Síða 1 af 1

Kaup á Land Cruiser 100

Posted: 19.okt 2018, 00:21
frá Toy
Hvað þarf helst að skoða við kaup á Land Cruiser 100 og hvernig eru þeir að reinast?
Hvað má búast við að vélarnar í þeim endist flestir komnir í 3- 500 þúsund km.
Hvað er helst að bila í þeim? eru þetta eðal vagnar eða gallagripir?


það væri gott og gagnlegt að heira álit ykkar

Kv. Ingvar

Re: Kaup á Land Cruiser 100

Posted: 19.okt 2018, 09:07
frá smaris
Sæll.
Land Cruiser 100 eru frábærir bílar, en þetta eru vissulega orðnir gamlir bílar og því ber að skoða þá með því hugarfari.
Vegna aldursins þarf að skoða vel ryð í þeim og eru afturhlerarnir ansi útsettir fyrir ryði. Eins hafa vasarnir undir afturstuðaranum aftan við afturhjól ryðgað mikið og hef ég skoðað marga gullgallega bíla sem reynast svo með stórum ryðgötum þar. Ef bíllinn er með brettakanta þarf að skoða vel hjólbogana undir þeim.
Kramið í þessum bílum er ansi gott og hafi bíllinn verið í góðu viðhaldi er held ég ekki komið í ljós hversu lengi það endist. En sé bíllinn kominn í 3-500 þúsund kílómetra má alveg búast við óhöppum hafi viðhald ekki verið eins og best verður á kosið. En það segir sig líka að svona mikið ekinn bíll getur þurft margskonar annað viðhald eins og að t.d. startari eða altenator fari að gefa sig.
Sé bíllinn með kæliboxi milli sæta og loftkælingu afturí hafa rörin verið að tærast, aðallega aftan við framhjól og eins mótorarnir til að stilla hæð og fjarlægð á stýrishjólinu. Alla þessa hluti þarf að prófa vel fyrir kaup því þetta eru allt hlutir sem kostar talsvert að laga vilji maður hafa þá í lagi á annað borð.
Í dísel bílunum hefur komið fyrir að olíuverkin hafi gefið sig og það er ekki ódýrt.
Í bensínbílunum eru það pústgreinarnar sem eiga það til að sprynga og er lýsir það sér þannig að hann pústar út á einum sílinder, sérstaklega þegar bíllinn er kaldur. Pústgreinarnar eru dýrar í umboðinu, en fást fyrir ekkert svo mikinn pening úti.
Nánast allir bílarnir hér á landi eru með vökvafjöðrum sem er bara fínasti búnaður, en getur samt verið dýrt að gera við ef bilar.

En eins og ég sagði eru þetta að mínu mati alveg frábærir bílar og þrátt fyrir þessa upptalningu mína hér að ofan tel ég alls enga gallagripi, enda væri upptalningin mikið lengri fyrir marga aðra sambærilega bíla á sama aldri.

Það sem mér finnst vera stæsti gallinn við þá er verðið, sérstaklega á díselbílunum og endaði ég sjálfur á bensínbíl vegna nísku minnar.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Kv. Smári.

Re: Kaup á Land Cruiser 100

Posted: 19.okt 2018, 09:16
frá arntor
Ég vinn á málningarverkstæði og tek undir með smára. Þeir eru ryðsæknir. Toyota ryðvarði ekki á þessum árum. Grindurnar eru líka orðnar mjög ljótar

Re: Kaup á Land Cruiser 100

Posted: 20.okt 2018, 20:18
frá ARG22
Ég á svona bíl diesel 99 árg ekinn 350Þ og er að byrja að breyta honum á 38". Mjög góður bíll og stenst það sem um hann er fjallað þ.e gullhamrarnir eru til komnir af ástæðu og taldir most relayable af síðum eins og honestjohn.co.uk og fleirum.
Bíll sem búið er að keyra til tunglsins og sérstaklega frá höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða vel m.t.t ryðs, bremsurör geta verið orðin ryðguð, afturpartur grindar og hlerarnir virðast ryðga töluvert. Þeir eru þó zinkaðir að einhverju leiti frá verksmiðju. Driflæsingin er drasl og hverfur úr afturhásinguni ef ekki er vel um hana hugsað, teleskopic stýrið stífnar og festist, Framdrifið er veikt original en hefur verið betrumbætt í seinni árgerðum eða eftir 2002 held ég en það fór hjá mér síðasta vetur í smá torfærum(original drif keyrt 350Þ).
TEMS kerfið er blautur draumur og jafnar bílinn í beigjum og við lestun og hægt að stilla mjúkt og hart. Það bilaði hjá mér og getur þurft að pæla og prófa töluvert til þess að fá það í lag en þetta er endingagóður búnaður eingu að síður.
Bremsur í LC yfirleitt skilst mér að sé bara búnaður sem þarf að yfirfara mjög reglulega en það er svo sem gott að gera á öllum bílum.
Vélin er t.d eins og óslitin í mínum bíl malar eins og köttur og kraftar alveg nóg, eyðsla fer eftir akstri en hefur verið 10-15 L eftir aðstæðum hjá mér á 35" dekkjum.

Re: Kaup á Land Cruiser 100

Posted: 28.okt 2018, 17:56
frá Toy
Sælir, ég vil þakka ykkur fyrir þessi góðu og gagnlegu innlegg. en ég er búinn að eiga Hiluxa og 4Runnera í 30 ár og á í dag Hilux og 4Runner Disel
en heddið er farið í 4Runner sem ég hef átt í rúm 18 ár og sennilega ríf ég hann bara? og mig vantar bíl í staðin fyrir hann og er að spá í Land Cruiser 100
Land Cruiser 120 eða Hilux er bara að velta fyrir mér hver af þessum komi best út bili minst og endist leingst einhverjir með skoðun á því?

Kv. Ingvar