Síða 1 af 1

bronco diskabremsur

Posted: 03.mar 2014, 11:05
frá eythor6
Vitiði hvort það passi diska bremsur af t.d econoline eða f150,250 á gamla bronco liðhus. Eða er þetta alveg sér á gamla. Langar að losna við hægjurnar að framan

Re: bronco diskabremsur

Posted: 03.mar 2014, 12:25
frá Kiddi
Það er hægt en þá þarftu að nota allt liðhúsið eins og það leggur sig.

Þú getur líka notað hluti úr GM / Jeep Dana 44 og mixað við Ford hluti ef þú vilt halda original liðhúsunum. Þá minnir mig að þetta sé þannig að GM/Jeep legustúturinn með smærri innri legunni sé notaður ásamt bremsudælu, bremsudæluhaldara, bremsudisk og svo notað nafið úr Ford ca 76-79. Ég þori ekki að hengja mig alveg uppá þetta en þú getur sjálfsagt fundið eitthvað um þetta á google ef þú vilt fara þessa leið!

Re: bronco diskabremsur

Posted: 03.mar 2014, 16:55
frá MixMaster2000
Þú getur notað ytri liðhúsin með öllu á af yngri bíl með diskabremsur. Það skiftir ekki máli hvort það er heil eða skæra-hásing. Ég man ekki allveg með ytri öxlana, hvort rillurnar og lengdin var eitthvað mismunandi á milli ára. En þeyr ganga allavega allir saman við innri öxulinn.

kv Heiðar

Re: bronco diskabremsur

Posted: 03.mar 2014, 20:45
frá eythor6
Takk fyrir þetta strákar, maður er alltaf eitthvað að reyna halda í orginalin en stundum er það þannig þegar bílar eru komnir á fimmtugsaldurinn þá er það stundum ekki hægt

Eyþór

Re: bronco diskabremsur

Posted: 03.mar 2014, 21:04
frá Elís H
það þarf að passa að allt fari með, það er tekið úr spindlunum fyrir diskabr.dæluna (sveigja) og stutti öxullinn er 5/16 lengri c.a. 6mm.

Re: bronco diskabremsur

Posted: 03.mar 2014, 22:48
frá beygla