Síða 1 af 1

Nýja 38"?

Posted: 22.sep 2021, 12:21
frá olafurp
Ég einshvog sennilega svo margir aðrir eru nú komnir í dekkjapælingar fyrir veturinn, ég er með 38" breyttan bíl og þá er það annað hvort að kaupa AT dekkinn dýrum dómum eða super swamperinn enn dýrari dómum. En svo er það að framtíðin virðist liggja í 17" felgunum og alltaf hefur verið að fjölga í þeim hópi en ég rakst á dekk sem vekja áhuga minn á því að færa mig í 17" felgur og það eru BFGoodrich MT km2 40x14,5r17 C load. nesdekk er núna komnir með BFGoodrich og sögðust þeir ekki geta flutt þetta inn fyrir mig en kanski væri það hægt með því að panta einhvern fjölda eða jafnvel að gera þetta sjálfir. hvað seigja menn er þetta ekki dekkjastærð sem vekja áhuga ykkar.

Re: Nýja 38"?

Posted: 24.sep 2021, 18:52
frá Óskar - Einfari
Þetta er nú áhugavert. Þessi BfGoodrich eru tommu breiðari en önnur 40" dekk sem gerir þau jafn breið og 42" goodyear og ekki nema tommu mjórri en þessi klassísku 38" dekk.
Svekkjandi ef engin er að flytja þetta inn því almennt hef ég góða reynslu af BfGoodrich undir jeppa.

Re: Nýja 38"?

Posted: 24.sep 2021, 20:08
frá jongud
Þessi dekk virðast hvergi til í USA
Og jafnvel þó svo væri þá er verðið yfir 850$ STYKKIÐ !!!

Re: Nýja 38"?

Posted: 30.sep 2021, 12:10
frá BaldvinJ
persónulega myndi ég alltaf kaupa at38 dekk enda henta þau snjóakstri margfalt betur en önnur dekk
kv maðurin sem er búinn að prófa 38 swamper, mudder, gamla gh-inn og at dekkin stoðu altaf höfuð og herðar frammyfir

Re: Nýja 38"?

Posted: 03.okt 2021, 12:13
frá Kalli

Re: Nýja 38"?

Posted: 03.okt 2021, 14:48
frá Óskar - Einfari
Við getum búist við því að sjá hækkanir á öllum dekkjum og felgum. Flutningskostnaður hefur ekki hækkað bara um einhverjar prósentur heldur hefur margfaldast :(
Það er klárt mál að framleiðendur, dreifingaraðilar og flutningsaðilar eru að einhverju leyti að misnota sér ástandið vegna heimsfaraldurs.