Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Cons` » 20.júl 2021, 13:18

Góðan daginn!
Mig langaði að forvitnast um mögulega orsök á jeppaveiki í 35" Patrol, 2005 módel.

Skyndilega komin mikil jeppa veiki og varla hægt að keyra á 70-80 km/klst, sem gerir hann nánast óökufæran innanbæjar. "Lagast" þegar ekið er hraðar.

Hann hefur ekki verið svona áður og byrjaði bara "uppúr" þurru. Nýlega búið að taka dekkin að framan undan og setja nýja diska/klossa. Það er það eina sem hefur verið átt við bílinn nýlega. Einnig fyrr á árinu hert uppá hjólalegum báðu megin að framan.

Er á 15" felgum með BFGoodrich 35" dekk undir bílnum. Lítið slitin dekk og líta vel út, ekki viss með aldur.

Spurning að byrja á að ballancera aftur fram dekkin, hvert væri best að fara í það?

Allar hugmyndir og ráðleggingar vel þegnar.



User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá draugsii » 20.júl 2021, 14:37

það getur verið að eitt dekk sé að vírslitna
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


sigurdurhm
Innlegg: 27
Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
Fullt nafn: Sigurður H Magnússon

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá sigurdurhm » 20.júl 2021, 18:29

En hvað með drifsköftin? Ef hjöruliðirnar eru lélegir þá kemur oft titrinngur eða annað tengt drifskaftinu.


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Cons` » 20.júl 2021, 23:20

Er einhver leið til að sjá hvort dekk séu að vírslitna án þess að það sjáist að utanverðu?

Ég kíki á drifsköft, takk.

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá draugsii » 20.júl 2021, 23:37

svo er alveg séns að það hafi losnað balanskubbur á felgu
myndi allavega láta yfirfara dekkinn
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá jongud » 21.júl 2021, 08:39

sigurdurhm wrote:En hvað með drifsköftin? Ef hjöruliðirnar eru lélegir þá kemur oft titrinngur eða annað tengt drifskaftinu.


Það passar ekki við lýsinguna, ég hef aldrei heyrt að það sé hægt að "keyra uppúr" drifskaftstitringi með því að auka hraðann.
En það sakar ekki að athuga sköftin.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá grimur » 22.júl 2021, 02:24

Stýrisendar, þverstífugúmmí, spindillegur. Allt sem hefur áhrif á stöðugleika/stífni fjöðrunar og stýrisgangs, þversum.
Stýrisendar í togstöng og þverstífugúmmí vinna saman að því að halda hjólunum beinum, allir endar sem feila í þessum hring geta valdið jeppaveiki.
Spindillegur liggja meiraðsegja óbeint innan þessa hrings og geta auðveldlega valdið jeppaveiki.
Dekk og sköft eiga að geta hoppað og titrað svolítið án þess að valda alvöru jeppaveiki, ég hef reyndar aldrei haft kjark til að keyra uppúr því ástandi, djöfulgangurinn er einfaldlega of mikill.
Er þetta kannski bara hopp, ekki jeppaveiki?

Kv
G


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Cons` » 22.júl 2021, 18:33

Takk fyrir góð svör! Ég mun fara yfir þennan tjékk lista.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá grimur » 23.júl 2021, 03:55

Alveg sjálfsagt mál, flott hjá þér að leita á þennan vettvang.
Endilega smelltu hérna inn smá klausu þegar það finnst útúr þessu, gott að hafa eitthvað um það sem leysir málin :-)


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Cons` » 09.nóv 2021, 20:00

Búið að skipta um þverstífu með nýjum foðringum og stýris dempara. Hef ekki nægilega góða aðstöðu til að athuga allt hitt. Hvert er best að fara til að láta kíkja á þetta og finna sökudólginn á þessu?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Sævar Örn » 09.nóv 2021, 20:23

Vertu velkominn á næstu skoðunarstöð Frumherja við hristum þetta og reynum að finna þetta með þér
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Cons` » 09.nóv 2021, 20:51

Sævar Örn wrote:Vertu velkominn á næstu skoðunarstöð Frumherja við hristum þetta og reynum að finna þetta með þér


Takk fyrir það, einhver staður betri en annar á höfuðborgarsvæðinu?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Sævar Örn » 09.nóv 2021, 21:02

Hentar best í Hafnarfjörð, Klettagarða eða Hádegismóa.. nefndu mig á nafn, á þessum stöðvum er auðvelt að koma patrol inn og þarna starfa jeppa áhugamenn :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


arnthor
Innlegg: 37
Skráður: 29.okt 2011, 17:55
Fullt nafn: Arnþór Þórðarson

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá arnthor » 13.nóv 2021, 11:10

Ég staldra við orðið "skyndileg". Af eigin reynslu með Toyo Nitto 38 tommu dekkin mín get ég bent á þennan möguleika: ef dekkin hafa verið keyrð við lágan þrýsting;0-2 bör þá hafa þau hugsanlega nuddast saman með tímanum töluvert að innan verðu og það gætu verið komnir einhverjir tugir gramma af lausu gúmmíkurli sem nuddast hefur af hliðum dekkisins að innan verðu. Þetta kurl setjast svo til innan í dekkinu. Og losnar og setjast til annars staðar. Bíllinn getur þá verið góður fyrst eftir ballanseringu en svo getur það gerst, skyndilega, að kurlið losnar og finnur sér nýjan stað innan í dekkinu. Dekkið er þá ekki lengur í jafnvægi. Kv Arnþór


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá grimur » 14.nóv 2021, 04:35

Skarplega athugað, Arnþór.
Passar líka svolítið við það sem ég var að ýja að, alvöru jeppaveiki er ekki bara hopp og titringur...það er nánast stjórnlaust ástand þar sem hlaup í stýrisgangi/þverstífu gengur saman við skekkjur og eftirgjöf í dekkjabúnaði í eigintíðni sem er eiginlega ómögulegt að "keyra uppúr". Maður þarf að hanga á stýrinu svo mikið sem það er hægt og hægja niður úr þessu. Fyrir þeim sem ekki hafa lent í þessu er erfitt að lýsa alveg til fulls, en þeir sem hafa upplifað vita hvað ég er að bulla um.

Kv
G


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Skyndileg jeppaveiki - Patrol 35"

Postfrá Cons` » 19.nóv 2021, 18:27

Takk fyrir öll ráðin. Let balancera aftur og eins og er þá er hann mjög góður. Sjáum hvað það endist lengi. Ef það kemur aftur þá eru dekkin eflaust bara búin.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir