Þjónusta eða ekki
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Þjónusta eða ekki
Hvaða reynslu hafa menn af bílaumboðum, þegar kemur að því að þurfa upplýsingar um t.d. herslu á heddboltum, eða annan nauðsynlegan fróðleik. Hjá Toyota hef ég fengið allar upplýsingar um hæl, fyrir ekki neitt. Mér varð á að hingja í Heklu, vantaði uppl, um Skoda, þar er engin þjónusta, bara bent á var megi kaupa þessar upplýsingar á netinu. Kv, kári.
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Þjónusta eða ekki
Ef þetta er svona hjá Heklu þá mun ég ekki hafa áhuga að skipta við þá.
Re: Þjónusta eða ekki
Hef einu sinni verið neitað um viðgerðarupplýsingar frá umboði þar vantaði mig tímamerkjaupplýsingar í Wolksvagen. Hef ekki fengið mér bíl frá því umboði síðan enda þótti mér þessi þjónusta fyrir neðan allar gangstéttarhellur. Það er mismunandi hugsunarháttur hjá umboðum sum bjóða góða þjónustu (td Toyota) en önnur vilja helst selja sem mest af varahlutum og þjónustu og gefa lítið upp. Man þegar tímareimin fór í Transporter hjá mér hringdi íg í Heklu og spurði hvort þeir ættu ventla í vélina. Svarið sem ég fékk var að þeir lægju ekki með svoleiðis því þetta færi aldrei farið í þessum bílum.
Ég hváði því ég vissi af mörgum svoleiðis bílum sem höfðu lent í þessu. Þeir svöruðu því til að þetta kæmi ekki fyrir á bílum sem þeir þjónustuðu. (það vildi svo skemmtilega til að ég hafði keypt bílinn af fyrirtæki sem hafði keypt alla þjónustu frá þeim og allt skráð í bók sem fylgdi bílnum) Ég benti þeim á það að bíllinn væri nýlega kominn úr þjónustu frá þeim og spurði þá hvort það væri ábyrgð á þeirra þjónustu. Nei nei það fylgdi því engin ábyrgð.
Ég hringdi svo í kistufell og spurði um ventla þeir svoruðu því til að það hefði ger svo mikið hret vikuna áður að allir ventlar hefðu selst upp en von fljótlega á næstu sendingu. Góð þjónusta hefur skilað sér í hærra endursöluverði og hefur líka aukið sölu á nýjum bílum hjá þeim umboðum sem þjónusta vel.
Ég hváði því ég vissi af mörgum svoleiðis bílum sem höfðu lent í þessu. Þeir svöruðu því til að þetta kæmi ekki fyrir á bílum sem þeir þjónustuðu. (það vildi svo skemmtilega til að ég hafði keypt bílinn af fyrirtæki sem hafði keypt alla þjónustu frá þeim og allt skráð í bók sem fylgdi bílnum) Ég benti þeim á það að bíllinn væri nýlega kominn úr þjónustu frá þeim og spurði þá hvort það væri ábyrgð á þeirra þjónustu. Nei nei það fylgdi því engin ábyrgð.
Ég hringdi svo í kistufell og spurði um ventla þeir svoruðu því til að það hefði ger svo mikið hret vikuna áður að allir ventlar hefðu selst upp en von fljótlega á næstu sendingu. Góð þjónusta hefur skilað sér í hærra endursöluverði og hefur líka aukið sölu á nýjum bílum hjá þeim umboðum sem þjónusta vel.
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Þjónusta eða ekki
Suzuki hafa nokkrum sinnum skannað fyrir mig úr viðgerðabókum og gefið persónulega ráðgjöf í viðgerðum án endurgjalds, topp menn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Þjónusta eða ekki
Aldrei lent í vandræðum með BL og toyota. Hef alltaf getað fengið þær upplýsingar sem mig hefur vantað á tölvutæku formi.
Topp þjónusta þar.
Topp þjónusta þar.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 304
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Þjónusta eða ekki
Keypti allar vélarpakkningar af BL og þegar ef bað um herslutölurnar fékk ef það svað að það kostaði 1000kr blaðsíðan, ég hváði "þakkaði" fyrir og fór á netið fann workshop manual um vélina og þurfti 11 blaðsíður úr þeirri bók (=11þ.kr hjá BL). Hringdi svo í yfirmann varahlutardeildar og sagði farir mínar ekki sléttar við fyrirtækið og lýsti hvað hefði gengið á og spurði hann um leið hvort hann vissi ekki að internetið væri ekki til? Ég fékk svosem afsökunarbeiðni og tilboð um vinnu en mér fannst þetta ekki góð þjónusta og reyni eftir því sem ég get að versla á netinu.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Þjónusta eða ekki
Ég á Benz 320E og í honum klárði miðstöðvarmótorinn kolin sín. Ég hringdi í Öskju og fékk samband við mann á verkstæði til skrafs og ráðagerðar. Hann sagði mér að þetta væri dagsvinna, fyrir vanan mann, að skipta um miðstöðvarmótor í þessum bíl. Að það þyrfti að rífa hálft mælaborðið úr bílnum og að þetta væri fyrir miðju mælaborði staðsett. Ég grínaðist með að sennilega væri þá einfaldara að taka sjálfskiptinguna undan og gera gat í gólfið og hann samsinnti því með smá hlátri okkar beggja. Eftir að hafa athugað verðið á vatnskassa síðastliðið sumar í Öskju og keypt hann síðan nýjan af innflutningsfyrirtæki út í bæ á fjórðung af Öskju verði, þá fer ég beint á ebay og kaupi miðstöðvarmótor á $109.3. Hingað kemur hann 6 dögum seinna og heildar kostnaðurinn er uþb 19 þúsund krónur með öllum gjöldum.
Ég kíki svo á sjálfshjálparvideo á netinu, hvaða leið sé best að komast að þessu og sé að þetta er að öllum líkindum lítið flóknara að skipta um dekk! Græja þetta svo sjálfur á uþb 45 mín að því meðtöldu að skipta um plögg á mótornum, ganga vel frá því með lóðningum og þessháttar, þar sem þetta var greinilega bara svona næstumþví réttur mótor (þó hann hafi átt að passa samkvæmt honum ebay sjálfum). Allt komið saman og farið að virka.
Til að skemmta sjálfum mér, þá hringdi ég uppí Öskju til að athuga hvað svona mótor kosti. Jú, original BEHR, sá sami og ég hafði keypt á ebay, kostaði þar 92 þúsund krónur takk fyrir.
Að sjálfsögðu hélt ég sölumanninum ræðuna um fáránleika þessa verðs, að ég hefði keypt þetta á 19 þúsund með miklu dýrari flutningi en þeir ásamt öllum gjöldum og ef þeir ætluðu að halda áfram í íslenskum viðskiptum þá þyrftu þeir VERULEGA að hugsa sinn gang í verðlagningu.
Vatnskassinn sem ég keypti síðastliðið sumar kostaði 111þúsund í Öskju en ég fékk hann á 35þúsund hjá fyrirtæki í Kópavogi sem ég man ekki hvað heitir. Original, BEHR.
Askja er semsé ekki í uppáhaldi hjá mér eftir kolvitlausar ráðleggingar og sturlað okur í varahlutum.
Ég kíki svo á sjálfshjálparvideo á netinu, hvaða leið sé best að komast að þessu og sé að þetta er að öllum líkindum lítið flóknara að skipta um dekk! Græja þetta svo sjálfur á uþb 45 mín að því meðtöldu að skipta um plögg á mótornum, ganga vel frá því með lóðningum og þessháttar, þar sem þetta var greinilega bara svona næstumþví réttur mótor (þó hann hafi átt að passa samkvæmt honum ebay sjálfum). Allt komið saman og farið að virka.
Til að skemmta sjálfum mér, þá hringdi ég uppí Öskju til að athuga hvað svona mótor kosti. Jú, original BEHR, sá sami og ég hafði keypt á ebay, kostaði þar 92 þúsund krónur takk fyrir.
Að sjálfsögðu hélt ég sölumanninum ræðuna um fáránleika þessa verðs, að ég hefði keypt þetta á 19 þúsund með miklu dýrari flutningi en þeir ásamt öllum gjöldum og ef þeir ætluðu að halda áfram í íslenskum viðskiptum þá þyrftu þeir VERULEGA að hugsa sinn gang í verðlagningu.
Vatnskassinn sem ég keypti síðastliðið sumar kostaði 111þúsund í Öskju en ég fékk hann á 35þúsund hjá fyrirtæki í Kópavogi sem ég man ekki hvað heitir. Original, BEHR.
Askja er semsé ekki í uppáhaldi hjá mér eftir kolvitlausar ráðleggingar og sturlað okur í varahlutum.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Þjónusta eða ekki
Ég sem hélt að það væri svo auðvelt að draga lærdóm af velgengni Toyota á Íslandi. Eitthvað hefur verið gert rétt á þeim bæ s.l áratugi ef marka má sölutölurnar. En fyrir marga virðist þetta enn mjög snúið að góð þjónusta og velgengni fari saman.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur