Ásetning af brettaköntum


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Ásetning af brettaköntum

Postfrá Cons` » 02.maí 2021, 21:10

Sæl öll sömul.

Ég er með Nissan Patrol 2005 módel sem er á orginal köntum.

Ég er kominn með 35" kanta sem ég ætla að setja á.

Einhver sem getur gefið smá ráðleggingar hvernig er best að taka kanta af og setja á?

Er eitthvað sérstakt sem þarf að gera til að setja kantana á, hvað er best að nota til að festa þá og eitthvað sérstakt sem þarf að setja inní kantana?

Öll ráð og tillögur vel þegnar!

Fyrirfram þakkir!



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ásetning af brettaköntum

Postfrá jongud » 03.maí 2021, 07:47

Límkítti .
Það vill alltaf ryðga undan boltum og skrúfum, þannig að það er eiginlega best að sleppa þeim.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Ásetning af brettaköntum

Postfrá muggur » 03.maí 2021, 12:44

Ég er í svipuðum pælingum með kanta en er einnig óviss um hvernig best er að bera sig að. Það sem ég hef komist að í gegnum google, jeppaspjallið og F4x4 er nokkurnveginn þetta en myndi gjarnan vilja vera leiðréttur ef ég fer með rangt mál.

Undirvinna er aðal málið. Þrífa allt vel og ef þú ferð í að skera út brettum og slíku þá að loka slíku vel. Annaðhvort að sjóða í götin eða þá að loka með stífu plasti sem m.a. fæst í Málmtækni. Best er þó að sjóða. Svo þarf að grunna með einhverju baneitruðu (epoxy eða álíka) og svo er "málað" með pensilkítti.

Kantarnir eru yfirleitt límdir á nú til dags með einhverju undraefni frá Wurth, bara að spyrja þá í búðinni. Inn í kantana er settur svampur og best að fá svamp með lokuðum bólum, þ.e. dregur ekki í sig vatn. Talað um slíkt efni frá Bílasmiðnum eða jafnvel bara Jogadýnur úr Rúmfatalagernum. Þetta síðan málað með tectyl eða álíka.

Eins og ég tók fram að ofan þá hef ég ekki gert þetta en er á leiðinni að fara að setja stærri kanta á minn bíl og því er þetta innleg meira hugsað til að fá leiðréttingar og virkja sérfræðingana til að leiðbeina okkur nýgræðingunum.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ásetning af brettaköntum

Postfrá jongud » 03.maí 2021, 13:26

Það eru aðallega tvær aðferðir við frágang;
1- frauðdýnur í brettakannta og blanda af plasti og upprunalegum innribrettum þar fyrir innan
2- plast alla leið frá ytri brún brettakannta og alveg inn úr. Plastið jafnvel mótað þannig að það komi algerlega í staðin fyrir innribretti.

Eftir að hafa rætt við marga og ekið bílum með hvort tveggja þá mæli ég með nr.2
Krapi og drulla frýs síður fast við plastið og þetta er einn lokaður flötur alveg frá ytri brún brettakanntanna og innúr.


Höfundur þráðar
Cons`
Innlegg: 23
Skráður: 12.feb 2012, 19:33
Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Ásetning af brettaköntum

Postfrá Cons` » 03.maí 2021, 23:55

Takk fyrir góð ráð, þá er bara að skella sér í Wuth og Bílasmiðinn og sjá hvað þeir segja.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ásetning af brettaköntum

Postfrá Axel Jóhann » 11.maí 2021, 01:17

Mátt gjarnan láta vita hvaða kítti þeir hjá wurth mæla með.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir