Síða 1 af 1
Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 02.jan 2022, 17:58
frá Sira
Sælir
Mig vantar ráðleggingar varðandi bílamál
Flutti núna í haust í sveitina og þarf núna að keyra í vinnu 50km á dag fram og til baka 5 daga vikunar
hef keyrt á Pajero 2005 V6 bensín en það er ekki að ganga lengur bensín reikningur fyrir Desember var 55. þús kr
hef verið að skoða þetta
En dæmið er þannig að mig vantar eyðslugrannan dísel jeppa eða SUV hann þarf að geta dregið 3000 kg plús ( er að draga stórt hjólhýsi á sumrinn )
Hef verið að skoða MB ML 320 CDI Audi Q7 VW Toureg Pajero Díesel Mig finnst Land Cruseranir of dýrir Verðbilið er 800 þús uppí 2,5 M ca
ef einhver er með ráðleggingar
kveðja
Sigurjón
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 03.jan 2022, 00:38
frá Kiddi
Það getur enginn sagt þér hvað þú átt að kaupa...
Veldu bara það sem þér líst best á en mundu bara að bílar með meiri búnaði kalla á meira viðhald.
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 03.jan 2022, 10:51
frá íbbi
hafandi átt og rekið ansi marga þýska lúxusbíla í gegn um tíðina, þá get ég amk sagt að ef þú ætlar út í bíla eins og ml320cdi eða audi q7 diesel,, þá skalltu vera tilbúinn að punga út töluverðum pening í reksturinn á þeim.
hvað notkunina sem slíka þá finnuru ekki viðkunnanlegri bíla, aflmiklir, þægilegir og almennt smekklegir.
ég sjálfur myndi velja mér eitthvað annað ef ég væri að fara draga mikið, þótt margir af þessum bílum séu með ansi mikla dráttargetu
tuareq er svo að mestu leyti bara sama dæmi og q7, porsche cyanne sömuleiðis allt systurbílar og deila vél og rafbúnaði.
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 04.jan 2022, 20:51
frá Axel Jóhann
Mæli gegn því að kaupa eldri svona Touareq og Q7 þeir eru mjög dýrir í rekstri þô svo þeir eyði minna eldsneyti.
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 11.jan 2022, 22:15
frá StefánDal
Ef þú sérð um viðhald og viðgerðir sjálfur þá er ekkert því til fyrirstöðu að eiga eldri díselbíl gagngert í þetta. Sem myndi þá nýtast í ferðamennsku líka.
Nú og ef þú átt eldri díselbíl þá er alveg þess virði að skoða það að “framleiða” eldsneyti sjálfur. Þeas. safna notaðri matarolíu, sía hana osfv.
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 11.jan 2022, 22:37
frá Baldurraudi
[url]Ég myndi skoða Jeep Grand cherokee wk dísel ef þú finnur þannig bíl. Þeir eru með 3.0l bens vél með nóg sf afli og togi en samt mjög sanngjarn á eyðslu. Notaði þannig bíl til að draga LMC710 hýsi í nokkur ár og hann lék sér að því.[/url]
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 13.jan 2022, 18:58
frá helgierl
Átti Pajero 2007 diesel 3.2. Hann uppfyllir þetta sem þú talar um sýnist mér....
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 22.jan 2022, 02:28
frá íbbi
þó margir vilji ekki heyrast á það minnst..
þá dettur lc120 diesel þarna inn í. eyðslugrannir, fín dráttargeta, efri mörk verðsins sem þú gefur upp dugir fyrir raunverulega góðum slíkum
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 22.jan 2022, 04:13
frá petrolhead
íbbi wrote:hafandi átt og rekið ansi marga þýska lúxusbíla í gegn um tíðina, þá get ég amk sagt að ef þú ætlar út í bíla eins og ml320cdi eða audi q7 diesel,, þá skalltu vera tilbúinn að punga út töluverðum pening í reksturinn á þeim.
hvað notkunina sem slíka þá finnuru ekki viðkunnanlegri bíla, aflmiklir, þægilegir og almennt smekklegir.
Úff hvað ég tengi við þetta, búinn að eiga 2 Mercedes og þetta var akkúrat reynslan... dásamlegt að sitja í þessu og keyra en reksturinn martöð.
mbk
Gæi
Re: Bílamál ráðleggingar ofl
Posted: 23.jan 2022, 00:43
frá Skafti93
Mæli með ford explorer 2013 og yngra eg áhvað að prufa svona bil kemur skemmtilega a óvart V6 lúxus bill og eyða svipað og lc 120 en eru reyndar svoldið dýrir