Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Sælir, ég er að velta fyrir mér hvort þessi hefði ekki átt að verða fornbíll um áramótin þar sem að miðað við skráningardag þá var 2014 var 25 árið sem hann var á götunni. Þrátt fyrir það fékk ég rukkun fyrir bifreiðagjöldum núna fyrir 2015.
Hvað segið þið um þetta?
Hvað segið þið um þetta?
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Jú en ég held þú þurfir að láta breyta skráningunni yfir í ökutækisflokkinn fornbifreið. Það gerist held ég ekki sjálfkrafa.
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Sælir.
Það er 26 árið sem hann verður fornbíll. Eftir að full 25 ár hafa liðið. Þá væri rétt að byðja um að bíllinn verði skráður fornbíll.
Það er 26 árið sem hann verður fornbíll. Eftir að full 25 ár hafa liðið. Þá væri rétt að byðja um að bíllinn verði skráður fornbíll.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
það eru komin 25 ár, hann var skráður í byrjun árs '90 svo það ár telst með
Ég myndi hafa samband við samgöngustofu og spyrjast fyrir
Ég myndi hafa samband við samgöngustofu og spyrjast fyrir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 299
- Skráður: 23.apr 2010, 19:40
- Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
- Bíltegund: 4runner Dísel
- Staðsetning: Vogum
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
þú þarft að sækja um það hjá frumherja eða umferðarstofu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Takk fyrir þetta, ég vissi að það þyrfti að sækja um að bíllinn yrði skráður sem fornbíll en ég hélt að bifreiðargjöldin féllu sjálfkrafa niður við aldur.
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Bifreiðagjöldin eiga að falla sjálf niður, ég myndi bjalla í Samgöngustofu og láta tékka þetta. Skráning á fornbíl er bara uppá tryggingarnar að gera.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Það er talið frá árgerð þessi er 91 árg
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Nei, skráningardegi, bara tala við samgöngustofu og díla svo við tryggingar
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Fornbifreið er bifreið sem uppfyllir það skilyrði að vera 25 ára og eldri, ekki ætluð til almennrar notkunar og að teljast vera safngripur skv. yfirlýsingu umsækjanda. Fornbifreiðir er hægt að skrá sérstaklega og er sótt um skráninguna á eyðublaði
Ríkisskattstjóri fellir niður bifreiðagjöld þegar ökutæki eru 25 ára og eldri í upphafi gjaldaárs. Ríkisskattstjóri horfir ekki á dagsetningu fyrsta skráningadags heldur miðar niðurfellinguna við fyrsta skráningaár.
Það þýðir að ökutæki með fyrsta skráningadag 1989 fá niðurfellingu í fyrsta sinn 2014.
1990 fá niðurfellingu í fyrsta sinn árið 2015 osfv.
Samgöngustofa hefur ákveðið að hafa sama hátt á fyrirkomulaginu hjá sér.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Síðan hvenar eru þessar upplýsingar, þegar ég skráði mótorhjólið sem fornhjól, var farið eftir skráningardegi, ekki ári, það var 2012
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Þessi fræðslupistill eru frá samgöngustofu komnar til skoðunarmanna og skráningarmanna núna í janúar 2015
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 33
- Skráður: 10.jan 2012, 22:57
- Fullt nafn: Kristinn Sigurþórsson
- Bíltegund: Lc 80
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Miðað við það sem Sævar vitnar í þá liggur þetta ljóst fyrir þ.e bíllinn er fornbíll. Hinsvegar er þessi skráningar dagur bara dagsetning sem var notuð í den þegar fyrsti skráningardagur lá ekki fyrir. Þessi bíll er sagður nýskráður 01.01.1990 sem getur enganveginn staðist þar sem hann er líka sagður framleiddur 1990.
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Svo fremi að bíleigandi telji hann safngrip, þetta er allt voðalega lauslega orðað, hringdu í Samgöngustofu strax og talaðu við einhvern sem sér um skráningu ökutækja t.d. Kristófer, þá færðu svör strax frá þeim sem hafa eitthvað um málið að segja
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
það kostar 500kall að skrá bílinn sem fornbíl eða kostaði það í fyrra kv Heiðar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Þetta er svarið sem ég fékkk.
Skv. lögum um bifreiðagjald verður hægt að skrá ökutækið þitt fornbifreið á næsti ári, árgerðin er skráð 1991.
Úr lögum um bifreiðagjald:
„Bifreiðir sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs, talið frá og með árgerðarári þeirra.“
Með kveðju,
Siggerður Þorvaldsdóttir
Deildarstjóri Ökutækjaskráninga
Samkvæmt þessu er þetta vonlaust fyr en að ári, er samt ekki sáttur :(
Skv. lögum um bifreiðagjald verður hægt að skrá ökutækið þitt fornbifreið á næsti ári, árgerðin er skráð 1991.
Úr lögum um bifreiðagjald:
„Bifreiðir sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs, talið frá og með árgerðarári þeirra.“
Með kveðju,
Siggerður Þorvaldsdóttir
Deildarstjóri Ökutækjaskráninga
Samkvæmt þessu er þetta vonlaust fyr en að ári, er samt ekki sáttur :(
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Það er skrítið, hann er skráður í jan 90 og er því orðinn 25 ára...
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Ég hef heyrt af vandræðum og undanþáguveseni til að fá sanna fornbíla, t.d. ameríska uppgerða bíla skráða sem fornbíla vegna skráningardagsins, þetta er klárlega eitthvað misræmi sem þarf að kafa dýpra í!
Hringdu í Samgöngustofu og talaðu við Kristófer sjáðu hvort hann hafi það sama um málið að segja
Hringdu í Samgöngustofu og talaðu við Kristófer sjáðu hvort hann hafi það sama um málið að segja
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 33
- Skráður: 10.jan 2012, 22:57
- Fullt nafn: Kristinn Sigurþórsson
- Bíltegund: Lc 80
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
Þetta er auðvitað bara bull sem Siggerður segir. Hvað á þá gera á næstu árum þegar bílar sem ekki hafa árgerðir skráðar heldur bara fyrsta skráningardag fara að verða 25 ára?
Re: Ætti þessi ekki að vera orðinn Fornbíll?
VIN númerið tekur af allan vafa um að þetta er 91 árgerð og þá líklega ekki verið kominn af færibandinu 1. janúar 1990. Hinsvegar er skráningardagur trúlega vitlaust bókfærður í kerfinu, líklega er hann óþekktur að öðru leiti en að árið var 1990 svo að dagsetningin hefur verið sett á 1. janúar.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur