Síða 1 af 1

Úrhleyppibúnaður

Posted: 16.apr 2021, 13:32
frá johnnyt
Er must að vera með kút við úrhleypibúnað ? Eða er hægt að láta þrýsting safnast bara upp í slöngunni og þá að pressostatið slökkvi á dælunni ef þarf ?

Re: Úrhleyppibúnaður

Posted: 16.apr 2021, 13:38
frá Óskar - Einfari
nei það er alls ekki must að vera með kút og meira að segja er einhver tölvustýrður búnaður sem er ekki að fíla loftkúta inn á kerfið. Pressustat er hægt að nota jafnt með og án loftkút.

Re: Úrhleyppibúnaður

Posted: 16.apr 2021, 19:59
frá Gisli1992
Það er ekki möst að hafa kút en mín skoðun er allavega sú að það fer allt eftir hvar maður er með dæluna staðsetta eg persónulega vill hafa kút þar sem dælan verður staðsett inní bílnum hjá mer bara svo maður þurfi ekki að heyra hana oft fara í gang en það er ekkert mál að sleppa því að hafa kút og ekkert sem mælir gegn því