högg við hraðar gírskiptingar

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá raggos » 07.jan 2015, 21:28

Ég er að reyna að greina ástæðu bankhljóða í LC90 bílnum mínum og langar að athuga hvort e-r snillingar hér geti aðstoðað.

Síðan ég keypti hann hefur verið smá bank sem kemur þegar ég skipti harkalega um gír og þá sérstaklega 1->2 og 2->3. Hljóðið virðist koma að framanverðu og var ég með hann á toyota verkstæði nýlega til að reyna að finna út úr hvað þetta gæti verið og þeir vildu meina að það væri e-ð slag í afturdrifinu og ég þyrfti líklega að skipta um kamb og pinjón. Ég er ekki allveg viss um þessa greiningu því höggin koma einungis við gírskiptingar og það koma engin högg þegar ég sleppi gjöfinni í gír og stíg hratt aftur eða við átök í snjó. Einnig heyrist ekkert ef ég kúpla bara varlega og leyfi vélinni að falla aðeins í snúning áður en ég sleppi kúplingunni allveg.
Þess skal getið að þetta eru ekki mótorpúðar né gírkassinn (nýupptekinn eftir að inntaksöxull braut nokkrar tennur í sumar, mögulega útaf bankinu) og afturskaftið er í lagi. Þegar gírkassin var tekinn upp fundum við ekki slag í millikassa. Einnig lofttæmdum við kúplingsþrælinn til að reyna að leysa þetta.
Einn stakk upp á að þetta gæti verið púði innan við kúplingsdiskinn sem væri ekki að dempa höggin sem verða við skiptingar sem mér finnst ágætis kenning.

Hvað segja svo snillingarnir? Allar tilgátur vel þegnar



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá svarti sambo » 07.jan 2015, 21:58

Þar sem að ég þekki ekki þessa bíla nógu vel, þá ætla ég að skjóta út í loftið. myndi veðja á drifskafts upphengju, ef hún er til staðar.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá jongud » 08.jan 2015, 08:19

Kannski er ég alveg úti á túni, en mig minnir að ég hafi lesið um svipað vandamál (högg í drifrás) og þá sneri kúplingsdiskurinn öfugt. En það kom í ljós strax eftir að þetta var skrúfað saman.

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá raggos » 08.jan 2015, 11:53

Ég fékk álit annars bifvélavirkja í dag og hans niðurstaða var að þetta gerðist vegna slits í fóðringum í efri spyrnum að aftan.
Þá er það næsta spurning hvað er álit manna á poly-urethane fóðringum vs original gúmmí varðandi breytta bíla? Hef heyrt menn tala um að poly fóðringarnar geti verið leiðinlegri meðan aðrir dásama þetta


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá ivar » 08.jan 2015, 13:06

Í flestum tilfellum hef ég betri reynslu af orginal en þekki það ekki í LC90.
Myndi taka orginal nema miklu muni í verði.


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá villi58 » 08.jan 2015, 15:09

raggos wrote:Ég fékk álit annars bifvélavirkja í dag og hans niðurstaða var að þetta gerðist vegna slits í fóðringum í efri spyrnum að aftan.
Þá er það næsta spurning hvað er álit manna á poly-urethane fóðringum vs original gúmmí varðandi breytta bíla? Hef heyrt menn tala um að poly fóðringarnar geti verið leiðinlegri meðan aðrir dásama þetta

Ástralinn er farinn að setja smurkoppa í fjaðrahengsli/fjaðragúmmí væntanlega ekki að ástæðulausu. Hef sjálfur ekki góða reynslu af Polyurethane sem fjaðragúmmí en orginal fín.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Freyr » 08.jan 2015, 15:11

Poly er drasl, endist oft ekki rassgat. Þessar venjulegu sem eru seldar hér heima eru með lausan stálkjarna sem ryðgar á "núlleinni" og breytist í þjöl sem sverfur út gatið í plastinu og eyðileggur þar með fóðringuna. Versta dæmi sem ég hef séð var nokkrir mánuðir í þverstifu að framan í 4runner með heilli hásingu.

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Tyrirun » 08.jan 2015, 15:50

Ertu búinn að athuga púðana sem halda framdrifinu, þurfti að skipta um þennan bak við stýrismaskínuna hjá mér
Toyota lc 90 38"

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá RunarG » 09.jan 2015, 09:45

Ég pantaði pakka frá bretlandi fyrir ca 2 árum og sá þar pakka með öllum stífufóðringum úr polyurethane og ákvað ég að panta einn pakka af því með vegna hversu ódýrt það var. Eftir ca 1500 km akstur með þetta dót í þá var allt komið af stað í þverstífu að framan og var ég fljótur að panta mér gúmmí og setti í. Núna er ég að panta mér gúmmí og ætla skipta þessu drasli öllu út eins og ég hafði betur gert strax, en fannst gott að hafa prufað þetta því þá sá ég endinguna í þessu og geri aldrei þau mistök aftur að fá mér svona í minn fjallabíl!
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá villi58 » 09.jan 2015, 11:11

Eina leiðin er að geta smurt í Poly-fóðringarnar annars bara svekkelsi.


Gummi Snorri
Innlegg: 18
Skráður: 11.feb 2014, 10:49
Fullt nafn: Guðmundur Snorri Sigurðsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Gummi Snorri » 09.jan 2015, 11:38

Skoðaðu vel gírkassapúðann.

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá raggos » 09.jan 2015, 19:20

Er engin munur á þessum poly fóðringum eftir því hvaðan þær koma?
Það er t.d enginn verðmunur á settunum sem eru seld hjá Toyota og Stáli og stönsum en þetta er e-ð ódýrara frá Ebay og rockauto. Gaurinn sem ég talaði við hjá Toyota vildi ólmur selja mér poly fóðringar þar sem þær væru sterkari og hentuðu betur í breyttan bíl og það yrði í raun upgrade.

Er allt þetta poly dót með þessu sömu vandamál og er líst að ofan. Ég er eiginlega farinn að hallast að því að kaupa original spyrnur heilar frá Toyota frekar en þessar poly fóðringar miðað við lýsingarnar (toyota selur ekki fóðringar í efri).

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá svarti sambo » 09.jan 2015, 19:40

raggos wrote:Er allt þetta poly dót með þessu sömu vandamál og er líst að ofan. Ég er eiginlega farinn að hallast að því að kaupa original spyrnur heilar frá Toyota frekar en þessar poly fóðringar miðað við lýsingarnar (toyota selur ekki fóðringar í efri).

Hefurðu prófað að tala við fjaðrabúðin Partur. Og kannað hvað er til þar.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá RunarG » 15.jan 2015, 10:14

Ég pantaði stífugúmmí undir allan bílinn hja mér (y60 Patrol) frá Ástralíu í gegnum ebay. Pantaði þetta á mánudagin 12/1 og fékk sms frá dhl að þetta verði komið til þeirra í fyrrmálið og get ég sótt þetta til þeirra. Get nú ekki kvartað undan svona þjónustu því ég bjóst aldrei við þessu svona snemma, og verðið var ca 3x ódýrar en hérna heima!
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá villi58 » 15.jan 2015, 10:45

Ótrúlegt, kemur alla leið frá Ástralanum, eitthvað bogið við verðlagningu hér á klakanum.

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá raggos » 15.jan 2015, 11:09

Snilldartími á þessari sendingu Rúnar!

En það má líka tala um skort á valmöguleikum hér á landi. Þessar spyrnufóðringar sem ég þarf að skipta út eru ekki til original nema ég kaupi nýjar spyrnur. Nú er spyrnum oft breytt þegar afturhásing er færð eins og í mínu tilfelli og því þarf ég að henda spyrnu í fínu lagi, kaupa nýja sem þarf svo að breyta til þess eins að fá ný gúmmíin. Hinn valmöguleikinn er að kaupa þessar poly urethane fóðringar frá Stáli og stönsum (endurselt hjá Toyota) sem enginn virðist mæla með.
Ég er búinn að sjá að febest í USA framleiðir gúmmífóðringar í þessar spyrnur en það er erfitt að finna söluaðila sem sendir til íslands. Manni finnst þetta helvíti mikil sóun og vesen fyrir einfaldan hlut...

Sjá hér: http://www.amazon.com/FEBEST-TAB-164-Bushing-Lateral-Control/dp/B00R97R44M/ref=sr_1_1?s=automotive&ie=UTF8&qid=1421320271&sr=1-1&keywords=febest+tab-164&pebp=1421320288200&peasin=B00R97R44M


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá naffok » 15.jan 2015, 12:19

Það eru einhverjir á facebook sem græja pöntun frá USA til ísl. sendir þeim bara uppl. og þeir gefa verð í það með flutningi innanlands og utan og öllum sköttum.

Kv Beggi


Henning
Innlegg: 37
Skráður: 23.mar 2010, 12:40
Fullt nafn: Henning Haraldsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Henning » 15.jan 2015, 12:24

Þessi dama sendir heim, og er pottþétt.
Bara senda fyrirspurn.


Tek að mér að vera milliliður fyrir fólk sem vill versla frá USA og vantar að láta senda til Íslands eða annara Evrópulanda. Sendið fyrirspurnir á eva.atlanta@live.com.
Ítarleg lýsing
Mjög mikið af netverslunum í USA senda ekki til Íslands, en ég get aðstoðað við það gegn mjög sanngjarni þóknun, sendið fyrirspurnir á eva.atlanta@live.com

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá jeepcj7 » 15.jan 2015, 12:35

Hann Eggert hefur líka verið að taka hluti frá USA reglulega alveg stórfínn og sanngjarn náungi 6471505.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá RunarG » 15.jan 2015, 18:46

Já var mjög sáttur við þessa þjónustu hja mér, En vantar þig fóðringarnar í efri spyrnurnar að aftan?

er þetta eitthvað sem gæti gagnast þér? sýnist að 4 stykki, semsagt báðar efri spyrnur með sendingu kosta um 14 þús svo vantar skatt á það og gróflega reiknað er það þá í kringum 18-19 þús hingað komið.

http://www.ebay.ie/itm/REAR-LATERAL-CON ... 3a9f774704
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá raggos » 15.jan 2015, 21:31

Takk fyrir hlekkinn Rúnar. Ég taldi mig vera ágætan að leita á Ebay en ég er greinilega amatör :)

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá RunarG » 16.jan 2015, 15:45

Verði þér að, Þessi vara er í Bretlandi ekki í Ameríkuhreppi. ;)
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Hilmar Örn » 16.jan 2015, 18:15

Ég setti polyuretan fóðringar í RR stífur sem eru í bílnum hjá mér en gúmmí fóðringarnar voru alltaf ónýtar. Þrátt fyrir að margir segðu að þetta væri vonlaust drasl, þá ákvað ég að prófa þetta og sé ekki eftir því. Setti þetta í 2006 og er þetta enn í, að vísu hefur bíllinn staðið núna í 3 ár en allavega búið að keyra á þessu í 5 ár á 38 og 44" dekkjum.

Gallar: Hef ekkert út á þetta að setja.
Kostir: þarf ekki að rífa stífurnar úr á 2ára fresti til að skifta um gúmmí.

keypti fóðringarnar hérna http://www.polybush.co.uk/


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Brjotur » 16.jan 2015, 18:21

Ekki veit ég nú til að menn séu að skifta út stifugúmmíum á 2 ára fresti Hilmar Örn , eitthvað bogið við það , en sammála mönnum hérna með þetta polyuretan DRASL eitt orð :(


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá Hilmar Örn » 16.jan 2015, 22:30

Helgi ég er samála að það sé ekki eðlilegt að skifta um gúmmí á 2 ára fresti. En fóðringarnar sem ég fékk í BSA endust í ca 2 ár. Til gamans má geta að það eru enn orginal stífugúmmí að aftan í runnernum sem er 90 model, það kallar maður alvöru endingu :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Postfrá jongud » 17.jan 2015, 11:24

Það er munur á poly og poly :)
Það eru nefnilega mörg skref í blöndun efnanna og framleiðsluferlinu sem hafa áhrif á stífleika, endingu og mismunandi eiginleika við mismunandi hitastig.
Jeppamenn hafa rekið sig á þetta gegnum tíðina og sumir hafa sagt "veldu rauðar en ekki bláar" en galdurinn er að ef einhverjar fóðringar virka í kuldanum hérna og endast sæmilega þarf að vera á hreinu hver var framleiðandinn, og helst vita partanúmerið hjá honum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur