Síða 1 af 1

Speglar og "blindir punktar"

Posted: 26.júl 2020, 14:56
frá jongud
Ég rakst á svolítið athyglisvert á Youtube.
Það er EKKERT TIL sem heitir "blindur punktur" kringum bíla
Eftir að hafa horft á þetta fór ég út og stillti speglana upp á nýtt. Ég hafði verið að horfa allt of nálægt hliðinni.
https://youtu.be/QIkodlp8HMM
https://youtu.be/41J4UtIvcVg

Re: Speglar og "blindir punktar"

Posted: 28.aug 2020, 08:58
frá aravil
Ég hafði einmitt pirrað mig mikið á litlum og lélegum speglum á bílnum hjá mér, endurstillti skv myndbandinu og þvílíkur munur. Tók reyndar smá stund að venjast en frekar vandræðalegt að hafa verið með vanstillta spegla og kvartað undan lélegu útsýni.

Re: Speglar og "blindir punktar"

Posted: 31.aug 2020, 15:02
frá Járni
Flott mál, prófa þetta. Þeir eru einmitt stilltir þannig að hliðin sést.