Síða 1 af 1
Of stórir loftpúðar?
Posted: 10.sep 2011, 21:09
frá ivar
Sælir allir.
Þá er verið að loftpúðavæða fordinn (F350 bíll) og ég fékk þessa líka fínu púða í ET.
Hinsvegar er ég að komast á þá skoðun að þeir séu helst til stórir. Mér reiknast til að ég þurfi ekki meira en 20psi til að halda bílnum góðum tómum. Þetta eru sennilega 3,5T púðar og heita 1R11-750 frá good-year.
Mig langaði að spyrja hér inni hvort einhver hafi prófað að nota svona "of-stóra" púða og ef svo er, hvernig kemur það út?
Endilega komið með fróðleik tengda loftpúðum ef þið lumið á honum.
Kv. Ívar
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 10.sep 2011, 21:36
frá Brjótur
sæll ég er með 1600 kg púða í 15 manna 46 tommu Econoline og það eru 50 til 60 psi í þeim og virka flott, ég held að þú fáir ekki rétta virkni með svona lítið loft, birt án ábyrgðar :)
kveðja Helgi
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 10.sep 2011, 21:44
frá Izan
Sæll
Ég er ekki mikill loftpúðamaður og á ekki loftpúðabíl en ég veit um Discó með 1600kg púða allann hringinn, sem er dálítið mikið of stórt fyrir léttann jeppa en eigandinn er stóránægður með það. Málið er að þá kemst hann upp með að nota jeppann á miklu minna lofti í púðum en ella og hann verður mun mýkri. Ætli menn verði ekki að velja rétta dempara með þessu.
Ég, í einhverjum hugleiðingum, minntist á þessa hugmynd við Arctic truck mann sem leyst illa á þetta og sagði að stærri púðar hefðu meiri innri mótstöðu.
Þetta eru bara trúabrögð eins og annað.
Kv Jón Garðar
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 10.sep 2011, 23:25
frá Þorsteinn
ég held að 7 tonn sé allt of mikið í burð. það er hægt að fá aðeins burðarmeiri púða heldur en 1600 kg púðana þeir eru í kringum 2.2 tonn hver púði. ég mundi mæla með þeim ef ég væri að fara í það að loftpúða væða fordinn.
í hvað ertu annars að hugsa þetta? undir camper?
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 11.sep 2011, 00:10
frá jeepcj7
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki prófað það nógu vel en mín skoðun er að betra er að vera með of stóra en of litla púða.
Mér hefur sýnst að td. undir létta bíla ca.2 tonn virki 1300 kg. púðar betur en 800 kg. td.
Ég var með ca. 500 kg. púða undir LC 60 aftan og það var ekki að virka hann var mjög hastur.
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 11.sep 2011, 04:41
frá olei
Loftpúðar eru aldrei hastir, sama hversu stórir þeir eru. Það er spurning um dempara og ennfremur uppsetningu. Púðar fjaðra hinsvegar ekki eins og það er meira háð því hvernig þeir eru skapaðir (lögun á botnum og burðarpófíll) en hversu stórir þeir eru. Hvernig þeim er stillt upp skiptir miklu máli, ef púðarnir eru settir þannig upp að þeir eiga talsvert eftir í samslátt áður en bíllinn lemur á samsláttarpúða getur hann virkað hastur - af því að púðarnir eru sultumjúkir og við ójöfnur tekur ekkert við bílnum nema samsláttarpúðarnir. Púðarnir eru þá að vinna á "línulegu" svæði í stað þess að fara meira saman þar sem burður þeirra vex mjög hratt m.v færslu og tekur við bílnum í ójöfnum. Ef samsláttarpúðarnir taka við áður en púðinn er virkilega farinn að taka á verður fjöðruinun í rugli. Púðar þurfa aðra uppsetningu á dempurum en gormar - séu þeir rétt upp settir- megin reglan er að þeir þurfa dempara sem taka á sundur en ekki saman.
Ef þú átt "hastan" loftpúðabíl - sem er á annað borð með eitthvað fjöðrunarsvið- prófaðu þá að taka demparana undan og keyra grófan malarveg. Eftir þá tilraun skaltu velta því fyrir þér hvort að loftpúðarnir séu hastir - eða hvort að eitthvað annað sé að hrjá græjuna.
Ps: ég hef prófað marga lofpúðabíla sem fjaðra ömurlega - og að mínu mati er þar ekki púðunum um að kenna heldur því að þeir eru vitlaust staðsettir m.v vinnuhæð og/eða að dempararnir henta þeim alls ekki. Það er reyndar ekkert skrítið því að það er slagur að finna heppilega dempara fyrir púða. Það virðist helst vera Koni sem býður upp á heppilegar stillingar - en það verður að þá að vinna í því fyrir hvern bíl fyrir sig til að fá dótið til að virka. Ef vel til tekst er það fyllilega þess virði og opnar nýjar víddir í ferðahraða á óslettu undirlagi.
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 11.sep 2011, 10:50
frá ivar
olei wrote:Loftpúðar eru aldrei hastir, sama hversu stórir þeir eru. Það er spurning um dempara og ennfremur uppsetningu. Púðar fjaðra hinsvegar ekki eins og það er meira háð því hvernig þeir eru skapaðir (lögun á botnum og burðarpófíll) en hversu stórir þeir eru. Hvernig þeim er stillt upp skiptir miklu máli, ef púðarnir eru settir þannig upp að þeir eiga talsvert eftir í samslátt áður en bíllinn lemur á samsláttarpúða getur hann virkað hastur - af því að púðarnir eru sultumjúkir og við ójöfnur tekur ekkert við bílnum nema samsláttarpúðarnir. Púðarnir eru þá að vinna á "línulegu" svæði í stað þess að fara meira saman þar sem burður þeirra vex mjög hratt m.v færslu og tekur við bílnum í ójöfnum. Ef samsláttarpúðarnir taka við áður en púðinn er virkilega farinn að taka á verður fjöðruinun í rugli. Púðar þurfa aðra uppsetningu á dempurum en gormar - séu þeir rétt upp settir- megin reglan er að þeir þurfa dempara sem taka á sundur en ekki saman.
Ef þú átt "hastan" loftpúðabíl - sem er á annað borð með eitthvað fjöðrunarsvið- prófaðu þá að taka demparana undan og keyra grófan malarveg. Eftir þá tilraun skaltu velta því fyrir þér hvort að loftpúðarnir séu hastir - eða hvort að eitthvað annað sé að hrjá græjuna.
Ps: ég hef prófað marga lofpúðabíla sem fjaðra ömurlega - og að mínu mati er þar ekki púðunum um að kenna heldur því að þeir eru vitlaust staðsettir m.v vinnuhæð og/eða að dempararnir henta þeim alls ekki. Það er reyndar ekkert skrítið því að það er slagur að finna heppilega dempara fyrir púða. Það virðist helst vera Koni sem býður upp á heppilegar stillingar - en það verður að þá að vinna í því fyrir hvern bíl fyrir sig til að fá dótið til að virka. Ef vel til tekst er það fyllilega þess virði og opnar nýjar víddir í ferðahraða á óslettu undirlagi.
Sæll. Áhugaverð lesning og takk fyrir góð svör allir.
Þetta er ekki auðvelt mál heyri ég.
Púðarnir sem ég keypti hafa alveg 18cm samslag, þar af eitthvað í samsláttarpúða, í vinnuhæð. Og í raun veit ég ekki alveg með hvaða reikningum ég get fundið út í hvaða hæð púðinn er m.v. hvaða þrýsting. Einnig eru þeir með 38cm slaglengd svo mér leyst voða vel á þetta, en óttast núna að þeir muni einmitt vera að höggva. (akkúrat útaf því að þeir eru að slá í samslátt)

- Mynd af loftpúðanum
Stór ástæða þess að ég keypti ekki þessa hefðbundnu púða var að mér blöskraði verðið á þeim. Á meðan svo til hvaða loftpúði sem mér dettur í hug kostar 20-25þús, kostuðu púðar hjá landvélum ef ég man rétt 45þús. Hinsvegar er þetta ekki eitthvað til að elta ef þetta verður það sem gerir gæfumuninn.
Varðandi dempara þá var ég eðlilega í svipaðri klemmu. Ég sá fyrir mér að kaupa koni, einfaldlega af því ég er leiður á því að gefa öðru séns sem skilar sér aldrei 100% í ánægju. Þar er ég samt í vandræðum með sundur/saman stillingar því ég var kominn á þá pælingu að af því púðinn er allt of stór væri gott að vera með samslagsdempun líka til að hægja á honum. En kannski er það vitleysa?
Varðandi staðsetningu á púða þá er það bara undir miðri grind og yfir miðri hásingu og ég sá fyrir mér að hafa dempara utan við púða (þó ekki alveg ákveðið)
Notkun er 80% dagleg keyrsla með tóman pall innanbæjar og ætti því litlu að skipta hvernig hann hagar sér þar. 15% er bara í ferðalögum og þá með hóflegan slatta af olíu meðferðis, en aldrei að nýta fullan burð. Hin 5% af tímanum er ég að nýta burðin ýmst beint á pallinn eða við að draga eitthvað. (sem kemur þessu kannski lítið við)
Bætir þetta ekki einhverju inn í umræðuna?
:)
Kv. Ívar
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 11.sep 2011, 10:52
frá ivar
Izan wrote:Sæll
Ég er ekki mikill loftpúðamaður og á ekki loftpúðabíl en ég veit um Discó með 1600kg púða allann hringinn, sem er dálítið mikið of stórt fyrir léttann jeppa en eigandinn er stóránægður með það. Málið er að þá kemst hann upp með að nota jeppann á miklu minna lofti í púðum en ella og hann verður mun mýkri. Ætli menn verði ekki að velja rétta dempara með þessu.
Ég, í einhverjum hugleiðingum, minntist á þessa hugmynd við Arctic truck mann sem leyst illa á þetta og sagði að stærri púðar hefðu meiri innri mótstöðu.
Þetta eru bara trúabrögð eins og annað.
Kv Jón Garðar
Veistu í hvaða lofti hann er með púðana?
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 11.sep 2011, 11:26
frá Izan
Sæll
Nei ég veit ekki hvernig hann er keyrður dags daglega né í torfærum, en ég veit að það er mun lægri þrýstingur en aðrir sem nota minni púða þurfa að hafa. Mér hefur líka sýnst hann lyfti bílnum dálítið hátt til að keyra hann á vegum þannig að hann gæti verið svolítið óhóflega mjúkur í venjulegum akstri. Þessi bíll er nánast eingöngu notaður i fjallaakstri.
Kv Jón Garðar
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 12.sep 2011, 18:41
frá olei
Mér líst vel á þessa loftpúða og mundi hiklaust prófa þá í þínum sporum, allavega ef það er er ekki stórmál að koma þeim fyrir. Sýnist þeir þurfa talsvert pláss og það er algjört lykilatriði að EKKERT snerti púðann, aldrei! (þeir verða lygilega sverir þegar þeir eru undir fullu átaki og við mikla misfjöðrun þarf gott pláss kringum þá) Þú verður í slagsmálum að nýta þetta fjöðrunarsvið til fulls og það er ágætt að hafa samsláttarpúpann inni í loftpúðanum (öflugir botnar eru líka plús). Útheimtir reyndar voldugar festingar fyrir púðann en það er varla stórmál. 18 cm í samslag er meira en hægt er að koma fyrir í flestum bílum og er hellingur.
Það er ekkert mál með sundurslagið í Koni, það er stiglaust stillanlegt með því að ýta þeim alveg saman og skrúfa. Það er aftur erfiðara og tímafrekara að fikta með samslagið í þeim því að til þess þarf að taka þá í sundur og fikta í ventlinum í botninum og jafnvel skipta honum út. Líklega verður að finna málamiðlun í dempun - sultumjúk fjöðrun sem er skemmtileg á grófum vegum er yfirleitt of mjúk fyrir snjóakstur og skakstur "utan" vega. Mikil þyngdarbreyting hefur líka sitt að segja, (tómur þarf hann að vera dálítið harður að aftan til að hegða sér þokkalega lestaður) Það er síðan minni þyngdarbreyting á framhjólin.
En talandi um stóra vs litla púða:
Ég á enn eftir að uppgötva þau vísindi að stærri púðar fjaðri eitthvað öðruvísi en minni púðar við hærri loftþrýsting. Sumum loftpúðum fylgir tafla með burðarkúrfum fyrir mismunandi loftþrýsting og þær líta ósköp svipað út. Það sem breytist við hærri þrýsting er bara meiri burður yfir allt fjöðrunarsviðið en það sem skiptir máli, hvernig burður púðans breytis sem fall af hæð - lítur eins út! Enda hagar loft undir 20 psi þrýsting sér eiginlega alveg eins og loft undir 90 psi þrýsting hvað þjöppun snertir.
Ég veit ekki alveg hvernig hægt er að komast að því að það sé of mikið "innra viðnám" í "of stórum" loftpúða. Þegar púðinn er undir þrýstingi er nær ekkert innra viðnám í honum sem telur á móti þeim kröftum sem eru í gangi í fjöðruninni og á þeim hraða sem hún vinnur í Jeppa. Þessi þáttur gæti komið til skoðunnar hjá NASA eða F1 keppnisliði - en í jeppa!? Held ekki.
Þegar menn skipta um púða, fara úr minni í stærri eða öfugt þá verða þeir gjarnan varir við breytingu í fjöðrun sem þeir skrifa á mismunandi púðastærð. En yfirleitt er fleira sem breytist. T.d eru púðar mis langir og því misjafnt hvernig þeir detta inn í festingarnar. Botnarnir í þeim eru líka misjafnlega lagaðir sem gefur misjafna burðarkúrfu. Þannig fá menn kannski öðruvísi burðarkúrfu með nýja púðanum og/eða að þeir eru að vinna á öðru svæði á kúrfunni en þeir sem fyrir voru. (dæmi um þetta er t.d 800 kg firestone með stálbotni vs 1200 kg plastbotna)
PS hvar fékkstu þessa púða og hvað kostuðu þeir?
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 12.sep 2011, 18:54
frá ivar
Sæll.
Mér finnst þetta mjög athugavert svar hjá þér.
Ég kastast á milli þess að fara að skila þessum og kaupa "staðlaða" loftpúða t.d hjá fjaðrabúðinni part, en þar fæst það sem er í öðru sæti sem stendur, eða 1600kg púði með að mig minnir 25cm slaglend. Það sem ég óska mér helst núna er 1600-2000kg púði, með 30-35cm slag. Þá fer þetta að nálgast.
Ég verð neflilega að viðurkenna að sama hvernig ég reikna, finn ég ekki að það eigi að vera munur sem nokkru nemi á stórum og litlum púða (auðvita getur allt gengið í öfga).
Hinsvegar segja allir við mig að þetta sé ekki málið og ég eigi að skila þessum og kaupa það sem allir eru að nota.
Nóg er plássið og nóg er styrkurinn til að takast á við þá.
Púðarnir eru keyptir í ET og kostuðu um 45.000kr parið. Var hægt að fá aðra eitthvað ódýrari, en ég vildi þessa því þeir verða lægri samþjappaðir.
Kannski ég tali við þá og fái að skila þeim með einhverju affölum ef ég kemst að því að þetta gengur alls ekki.
Ég googlaði í 2 mín um daginn og fann ekki þessa kúrvu aftur. Áttu hana til?
Ívar
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 12.sep 2011, 19:36
frá olei
Man ekki eftir því að eiga burðarkúrfu, skal athuga hvort að ég finn eitthvað.
Ég las þráðinn betur og sé að þú ert með F350, þannig að það er nóg pláss. Og, með fullri virðingu fyrir jeppamönnum, þá er það bara þannig í þessum bransa að ýmis "viðtekin sannindi" reynast haldlítil þegar grannt er skoðað. Það þarf ansi viðamikla rannsókn til að finna út hvernig mismunandi púðastærð hegðar sér undir jeppa. Ég þekki engan sem hefur svo mikið sem reynt eitthvað slíkt á vísindalegan hátt. Ég sé ekki hvað er því til fyrirstöðu að prófa þessa stóru púða, eitt gæti þó verið að samsláttarpúðarnir eru trúlega ansi stífir, en það gerir sennilega ekki mikið til ef þú nærð að hafa 18cm í samslátt.
Kannski þú prófir ólestaðan vörubíl eða tóman trailer vagn til að finna hvernig þeir fjaðra. Púðarnir undir þeim eru jú nær loftlausir á móti því þegar þeir eru undir fullu hlassi og eru því "allt of stórir" þegar græjan er ólestuð. Ég hef keyrt eitthvað af vörubílum en satt að segja ekki velt þessu fyrir mér. Minnir að þeir fjaðri þokkalega tómir, allavega miklu betur en fjaðrabílar.
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 12.sep 2011, 19:47
frá ellisnorra
Ótrúlega skemmtileg lesing og fræðin flókin :)
Ef púðastærð skiptir litlu eða engu máli, afhverju er þá hægt að fá loftpúða fyrir svona margar kg-tölur?
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 12.sep 2011, 20:05
frá ivar
elliofur wrote:Ótrúlega skemmtileg lesing og fræðin flókin :)
Ef púðastærð skiptir litlu eða engu máli, afhverju er þá hægt að fá loftpúða fyrir svona margar kg-tölur?
Áhugaverð pæling. Hinsvegar þegar ég var að blaða í catalognum, þá er ekki einusinni gefin upp kg, heldur er þetta spurning um byggingalag, festingar o.fl frekar en akkúrat kg.
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 12.sep 2011, 20:34
frá olei
Hér er Airide design guide frá Firestone, þarna er farið yfir burðarkúrfur og slegið upp jöfnum í lange baner.
http://www.firestoneip.com/site-resourc ... rideDG.pdfÁgætt graf á síðu 25 með skýringum.
Uppgefin kg tala fyrir loftpúða er mesta static vikt sem þeir eru gefnir upp fyrir, oft við 100 psi. Mér sýnist Firestone gefa upp lágmarkþrýsting fyrir sína púða t.d 20 psi - og það er einfaldlega lægsti þrýstingur sem þeir treysta til þess að púðinn haldi sköpulagi sínu.
Hér er síðan lesefnis-yfirlit frá Firestone fyrir þá sem hyggjast næla sér í doktorsgráðu í loftpúðum. :)
http://www.firestoneip.com/literature.aspx
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 13.sep 2011, 00:13
frá Izan
olei wrote:Ég á enn eftir að uppgötva þau vísindi að stærri púðar fjaðri eitthvað öðruvísi en minni púðar við hærri loftþrýsting. Sumum loftpúðum fylgir tafla með burðarkúrfum fyrir mismunandi loftþrýsting og þær líta ósköp svipað út. Það sem breytist við hærri þrýsting er bara meiri burður yfir allt fjöðrunarsviðið en það sem skiptir máli, hvernig burður púðans breytis sem fall af hæð - lítur eins út! Enda hagar loft undir 20 psi þrýsting sér eiginlega alveg eins og loft undir 90 psi þrýsting hvað þjöppun snertir.
Sælir
Stórir glussatjakkar lyfta meiri þyngd en þeir litlu þó að sami þrýstingur standi á kerfinu. Sjáðu til; psi þýðir pounds per squere inch (held að þetta sé rétt skrifað) semsagt pund (sem er þyngdareining), á fertommu (sem er flatarmál) Þetta þýðir í mínum huga að strokkur sem er 10 cm2 lyfir 10x meiri þyngd undir sama þrýstingi og sá sem er 1cm2 og þá þarftu að sama skapi minni þrýsting til að búa til sömu lyftigetu á þeim stærri en þeim minni.
Ég er ekki loftpúðamaður en þetta finnst mér sjálfsagt mál að stór púði þurfi minni þrýstin undir sömu þyngd heldur en lítill púði. Síðan tel ég alveg víst að krafturinn sem þarf til að auka loftþrýsting er ekki línulegur sem þýðir að það þurfi meira afl til að auka þrýsting úr 100psi í 110 psi heldur en úr 20 í 30. Það þýðir að loftpúði með lágum þrýstingi er hreyfanlegri og gefur frekar eftir heldur en sá sem er harðpumpaður, prófaðu bara að keyra grófan malarveg á 30 psi á dekkjunum hjá þér og hleyptu síðan niður í 5psi og athuygaðu hvað gerist. Sama þegar þú stækkar dekkin, þá geturðu lækkað þrýstinginn enn meira og eins ef þú breikkar felgurnar.
Sammála þessu, einhver???
Kv Jón Garðar
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 13.sep 2011, 02:10
frá olei
Það er enginn ágreiningur af minni hálfu við það að undir sama hlassi þarf hærri þrýsting í loftpúða eftir því sem hann er minni. Enda er það alls ekki það sem ég var að reyna að koma á framfæri. Samlíkingin við dekk hentar síðan ekki til samanburðar við loftpúða.
Ef við lítum á loftpúða sem tjakk af einföldustu gerð... og hugsum okkur að ofan á tjakknum sé eitthvað hlass og inni í tjakknum loftþrýstingur sem er nægur til að halda hlassinu kyrru. Síðan grípum við kjörgas jöfnuna og gerum ráð fyrir því að loft sé kjörgas og að hitastig breytist ekki inni í tjakknum meðan á þessari "tilraun" stendur, svona til þess að brjóta nú ekki of mörg lögmál.
Þá er þrýstingurinn inni í tjakknum = krafturinn á stöngina x flatarmál stimpilsins.
Ef við tvöföldum hlassið á tjakkinn þá sígur hann saman og þrýstingurinn í honum eykst þar til nýtt jafnvægi er til staðar. Þá er þrýstingurinn inni í tjakknum orðinn tvöfaldur á miðað það sem áður var.
Fyrrnefnd kjörgasjafna (
http://is.wikipedia.org/wiki/Kj%C3%B6rgas) segir einfaldlega (eftir smá umsnúning) að ef þrýstingurinn í tjakknum hefur tvöfaldast þá hefur rúmmál loftsins helmingast.
Sem þýðir þá að tjakkurinn hefur sigið hálfa leið niður á botn.
Þetta segir t.d. að tveir tjakkar sem eru mis sverir en jafnlangir hegða sér eins séð frá hlassinu. Hvort að þrýstingurinn í þeim var 10 eða 100 psi fyrir þetta tiltekna hlass skiptir ekki máli. Þeir síga báðir jafn mikið við að tvöfalda hlassið. Að þessu leyti fjaðra þeir eins.
Af þessu sést líka af hverju loftpúðar fjaðra ólíkt gormum. Ef við fjórföldum hlassið á fyrrnefndan tjakk þá fjórfaldast þrýstingurinn og hann á eftir 1/4 niður á botn. Áttföldum hlassið og hann á eftir 1/8 o.s. frv.
Vandinn er að það er svolítil einföldun að segja að loft sé kjörgas, en það skiptir litlu í þessu. Það sem skiptir meira máli er að loftpúði er ekki eins í laginu og tjakkur og af því að það tognar á gúmíinu við aukinn þrýsting hefur það áhrif líka. Þetta gefur samt vonandi hugmynd um það af hverju ég á bágt með að trúa því að stórir loftpúðar geti ekki virkað í fjöðrun eins og litlir - innan einhverra marka að sjálfsögðu.
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 13.sep 2011, 10:10
frá birgthor
Með því að bæta við loftkút fyrir hvern loftpúða (þar er auka loftmagn púðans) er verið að mýkja fjöðrunina. Og því ætti það að vera svipuð fræði og að hafa stórann púða.
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 13.sep 2011, 11:52
frá ivar
birgthor wrote:Með því að bæta við loftkút fyrir hvern loftpúða (þar er auka loftmagn púðans) er verið að mýkja fjöðrunina. Og því ætti það að vera svipuð fræði og að hafa stórann púða.
Já, en þá ertu að auka loftrými án þess að vera að auka fjöðrunarrýmd...
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 13.sep 2011, 12:36
frá birgthor
Afhverju ertu ekki að auka fjöðrunarrýmd með því að auka loftrýmið?
Re: Of stórir loftpúðar?
Posted: 13.sep 2011, 16:05
frá ivar
tja, þetta var kannski ekki alveg nógu skýrt hjá mér, biðst afsökunar.
Það sem ég var að hugsa er það er ekki alveg sama hvort að allt rýmið stækkar og minnkar eða bara hluti af því. Ef þú ert með kút við púðann hefur þú meira rými til að þjappa loftinu saman á og þá nærðu meiri færslu á púðann fyrir sömu þrýsti breytingu.