Síða 1 af 1

Hedd og vefsíður?

Posted: 17.sep 2021, 20:21
frá Lada
Sæl.

Nú treysti ég á mátt Jeppaspjallara, því það er fátt um svör á feisbúkk.
Ég er að leita að nýju heddi á 2005 árg. af Patrol og nenni ekki að kaupa eitthvað sem ég þarf að láta skipta um aftur eftir ár. Ég er búinn að leita um allt internet og veit hreinlega ekki hvað er gott og hvað er vont. Hefur einhver Jeppaspjallari keypt af annarri hvorri þessara síða og er til í að deila upplifun sinni af þeim viðskiptum?

https://www.smsdiesel.ie/
https://www.japanese4x4parts.co.uk/

Ég er líka búinn að finna nokkrar síður í Ástralíu og Nýja Sjálandi, en sendingakostnaður þaðan er svo mikill að það væri ódýrar að kaupa beint af umboðinu. Svo ef einhver veit um góðan stað til að kaupa nýtt hedd í Patrol þá væri ég mikið til í að heyra hvar það er. Hvort sem það er hér heima eða að utan.

Kv.
Ásgeir

Re: Hedd og vefsíður?

Posted: 25.sep 2021, 18:54
frá sakkiboy
ertu búinn að skoða https://partsouq.com/ ?

Re: Hedd og vefsíður?

Posted: 28.sep 2021, 10:34
frá Lada
Já, ég var búinn að skoða það. Þeir eiga helling til í heddið en ekki heddið sjálft.