Loftþrýstingur í 37" dekkjum


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá spurs » 29.feb 2012, 22:22

Er með LC80 á 37" Toyo dekkjum og vantar að vita hve mikill loftþrýstingur á að vera í þeim.




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá ivar » 01.mar 2012, 08:09

Ég var með þessi dekk undir mun þyngri bíl, F350.
Þegar ég keypti bílinn voru þau oftast keyrð í 30 psi en ég færði mig alltaf ofar og ofar í stigum. Fann mikinn mun á eyðslu og lipurleika.
Þegar ég hætti að auka við þrýstinginn var ég farinn að keyra í 65psi sem er max á þessum dekkjum.
Gat ekki séð að dekkin væru að slitna neitt óeðlilega við þetta.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá spurs » 01.mar 2012, 09:53

Takk fyrir svarið. Ég mældi loftþrýstinginn í dekkjunum og hann var 34 psi þannig að það ætti að vera í góðu lagi.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Dodge » 01.mar 2012, 12:36

Eru menn ekki alveg í lagi?? os svo eru menn hissa á að þetta sé að hvellspringa undir þungum bílum..

Mikill þrýstingur í svona stórt dekk skapar geðsjúkt álag á dekkin (því stærri flötur sem þrýst er á því meira álag, rétt eins og bremsudælufræðin)

Ég átti RamCharger á 38", tæp 2,5 tonn og var með 20Psi í honum.
Er núna á Wrangler á 38" mudder á 15psi. hann var í ca 25psi þegar ég keypti hann, skoppaði um veginn í minnstu ójöfnum og náði mjög tæpu vegsambandi og var vart keyrandi fyrir vikið.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Freyr » 01.mar 2012, 12:58

"Eru menn ekki alveg í lagi?? os svo eru menn hissa á að þetta sé að hvellspringa undir þungum bílum..

Mikill þrýstingur í svona stórt dekk skapar geðsjúkt álag á dekkin......."


Þú snýrð þessu alveg við. Dekkin eru hönnuð til að bera ákv. þyngd m.v. ákv. þrýsting. M.ö.o. er dekkinu slétt sama þó það séu 65 psi í því og það beri uppi t.d. 1.000 kg (svo lengi sem það er stimplað fyrir 1.000 kg eða meira við 65 psi þrýsting). Ef þú hinsvegar værir með 20-30 psi í dekkinu en létir dekkið bera upp undir það sem framleiðandinn gefur upp sem max burð þá er hætta á ferðum vegna hitamyndunnar sem veikir dekkið, mögulega með þeim afleiðingum að dekkið hvellspringur.

Tökum sem dæmi 38" bíl sem er alla jafna hafður með 25 psi í dekkjunum en eftir snjóakstur nennir eigandinn ekki að fara upp í nema 15 psi. Við að lækka þrýstinginn um þessi 10 psi eykst viðnámið í dekkinu og bíllinn virkar örlítið kraftminni fyrir vikið. Það að öðkumaðurinn finni fyrir minni snerpu þýðir að það vantar kanski 5-10 hp upp á aflið m.v. vanalega. Þessi töpuðu hp fara öll í að mynda varma í dekkjunum. 7,5 hp/1,34 = 5,6 kw. Þetta jafngildir því að vera með rúmlega tvær svona (680W) brauðristar í gangi í hverju dekki:
Image

Kv. Freyr

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá hobo » 01.mar 2012, 13:02

Dodge wrote:Eru menn ekki alveg í lagi?? os svo eru menn hissa á að þetta sé að hvellspringa undir þungum bílum..

Mikill þrýstingur í svona stórt dekk skapar geðsjúkt álag á dekkin (því stærri flötur sem þrýst er á því meira álag, rétt eins og bremsudælufræðin)

Ég átti RamCharger á 38", tæp 2,5 tonn og var með 20Psi í honum.
Er núna á Wrangler á 38" mudder á 15psi. hann var í ca 25psi þegar ég keypti hann, skoppaði um veginn í minnstu ójöfnum og náði mjög tæpu vegsambandi og var vart keyrandi fyrir vikið.


Sé ekkert óeðlilegt að pumpa í dekk 65 pund ef framleiðandinn leyfir það.
Venjuleg reiðhjóladekk er í 60 pundum og vörubíll 90-100 pundum.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Dodge » 01.mar 2012, 15:06

Reiðhjól er kannski 120kg með manni og vörubíladekkin eru með 10falt fleiri strigalög og mikið minni flöt sem þrýstingurinn vinnur á.

Það verður vissulega meiri hitamyndun við lægri þrýsting upp að vissu marki, en á ákveðnu stigi verður
kúlan að mestu farin af dekkinu og snertiflöturinn orðinn lítill, sennilega ca 20 - 25psi og allt yfir því er overkill
sem svo aftur fer að vinna á móti þér á öllum öðrum vígstöðvum þ.e. grip, aksturseiginleikar og ending.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Svenni30 » 01.mar 2012, 15:26

Ég er með 20 - 25psi í 38" á hilux svona að öllu jöfnu
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá ivar » 01.mar 2012, 15:34

Ég hvet þig Dodge til að bera þessar staðhæfingar upp við dekkjaframleiðenda og birta svörin :)

Hámarksþrýstingur sem er skrifaður á dekkið inngrafin er sá þrýstingur sem Á að vera í dekkinu við hámarksburð. Hvernig menn svo minnka loftþrýsting í tengslum við minni burð er síðan eftir hverjum og einum að dæma.

T.d. keyri ég 46" mickey tompson dekkin á 28-30psi enda eru þau gefin upp max 30psi við max 3500lb
37" Toyo dekkin voru í 65psi því þau voru max 65 psi við að mig minnir um 3700lb

Ég átti 37" good year dekk sem skemmdust á því að aka góðan hring í möl á hálendinu í 12psi undir patrol. Þrýstingur upp að hámarks uppgefinni tölu á hverju dekki getur aldrei verið til skaða hvað varðar hvellsprengingar en gæti vissulega haft áhrif á slit og grip. Hinsvegar í tengslum við slit factorinn er örugglega í öllum tilfellum að vera sem næst því sem framleiðandi gefur upp. (sem er jafn mismunandi og dekkin eru mörg)


Það er t.d. mis mikill þrýstingur í C stimpuðu 37" dekki og E stimpluðu 37" dekki enda öðruvísi byggt upp.

Ég get t.d. sagt eftir reynslu með slit, grip og endingu við hækkun á þrýsting í fordinum að ég færi hærra upp en 34psi.
Það er örugglega í lagi og skemmir ekkert að hafa þetta óbreytt en þú færð alltaf bætta eyðslu eftir því sem þrýstingur er meiri og því myndi ég fara upp að því marki sem dekkin eru ekki farin að slitna vitlaust. (sem kemur með trial & error)

Kærsi Spurs, ef ég ætti þessi dekk og þennan bíl myndi ég prófa 45psi. Það var enn mikill finnanlegur munur milli 45 og 65 en ég átti það til að nota 45 til að fá meiri mýkt. Því gæti ég trúað að það myndi henta þetta léttari bíl. (Min var 3,7t í ferðaakstri)

Kv. Ívar


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá ivar » 01.mar 2012, 15:39

Dodge wrote:Eru menn ekki alveg í lagi?? os svo eru menn hissa á að þetta sé að hvellspringa undir þungum bílum..


Svo ég vitni í þetta eru afleiðingar tengdar þessu fyrst og fremst að tvennu meiði.
Menn ýmist að nota dekk ekki gerð fyrir þennan þunga og hitt er að OF LÍTIÐ loft orsakar nudd inn við felgubrún og dekkin rifna þar.

Settu RÉTT loft í dekkin m.v. uppgefna tölu á dekkinu. Getur dregið eitthvað úr ef þú ert ekki að fylla þyndar-ramman en lestu það sem þau eru hönnuð fyrir.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá dabbigj » 01.mar 2012, 16:20

Ég myndi vera með 30/32 þ.e. 30 að framan 32 að aftan.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá HaffiTopp » 01.mar 2012, 16:52

Er með tæplega eins ár gömul dekk 32" og er með 40-42 PSI í þeim. Það er frekar mjúkt á þeim munstrið og bíllinn hegðar sér ekkert öðruvísi en þegar hann var á dekkjaganginum á undan og þar var ég með 36 PSI alla jafna.
Kv. Haffi

PS. Jeppinn hjá mér er sirka 2 tonn.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Dodge » 02.mar 2012, 12:48

Allir jeppakallar sem ég þekki (sem eru margir) hafa þetta svipað og ég án nokkurra vandræða.

Hvað sem tölur á dekki eða blaði varðar þá hafa orðið nokkur dæmi þess að dekk hvellspringi útá vegi,
þá aðallega Parnelli Jones og SS Irok, og í flestum tilfellum sumardekk undir þungum bílum, og ég skal veðja
við ykkur að þeir hafa allir verið grjótpumpaðir í sparakstri og í flestum tilfellum aldrey verið hleipt úr
viðkomandi dekkjum.

Og þó lægra pund valdi aðeins meiri hitamyndun þá má ekki gleyma því að bíldekk eru í kjör aðstæðum
til að kæla sig og gera það vel.
Ég hef alveg keyrt talsverðann spotta á 5 - 10 psi og þreifað á dekkjunum án þess að finna fyrir hita, og einnig á
20 psi á raminum í 200km túr sem ég endaði á að máta hann í 170kmh og þreifa svo á dekkjunum með sama árangri.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Dodge » 02.mar 2012, 15:28

En fyrir þá sem eru fastir í sínum ranghugmyndum og trúa engum nema framleiðandanum þá má finna inn á toyotires.com svokallaða load and inflation töflu.

Svona LC80 er væntanlega ca 2300kg eiginþyngd og 3000kg heildarþyngd, ef við snörum heildarþyngdinni yfir í pund þá fáum við út 6.600lbs, deilt með 4 gerir 1.650lbs. per hjól.

Ef við berum það saman við töfluna þá förum við undir neðsta þrep í henni sem segir 25psi þrýsting.

Single Tire load limits (lbs.) at various cold inflation pressures (PSI)
Inflation pressure------25----30----35----40----45----50----55----60----65----70----75----80
33x13.50R15LT 109Q 1810 2065 2270 (C)
37x14.50R15LT 120Q 2435 2775 3080 (C)
38x14.50R16LT 129Q 2520 2875 3195 3500 3780 4080 (D)
LT295/70R17 128P 2270 2435 2580 2830 3040 3155 3440 3605 3705 3970 (E)
35x12.50R17LT 125Q 1875 2155 2405 2625 2840 3000 3235 3420 3640 (E)
37x13.50R17LT 131Q 2240 2545 2835 3110 3350 3640 3825 4045 4300 (E)

Og eins og glöggir menn taka eftir þá endar taflan fyrir 15" dekkið í 35psi og 65psi fyrir 17" dekk
en í báðum tilfellum fellur umræddur bíll í léttasta flokk.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá ivar » 02.mar 2012, 17:12

Þetta er málefnalegt og gott svar :)

Ég vil meina að fólk sem hefur atvinnu af því að stúdera hvernig dekkin eiga að vera viti meira en 2-3 kallar hafa prófað sig áfram oft á tíðum.

http://toyotires.com/tire-care-safety/load-inflation-tables
Hér er taflan sem þú vitnar í og á síðu 13 er þessi tafla.

User avatar

GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá GeiriLC » 14.mar 2012, 10:04

þið talið þá kasnki lika um að hleypa úr dekkjunu sé að fara undir 20 pund....


það fer eftir því hvernig þú villt slíta dekkjunum ég er á 35" og ég set ekki meira en 15 - 20 pund áveturnar og ekki meira en 25 á sumrin og þegar ég fer utanvegar fer ég beint í 8 pundin og svo á maður að halda áfram að hleypa úr þangað til maður er loftlaus og allir nema þú fastir...


bara svovna smá fróðleiksmoli þá eru vörubíla dekk ekki sambæri leg því þau eru diagonal en ekki radial þeas með þykkt strigalag allanhringinn en radial dekk eru með þinnra striga lag í hliðunum svo þau eru ekki jafn sterk.

ég hef talað mikið um þetta við menn með MARGRA ára reynslu af jeppa mensku og björgunar sveitar starfi þeir segja allir að 25 pund séu algjört max

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá jeepcj7 » 14.mar 2012, 10:09

Vörubíladekk í dag og undanfarna áratugi eru öll radial diagonal dekk er alger undantekning að finna.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá HaffiTopp » 14.mar 2012, 12:20

20-PSI í 35" dekki er að mínu viti og mati allt of lítið. Sama undir hvernig bíl það er. Svo væla menn yfir hækkandi eldsneytisverði og aka svo um með allt of lint í dekkjunum, sem aftur leyðir til aukinnar eldsneyiseyðslu.
Ég var eitt sinn á leið á fjöll, hálendisgæslu á Hveravöllum-Kili eitt sumarið og fór á mínum 35" jeppa. Voru mannaskifti og sá sem ég leysti af fór á mínum til byggða. Ég sagði þeim sem fór á honum aftur til byggða að dæla í hann 25-PSI. Ekkert mál hann taldi sig léttilega ráða við það. Svo kom ég heim nokkrum dögum seinna og fór aftur á fjöll á mínum 35" jeppa. Fannst hann eitthvað kraflausari en vanalega (ekki var hann nú kraftmikill til að byrja með) og á malbiksakstri fann ég bara hvað ég þurfti að hafa vel við á gjöfinni til að hann héldi hraða sem var óvanalegt. Mældi dekkin og það var 23-PSI í þeim öllum. Sá sem ók bílnum ofan af Kili og dældi í þau hefur gert það svo "ofarlega" að það hefur linast í þeim um þessi 2-PSI við að koma ofan af hálendinu (að því gefnu að hann hafi dælt 25-PSI í þau til að byrja með) og þessi 2ja Punda munur var nóg til að ég finndi fyrir því í akstri.
Góðar stundir
Kv. Haffi

User avatar

GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá GeiriLC » 14.mar 2012, 14:49

ég er til í að eiða 2 l meira á hundraðið fyrir það að eiga dekkin í 5 ár frekar en 1 ár ef þú dælir mikið meira en 25 pund i dekkin þá ertu að spæna upp miðjunni á munstrinu og þegar þu ert með linara i dekkinu dreyfist álagið á dekkinu meira yfir á kantana ... góð dæmi saga af þessu eru 46" MT dekk sem voru undir dodge ram hja björgunar sveitinni hérað við vorum að kaupa nýdekk því dekkin voru orðin fuinn og birjuð að leka hefðu örugglega getað dugað í 5 ár í viðbót á munstrinu en útaf framleiðslu galla þurftum við að taka 5ára gömul dekk undan og kaupa ný í þessi dekk var aldrei sett meira en 15 pund

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá HaffiTopp » 14.mar 2012, 15:57

Hvað heldurðu að dekkin hefði enst lengi undir svona þungum bíl með 30PSI í staðinn fyrir 15PSI?
Kv. Haffi

User avatar

GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá GeiriLC » 15.mar 2012, 20:02

eg myndi halda að þau myndi slitna svo hratt í miðjunni að þau myndu ekki lifa mykið lengur en 2-3 ár

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Freyr » 15.mar 2012, 23:17

GeiriLC wrote:ég er til í að eiða 2 l meira á hundraðið fyrir það að eiga dekkin í 5 ár frekar en 1 ár ef þú dælir mikið meira en 25 pund i dekkin þá ertu að spæna upp miðjunni á munstrinu og þegar þu ert með linara i dekkinu dreyfist álagið á dekkinu meira yfir á kantana ... góð dæmi saga af þessu eru 46" MT dekk sem voru undir dodge ram hja björgunar sveitinni hérað við vorum að kaupa nýdekk því dekkin voru orðin fuinn og birjuð að leka hefðu örugglega getað dugað í 5 ár í viðbót á munstrinu en útaf framleiðslu galla þurftum við að taka 5ára gömul dekk undan og kaupa ný í þessi dekk var aldrei sett meira en 15 pund


Ein af ástæðaunum fyrir því að túrista kallarnir eru svo margir á 46" er hvað dekkin endast vel, bæði slit og eins hefur gúmmíið staðið sig vel. 15 psi er einfaldlega of lítið loft í dekkin undir þetta þungum bíl og það hvernig þau eyðilögðust er sennilega bein afleiðing af of litlu lofti (get samt ekki fullyrt neitt þar sem ég hef vissulega ekki séð dekkin).

Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá jeepson » 16.mar 2012, 12:04

Ég hef heyrt að dekkja framleiðendur ábyrgist sín dekk í 5-6 ár. Eftir það eru dekkin talin vera hættuleg. Ég er með 38" GH á 13"breiðum felgum undir patrol Y60 sem er 2.2tonn og keyri með 20psi yfir vetrartíman og 24psi yfir sumarið.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá GeiriLC » 16.mar 2012, 12:54

@freyr

þetta er viðurkendur galli í MT dekkjum að þau byrja að fúna í kverkunum við kubbana svo orsökin var ekki of lítið loft.

@jeepson

það er utaf því að gúmíið byrjar að eyðast hraðar og hættir að vera jafn gott en það er samt alltí lagi að keyra þau eftir þennan tíma því yfir leitt hvell springa þau ekki heldur byrja að leka

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá Freyr » 17.mar 2012, 00:28

GeiriLC wrote:@freyr

þetta er viðurkendur galli í MT dekkjum að þau byrja að fúna í kverkunum við kubbana svo orsökin var ekki of lítið loft.

@jeepson

það er utaf því að gúmíið byrjar að eyðast hraðar og hættir að vera jafn gott en það er samt alltí lagi að keyra þau eftir þennan tíma því yfir leitt hvell springa þau ekki heldur byrja að leka


Þetta í kverkunum á kubbunum er ekki fúi vegna aldurs heldur sprungur sem myndast vegna of lítils lofts. Eftir því sem loftið er minna eykst hreyfingin á belgnum, kubbarnir standa síðan mun stýfari en belgurinn svo þar sem belgurinn mætir kubbunum myndast brot í dekkjunum sem með tímanum myndar sprungur sem fara svo að leka. Það eru tvær leiðir til að koma í veg fyrir/draga úr þessu, auka loftið í dekkjunum og skera duglega í hliðarkubbana.

En nú er ég hættur að munnhöggvast við þig um þessi mál og leyfi þér að fara illa með dekkin í friði fyrir mér. Vonandi sjáumst við svo bara á fjöllum í staðinn fyrir hérna.......

Ferðakveðja, Freyr

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Loftþrýstingur í 37" dekkjum

Postfrá lc80cruiser1 » 17.mar 2012, 01:28

Ég er með 25 pund í 38 tommu dekkjum á malbikinu
Land Cruiser 80 1991


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur