Verkstæði?


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Verkstæði?

Postfrá kjartanbj » 02.apr 2015, 21:23

Mig vantar eithvað verkstæði sem gæti tekið að sér að yfirfara jeppann minn, það er svona ýmislegt sem þarf að gera
spurning hvort einhver hér mæli með einhverjum

það sem þarf að gera er að yfirfara bílinn bara fyrir skoðun , ásamt að gera klárt fyrir 44" breytingaskoðun
líklega bara hraðamælabreytir og svona smáatriði sem þarf, er fullbreyttur annars á 44" en hefur bara 38" skoðun


Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Verkstæði?

Postfrá jongud » 03.apr 2015, 09:52

Þú gætir farið með hann í ástandsskoðun hjá Arctic Trucks, kostar tæp 13 þús. fyrir 38-tommu bíla og stærri.


haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: Verkstæði?

Postfrá haflidason » 03.apr 2015, 10:59

Gk. viðgerðir í mosó, sérstaklega ef þú ert að tala um Ford ;)


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Verkstæði?

Postfrá kjartanbj » 03.apr 2015, 12:11

Jamm er að tala um Ford, tala kannski við þá eftir páska, hef engan tíma í að gera nokkurn skapaðan hlut í bílnum sjálfur alltof mikið að gera í vinnu
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Verkstæði?

Postfrá Óttar » 03.apr 2015, 12:31

jongud wrote:Þú gætir farið með hann í ástandsskoðun hjá Arctic Trucks, kostar tæp 13 þús. fyrir 38-tommu bíla og stærri.



Ég var einu sinni sendur með minn bíl til þeirra þar sem ég var að setja hann uppí hjá umboði og sá sem skoðaði bílinn gerði strax ráð fyrir því að ég væri hálviti sem vissi ekkert um bíla og hvað gæti gert nokkurn skapaðan hlut sjálfur....þangað fer ég ekki aftur

Ég mæli með GK


demi
Innlegg: 46
Skráður: 12.okt 2011, 11:18
Fullt nafn: Hermann Jóhannesson

Re: Verkstæði?

Postfrá demi » 03.apr 2015, 16:04

Ég fór með Izusu D-Max til AT í ástandsskoðun og var ekki sett út á neitt.

3 mánuðum seinna og u.þ.b. 3.500 KM síðar þá fór sami bíll í ástandsskoðun hjá AT.

Þá var gert athugasemd við leka hjá heddi, mikið slag í krossum, ryðbletti og annað smálegt.

Skrýtið.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur