Góðan og blessaðan.
Ég veit ekki hvort aðrir hafi velt fyrir sér verðmun á legum hér á landi og í stóra hreppnum fyrir vestan pollinn mikla....trúlega þó, en svo mikið er víst að ég var ekki búinn að því....fyrr en núna.
Ég fékk verð í legur í hásingarnar sem mín aldraða Ram bifreið stendur á, þeas. Dana 60 og Dana 70 og nánar tiltekið pinion og carrier legur í framhásiguna (60) og pinion, carrier og hjólalegur í afturhásinguna (70).
Heildarverð sem ég fékk upp gefið hér heima var 169.300.- enginn afsláttur eða neitt þannig, bara verðmiðinn eins og hann kemur fyrir.
Ef ég tek þetta frá Rockauto, sem eru jú vissulega ódýr netverslun, þá kostar þetta $192.24 + $44.04 í flutning = $236.28 miðað við dollarann á 110kr þá verður þetta 25.990,5kr, segjum 26.000 x 1,25 fyrir vsk eða = 32.488kr svo munurinn er nokkur.
Ég vil líka taka fram að ég er ekki að bera saman rúsínur og banana því í þessu eru eingöngu legur frá Timken og SKF.
Það var auðvitað ekki hægt að stoppa hér svo ég reiknaði aðeins meira mér til gamans.
Minnsti munur var á ytri pinion legu sem kostar ein og sér $25.66 með flutningi eða 2.822,5kr og 3.528kr m vsk en er á um 7000kr keypt hér heima
Mesti munur var hinsvegar á innri hjólalegu í afturhásinguna sem er á $30.04 með flutning eða 3.304kr og 4.130,5kr með vsk en rétt rúmar 20.000kr keypt hér heima eða næstum fimmfalt dýrari.
Dæmi hver fyrir sig en mér finnst myndin vera orðin svolítið skökk á veggnum þegar það er hagkvæmara að flytja þetta inn sjálfur, þó maður tæki bara eina legu í hverri sendingu, en kaupa hér á landi. Sjálfsagt gæti ég fengið einhvern afslátt hér heima, sem er ekki í boði hjá Rockauto en að ég fengi 70% afslátt af dýrustu legunni finnst mér ekki sennilegt.
MBK
Gæi
Hugleiðingar um verðmun
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 343
- Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
- Fullt nafn: Garðar Tryggvason
- Bíltegund: Dodge Ram
Re: Hugleiðingar um verðmun
Þetta er sama sem ég hef lent í, venjulega er ég að borga innan við 1/3 (reyndar töluvert meiri munur i þessu dæmi hjá þér) fyrir vöruna með því að flytja sjálfur inn borið saman við að kaupa hér heima. Ég kaupi vöruna á smásöluverði, þeir í heildsölu (og líklegri til að fá afslátt), ég sendi með flugi en þeir eiga meiri möguleika á að flytja inn með skipi. Allt hefur þetta áhrif á tollverðið svo ég borga hærri vsk við innflutning (þeir þurfa reyndar að borga hærri vsk þegar kemur að sölu vegna miklu hærra verðs).
Ég get alveg skilið að söluaðilar hér á landi þurfa að halda úti lagerhaldi, húsnæði, starfsfólki ofl. og er tilbúinn að borga eitthvað til að hafa þessa þjónustu hérlendis en mér finnst munurinn samt vera heldur mikill!
Ég get alveg skilið að söluaðilar hér á landi þurfa að halda úti lagerhaldi, húsnæði, starfsfólki ofl. og er tilbúinn að borga eitthvað til að hafa þessa þjónustu hérlendis en mér finnst munurinn samt vera heldur mikill!
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: Hugleiðingar um verðmun
ég hef helst rekið mig á að jeppasmiðjan/ljónstaðir hafi verið með ansi samkeppnishæf verð við útlönd. hef svona yfirleitt a.m.k ath með þá áður en ég panta, en ég panta nánast allt sem ég get að utan.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hugleiðingar um verðmun
íbbi wrote:ég hef helst rekið mig á að jeppasmiðjan/ljónstaðir hafi verið með ansi samkeppnishæf verð við útlönd. hef svona yfirleitt a.m.k ath með þá áður en ég panta, en ég panta nánast allt sem ég get að utan.
Sammála.
Fer það á þrjóskunni
Re: Hugleiðingar um verðmun
Þú getur meira seigja altaf fengið 5% afslátt hjá rockauto.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 343
- Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
- Fullt nafn: Garðar Tryggvason
- Bíltegund: Dodge Ram
Re: Hugleiðingar um verðmun
JHG wrote:Ég get alveg skilið að söluaðilar hér á landi þurfa að halda úti lagerhaldi, húsnæði, starfsfólki ofl. og er tilbúinn að borga eitthvað til að hafa þessa þjónustu hérlendis en mér finnst munurinn samt vera heldur mikill!
Þetta tek ég undir, það er voðalega gott að geta verslað hér heima, geta gripið hlutinn þegar mann vantar hann í stað þess að þurfa að bíða í nokkra daga og fyrir þann munað er maður tilbúinn að borga eitthvað "X" mikið...og örugglega er það mis mikið eftir mönnum hvað þetta X má vera mikið.
Eins og Íbbi bendir réttilega á þá eru þeir á Ljónsstöðum oft á pari við þau verð sem maður sér þegar maður pantar sjálfur, þeir eiga t.d. Installa kit með legum í D60 á eitthvað rúm 22þús...ef ég man rétt, og gott svoleiðis kit hjá Rockauto er á ca 140 dollara og liggur þá nærri 20 kalli komið heim svo maður er ekki að elta svoleiðis mismun. Bara legurnar í þetta sett mundu kosta 50þús hér heima og þá vantar pakkdósir stilliskinnur oþh. það er alla vega mitt mat að það ætti að vera ódyrari að kaupa svona sett í stykkja tali en að kaupa sett sem einhver annar er búinn að hafa fyrir að raða saman og pakka inn.
jeep84; ég var búinn steingleyma þessu, en þetta er hárrétt :-)
MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur