Síða 1 af 1

Frágangur á toppbogum

Posted: 14.mar 2012, 23:24
frá Einar Kr
Heilir og sælir alvitru menn sem allt eru búnir að reyna og prufa. Ég er í sma´stílista vandamálum sem mig vantar smá aðstoð við. Helsta vandamálið er hvernig menn eru að útfæra fráganginn á rafmagnsleiðslum fyrir búnaðinn á toppbogunum. Þannig er mál með vexti að ég er að vinna á Patrol sem var með Björgunarsveitartoppgrind sem gerði ekkert nema auka vindmótstöðu, valda meiri olíueyðslu og framkalla hávaða. Þannig að hún var látin fjúka (áður en hún fauk sjálf) og nú vantar mig að ganga snyrtilega frá rafmagninu á milli toppboganna sem verða eftir. Aftast er bogi með tveimur vinnuljósum og pælingin að bæta við tveimur í viðbót sem lýsa beint aftur og niður, síðan eru tvö vinnuljós framar á bílnum og svo er leitarkastari, gps sveppur og vhf loftnet. Loftnetið og GPS ið er tekið út bílstjóraeginn, en ljósin farþegameginn. Hafa menn verið að leiða þetta eftir rennunni á toppnum (með þá væntanlega mikilli skítsöfnun, eða setja flatjárn, eða vír á milli boga til að bensla þetta á? Eða er bara málið að fá sér box á toppinn sitthvoru meginn? Væri gaan að heyra frá reyndari mönnum og jafnvel að sjá myndir....

Með fyrirfram þökk
Einar Kr

Re: Frágangur á toppbogum

Posted: 17.mar 2012, 01:08
frá Einar Kr
Enginn?

Re: Frágangur á toppbogum

Posted: 17.mar 2012, 01:27
frá lc80cruiser1
Ég hef smiðað álbrakket fyrir þessi ljós, ég hef síðan lagt þetta í gegnum festinguna á boganum í gegnum þakið. Gerði þetta á bíl sem ég átti kom bara vel út. annars væri gaman að sjá myndir af þessu hjá þér