Síða 1 af 1

Patrol leitar til vinstri

Posted: 06.mar 2012, 22:48
frá frikki
Hver er skýringin á því að jeppinn hjá mér leitar til vinstri.
um leið og ég sleppi takinu á stýrinu snýr hann því til vinsti og er farinn út af.

Hvað er málið.

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 06.mar 2012, 22:51
frá HaffiTopp
Spyndillegur?
Kv. Haffi

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 06.mar 2012, 22:52
frá Hagalín
Loftþrýstingur-Hjólabil að framan dettur mér í hug.

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 06.mar 2012, 23:01
frá frikki
Bíllinn er nylega hjólastilltur,nýlegar hjólalegur,sami loftþrýstingur.búinn að svissa dekkjum að framan.nýlegir styrisendar og stífufóðringar. búinn að liðka upp bremsudælur en samt lætur hann svona.

Er möguleiki að þetta seu spindillegur lætur nann þá svona ?????

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 06.mar 2012, 23:46
frá olei
Ég mundi fullvissa mig um að stýrismaskínan sé rétt miðjustillt áður en lengra er haldið.

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 06.mar 2012, 23:57
frá TF3HTH
Loft í stýristjakki? Föst drifloka?

-haffi

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 16:01
frá frikki
++++

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 17:36
frá Árni Braga
Þú hefur sennilega kosið þessa helvítis ríkisstjórn vinstri he he he

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 17:51
frá sukkaturbo
Sæl veit hvað er að hann er með heimþrá kveðja guðni. Ps í alvöru gæti verið bogin hásingin skoðaðu það vel út við hjólið

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 17:52
frá jeepson
Árni Braga wrote:Þú hefur sennilega kosið þessa helvítis ríkisstjórn vinstri he he he


Einmitt það sem að ég ætlaði að segja :D

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 18:32
frá Sævar Örn
Skoðaðu eins og áður kom fram hvort hann beygi jafn mikið í báðar áttir þ.e. hvort maskína sé rétt stillt á miðju.

Ef svo er finndu út hvað kom út úr hjólastillingunni, sumir sem hjólastilla eru að flýta sér og spá ekkert í Castor hallanum, þ.e. spindilhalla.

Ef hann er ójafn milli framhjólanna þá er eitthvað bogið eða hefur ekki verið sett rétt saman ef búið er að snúa liðhúsum.

Einnig ef skekkjan er mjög lítil er séns á spindillegum.

Hjólhalli og millibil hefur minni áhrif á hvað bíllinn leitar, ef millibil er vitlaust þá rásar bíllinn vissulega, en leitar ekki endilega heldur er stýrið bara skakkt þegar ekið er beint.

mbk. Sævar

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 20:55
frá frikki
sukkaturbo wrote:Sæl veit hvað er að hann er með heimþrá kveðja guðni. Ps í alvöru gæti verið bogin hásingin skoðaðu það vel út við hjólið



Góður gvuðni :))

Eg var búinn að styrkja hásinguna út við hjól en samt maður veit aldrei.
Hann fer aftur í hjólastyllingu í vikunni og maskínan skoðuð í leiðinni.
spindilhallinn er 4gr og er sá sami báðumegin og fínt að keira bílinn.(fyrir utan þetta tog sem kom allt í einu)

Ef þetta lagast ekki er þá ekki málið að ath spindillegurnar held að það sé það eina sem ég hef ekki yfirfarið í þessum bíl.
Topp bíll með rosalega drifgetu.

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 07.mar 2012, 23:57
frá StefánDal
Hvernig er styrkingin út í hjól og hvernig er hún framkvæmd? Spyr því ég veit um dæmi þar sem að hásing bognaði við suðu á styrkingu.

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 11.mar 2012, 21:57
frá frikki
Það eru ca 2 ár síðan ég styrti hásinguna hefur verið allt í lægi

Einhver fleiri hugmyndir

Re: Patrol leitar til vinstri

Posted: 11.mar 2012, 22:07
frá Sævar Örn
eru hjólin liðug ekki stíf í bremsu eða neit svoleiðis