Terracan að ofhittna
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 02.maí 2016, 12:33
- Fullt nafn: Guðmundur Kári svansson
- Bíltegund: Terracan
Terracan að ofhittna
Er með terracan 35 breyttur og er að lenda í því að hann er að ofhittna þegar ég er búinn að keyra hann í langkeyrslu í smá tíma er ný búinn að plana heddið það er nýr vaskassi ný viftukúpling og vasdæla hefur einhver lent í þessu eða veit hvað er að?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Terracan að ofhittna
Var skipt um vatnslásinn?
-
- Innlegg: 17
- Skráður: 16.des 2011, 20:20
- Fullt nafn: Jón Kristinn Sigurðsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Terracan að ofhittna
Hvar keyptir þú heddpakkninguna
Re: Terracan að ofhittna
Er nýi vatnskassinn original, eða eftirmarkaðs, var skipt um element?
Hvers vegna var skipt um kassann, var það vegna hitavandamála eða annars?
Ástæðan fyrir því að ég spyr er að mér sýnist að stundum gerist það að original vatnskassar eru orðnir stíflaðir eða óhreinir og farnir að kæla illa með tilheyrandi hitavandamálum. Þá er fenginn ódýr eftirmarkaðs kassi, eða skipt um element, en ekkert breytist. Hitavandamálið er áfram til staðar og menn telja að kassinn geti ekki verið vandamálið og fara að leita að öðrum orsökum. Hér skiptir máli að í mörgum bílum eru ansi vönduð element sem kæla mun betur en þau sem eru almennt í ódýrum eftirmarkaðs vatnskössum, eða þau sem sett eru í kassana ef bara er skipt um elementið.
Hvers vegna var skipt um kassann, var það vegna hitavandamála eða annars?
Ástæðan fyrir því að ég spyr er að mér sýnist að stundum gerist það að original vatnskassar eru orðnir stíflaðir eða óhreinir og farnir að kæla illa með tilheyrandi hitavandamálum. Þá er fenginn ódýr eftirmarkaðs kassi, eða skipt um element, en ekkert breytist. Hitavandamálið er áfram til staðar og menn telja að kassinn geti ekki verið vandamálið og fara að leita að öðrum orsökum. Hér skiptir máli að í mörgum bílum eru ansi vönduð element sem kæla mun betur en þau sem eru almennt í ódýrum eftirmarkaðs vatnskössum, eða þau sem sett eru í kassana ef bara er skipt um elementið.
Re: Terracan að ofhittna
Er bíllinn boddíhækkaður?
-Ef svo er, -er rifa meðfram vatnskassa og boddýs? Er stokkurinn utan um viftuspaðann heill og í réttri afstöðu?
Er búið að loka fyrir hluta af grillinu með ljósum, spili eða númeraplötu?
Hefur þú prófað nýjan vatnslás og nýtt vatnskassalok? -Ef gormurinn í lokinu er farinn að slappast þá nær kerfið ekki fullum þrýsting og suðumark kælivökvans lækkar. Getur valdið loftbólumyndun í heitasta hluta vélarinnar og lélegri kæligetu.
-Ef svo er, -er rifa meðfram vatnskassa og boddýs? Er stokkurinn utan um viftuspaðann heill og í réttri afstöðu?
Er búið að loka fyrir hluta af grillinu með ljósum, spili eða númeraplötu?
Hefur þú prófað nýjan vatnslás og nýtt vatnskassalok? -Ef gormurinn í lokinu er farinn að slappast þá nær kerfið ekki fullum þrýsting og suðumark kælivökvans lækkar. Getur valdið loftbólumyndun í heitasta hluta vélarinnar og lélegri kæligetu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur