
Keyrir hann á framdrifinu eða bara alls ekki neitt?
Ef þetta er 4 cyl bíll þá er orginal gírkassinn ekki merkilegt fé "AX5" og gæti verið vandamálið.
það er einmitt málið, hvorki millikassinn né drifið snýr skaptinu þannig að það hlýtur eitthvað að vera að bæði drifi og millikassanum.
þetta er dana 35 hásing, np 231 millikassi og 727 skipting
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 20.mar 2012, 01:00
frá spámaður
það var nú verklega staðið að þessu...bensínið í botni:)
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 20.mar 2012, 08:28
frá Izan
Sælir
Er ekki einhver quatraTrack millikassi í þessum bíl sem er ekki læstur nema af og til? Þar myndi ég halda að eina von millikassans liggi ef einhver er. Prófaðu að taka skaftið undan og setja í drif og lága, þannig ætti kassinn að vera læstur.
Kv Jón Garðar
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 20.mar 2012, 11:36
frá Dodge
No-spin að aftan?
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 20.mar 2012, 12:38
frá Groddi
Izan wrote:Sælir
Er ekki einhver quatraTrack millikassi í þessum bíl sem er ekki læstur nema af og til? Þar myndi ég halda að eina von millikassans liggi ef einhver er. Prófaðu að taka skaftið undan og setja í drif og lága, þannig ætti kassinn að vera læstur.
Kv Jón Garðar
231 er fínn kassi, 2wd, full 4wd og low 4wd
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 20.mar 2012, 13:20
frá Gunnar
jæja, opnaði drifið og það var ekki fallegt að sjá, mismunardrifið og keisingin í henglum og pinion brotið. lokið var fullt af brotnum hjólum og ýmsu gumsi þegar ég tók það af! við þetta hefur allt klossast og millikassin þoldi það ekki og fór í steik líka!
Re: Nú er eitthvað að!
Posted: 20.mar 2012, 13:21
frá Gunnar
Dodge wrote:No-spin að aftan?
nei ólæstur