Síða 1 af 1
Fellihýsi stærri felgur
Posted: 17.júl 2014, 11:27
frá jonmundur
Ég er með Fleetwood Santa Fe fellihýsi sem búið er að hækka upp en er enn á orginal felgum dekkjum 13".
Vitið þið hvort maður geti fengið felgur fyrir stærri dekk 15-17" með gatadeilingu sem gengur upp?
Kv.
Jonni
Re: Fellihýsi stærri felgur
Posted: 17.júl 2014, 12:58
frá ivar
Finnst það mjög líklegt. Gætir sennilega fengið mun fleiri svör ef þú mælir gatadeilinguna.
Re: Fellihýsi stærri felgur
Posted: 18.júl 2014, 18:32
frá halldorrj
það er alveg fáránleg gata deiling á þeim, minnir að það sé 5*67-68
Re: Fellihýsi stærri felgur
Posted: 18.júl 2014, 19:29
frá grimur
2 5/8" kannski....það er ansi fáránlegt já.
Kannski hjálpar þetta við að koma þér á sporið með hvað þetta er:
http://www.etrailer.com/Tires-and-Wheels/Americana/AM20232.htmlkv
Grímur
Re: Fellihýsi stærri felgur
Posted: 20.júl 2014, 22:41
frá dragonking
Þú verður að hafa eitt gat á milli þegar þú mælir 5 gata felgu,,,, :) þannig að þetta er örugglega nær 5*100 eða 5*114,3
Re: Fellihýsi stærri felgur
Posted: 21.júl 2014, 02:17
frá Stebbi
Mörg af þessum fellihýsum eru með litlu 5 gata deilinguna, felgur undan Cherokee hafa verið vinsælar í svona lagað.
Re: Fellihýsi stærri felgur
Posted: 21.júl 2014, 10:14
frá silli525
Ég á svona Santa Fe og lét mæla gatadeilinguna þegar ég keypti dekk undir það um daginn og var mér sagt að þetta væri litla deilingin eða 5 x 114.3