Síða 1 af 1

Þrif á tjöru

Posted: 28.feb 2021, 22:07
frá Járni
Kvöldið, lumið þið á ráðum til að losa tjörudrullu af bílum? Það hefur safnast töluvert af grjótharðri tjöru á fólksbílinn, í hurðarföls og fyrir aftan hjól.

Er eitthvað gott efni sem leysir þetta upp, án þess að fletta lakkinu af í leiðinni?

Re: Þrif á tjöru

Posted: 28.feb 2021, 23:22
frá Axel Jóhann
Sonax hardwax hefur virkað vel í þetta

Re: Þrif á tjöru

Posted: 01.mar 2021, 13:40
frá Kiddi
Ég man eftir að hafa keypt einhvern tjöruhreinsi í spreybrúsa hjá Automatic. Man samt ekkert hvernig þetta virkaði.

Re: Þrif á tjöru

Posted: 01.mar 2021, 23:19
frá ElvarBjarki
olís sérblandaður tjöruhreinsir lang besta efnið sem ég hef notað fínt úða leifa vinna aðeins á og úða aftur áður en er háþrýsti þvegið bara nokkrar umferðir

Re: Þrif á tjöru

Posted: 02.mar 2021, 14:23
frá Járni
ElvarBjarki wrote:olís sérblandaður tjöruhreinsir lang besta efnið sem ég hef notað fínt úða leifa vinna aðeins á og úða aftur áður en er háþrýsti þvegið bara nokkrar umferðir


Fæst þessi í 5-20L brúsum eða eingöngu pakkaður til stórnotenda?

Re: Þrif á tjöru

Posted: 02.mar 2021, 19:36
frá hobo
Mæli líka með sérblönduðum olís tjöruhreinsi. Fæst í 1ltr og 5ltr á næstu bensínstöð. Mögulega líka til í 20 ltr og 200ltr tunnum ef bíllinn er mjög klepraður :)

Re: Þrif á tjöru

Posted: 02.mar 2021, 19:41
frá Járni
Æði, takk!

Re: Þrif á tjöru

Posted: 09.mar 2021, 18:55
frá hobo
Ég fór áðan að ná mér í minn skammt af sérblönduðum olís hreinsi.
Nei, uppseldur á Akureyri takk fyrir...
Hvað keyptirðu eiginlega mikið Árni?
Endaði að kaupa N1 tjöruhreinsi og hann er vægast sagt lélegur, leysir síður upp tjöruna og skilur eftir sig þvílíka olíufilmu þegar búið er að skola af.

Re: Þrif á tjöru

Posted: 10.mar 2021, 10:01
frá Járni
Nóg til að fylla bílabaðið =)

Já, þessi frá N1 er ekki góður. Sá sérblandaði virkar klárlega betur og kunnuleg bílaþvottastöðvarlykt af honum. Ég þarf þó að fara fleiri umferðir og plokka eitthvað, agalegar malbikskökur fyrir aftan hjólin.