Síða 3 af 3

Re: at405

Posted: 15.des 2013, 21:20
frá Adam
þetta er vissulega ekkert munstur sem Arctic trucks fann upp bara gamalt dekk ;) Image
hérna er búið að finna nýja 35-44" munstrið beint úr sömu verksmiðju bara spurning um að breikka aðeins á milli kubba ;) Image
eða þetta bara ! Image

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 13:56
frá GylfiRunner
ef það á að fara í copy smíði af einhverjum dekkjum. þá myndi ég segja að Mickey thomson MTZ dekkin ættu að vera fyrir valinu,

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 17:35
frá firebird400
GylfiRunner wrote:ef það á að fara í copy smíði af einhverjum dekkjum. þá myndi ég segja að Mickey thomson MTZ dekkin ættu að vera fyrir valinu,


Klárlega

Þessi AT sumardekkjatúttur eiga ekki séns í MTZ

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 17:36
frá StefánDal
firebird400 wrote:
GylfiRunner wrote:ef það á að fara í copy smíði af einhverjum dekkjum. þá myndi ég segja að Mickey thomson MTZ dekkin ættu að vera fyrir valinu,


Klárlega

Þessi AT sumardekkjatúttur eiga ekki séns í MTZ


Já ákkurat. Algjör sumardekk sko. Ekki séns að keyra á þeim bæði á Norðupólinn og Suðurpólinn.

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 17:42
frá Tollinn
og það eru sjáfsagt engin dekk sem menn eru meira að skera og breyta en þessi MT dekk

kv Tolli

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 19:22
frá andrig
StefánDal wrote:
firebird400 wrote:
GylfiRunner wrote:ef það á að fara í copy smíði af einhverjum dekkjum. þá myndi ég segja að Mickey thomson MTZ dekkin ættu að vera fyrir valinu,


Klárlega

Þessi AT sumardekkjatúttur eiga ekki séns í MTZ


Já ákkurat. Algjör sumardekk sko. Ekki séns að keyra á þeim bæði á Norðupólinn og Suðurpólinn.

eru þeir ekki að fara á 44" DC á pólin?

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 19:27
frá StefánDal
andrig wrote:
StefánDal wrote:
firebird400 wrote:
Klárlega

Þessi AT sumardekkjatúttur eiga ekki séns í MTZ


Já ákkurat. Algjör sumardekk sko. Ekki séns að keyra á þeim bæði á Norðupólinn og Suðurpólinn.

eru þeir ekki að fara á 44" DC á pólin?


Jú núna.

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 21:17
frá jeepson
Ég hefði gjarnan vilja sjá GH og MT Baja claw í 38" aftur.

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 21:36
frá Stebbi
Ég hélt að það væri sjálfgefið að nota Monster Mudder munstrið. Augljóslega þau dekk sem ALLIR eru sammála um að hafa staðiðst tímans tönn og það er svo mikið notað af öðrum framleiðendum að það er nokkuð öruggt að það getur enginn staðið á því að eiga einkaréttinn á því.
Vera svo ekkert að fikta í þessu heldur að leyfa mönnum að gera það sjálfum inn í skúr afþví að það gerir þetta hver með sínu nefi. Í mesta lagi að microskera miðjuna.

Re: at405

Posted: 16.des 2013, 21:40
frá Hfsd037
Eftir að hafa verið á GH Mudder og AT þá finnst mér Mudder og AT bæði standa upp úr, það er lygilegt hvað sumir bílar eru að gera á þessum AT dekkjum.

Re: at405

Posted: 22.des 2013, 00:50
frá StefánDal
Datt í hug að spyrja hér í stað þess að búa til nýjan þráð. Er ekki einhver stimpill á þessum dekkjum þar sem maður getur séð hvað þau eru gömul? Hvar er hann þá staðsettur og hvernig les maður úr honum?

Re: at405

Posted: 22.des 2013, 03:34
frá Dannyp
StefánDal wrote:Datt í hug að spyrja hér í stað þess að búa til nýjan þráð. Er ekki einhver stimpill á þessum dekkjum þar sem maður getur séð hvað þau eru gömul? Hvar er hann þá staðsettur og hvernig les maður úr honum?


http://www.tirerack.com/tires/tiretech/ ... ?techid=11

4 tölur á eftir DOT merkingunni

Re: at405

Posted: 22.des 2013, 19:39
frá StefánDal
Dannyp wrote:
StefánDal wrote:Datt í hug að spyrja hér í stað þess að búa til nýjan þráð. Er ekki einhver stimpill á þessum dekkjum þar sem maður getur séð hvað þau eru gömul? Hvar er hann þá staðsettur og hvernig les maður úr honum?


http://www.tirerack.com/tires/tiretech/ ... ?techid=11

4 tölur á eftir DOT merkingunni


Þakka þér kærlega fyrir :) Nýlegu dekkin mín eru eldgömul!

Re: at405

Posted: 22.des 2013, 20:32
frá Subbi
Þessi AT dekk voru allavega til tómra vandræða undir Hilux hjá mér 2006... polluðust og voru hundleiðinleg í akstri ef að bíllinn stóð lengur en mánuð...

GH voru fín, alltaf... stóð loftlítill á þeim og ekkert vesen... bara pumpa og keyra..

Kv, Hr.Cummins

Re: at405

Posted: 05.jan 2014, 20:56
frá Dodge
það hefur lítið uppá sig að láta kínverjann framleiða fyrir sig eitthvað sem líkist mödder, það eru hliðarnar, efnið og uppbyggingin á dekkinu sem öllu máli skiftir. Einu dekkin sem menn hafa verið heilt yfir sammála um að leggist vel án þess að rifna og hvellspringa eftir litla notkun eru mudderinn og at405

Re: at405

Posted: 06.jan 2014, 09:21
frá jongud
Dodge wrote:það hefur lítið uppá sig að láta kínverjann framleiða fyrir sig eitthvað sem líkist mödder, það eru hliðarnar, efnið og uppbyggingin á dekkinu sem öllu máli skiftir. Einu dekkin sem menn hafa verið heilt yfir sammála um að leggist vel án þess að rifna og hvellspringa eftir litla notkun eru mudderinn og at405


Þá þarf bara að reyna að herja uppskriftina af muddernum út út hönnuðunum.
(Þetta var hannað hér á klakanum minnir mig).

Re: at405

Posted: 15.jan 2014, 03:14
frá Fetzer
Fá bara eitthvern fjárfesta í þetta, skal lofa ykkur því að ef ég ætti peninginn væri ég búinn að gera þetta með smá álagningu fyrir vinnu ofl. þótt þú myndir standa einn i þessu kemuru alltaf til með að selja dekkinn ef þau eru mikið ódýrari!

hugsaðu um allar bílaleigurnar sem eiga 38" bíla það er að aukast, einnig ferðabransin, og ef þú situr uppi með þetta selur þú hjólbarðaþjónustum dekkin á 30% hagnaði.

Re: at405

Posted: 15.jan 2014, 12:34
frá Magni
Dodge wrote:það hefur lítið uppá sig að láta kínverjann framleiða fyrir sig eitthvað sem líkist mödder, það eru hliðarnar, efnið og uppbyggingin á dekkinu sem öllu máli skiftir. Einu dekkin sem menn hafa verið heilt yfir sammála um að leggist vel án þess að rifna og hvellspringa eftir litla notkun eru mudderinn og at405


Sammála. Það er lítið vit í því að láta einhverja kínverja framleiða fyrir sig dekk með einhverji gúmmíblöndu sem endist svo ekki neitt. Spingur kannski bara um leið og það er keyrt á þessu í 2 pundum. Og hver ætlar að gefa frá sér uppskriftina þegar gríðarlega miklir peningar eru búnir að fara í hönnunarkostnað..

Re: at405

Posted: 22.jan 2015, 23:46
frá aggibeip
Hver er staðan á þessu núna þegar VSK hefur lækkað og vörugjöld afnumin og fríverslunarsamningurinn við Kína kominn í gildi? Arctic er amk ennþá að selja dekkin á 117þ stk...

Re: at405

Posted: 23.jan 2015, 10:05
frá Óttar
Mér líst mjög vel á þetta viðskiptaplan en ef það á annað borð að fara að búa til nýtt dekk væri þá ekki tilvalið að hafa það einhverjum númerum stærra en 38" T.D 40x16,5 eða 42x17.5 Þetta eru stærðir sem ég væri til í að sjá radial

Annars væri ég til í svona verkefni :)

KV Óttar

Re: at405

Posted: 23.jan 2015, 11:24
frá jongud
Þetta er svolítið vandamál þegar kemur að hópkaupum meðal jeppamanna.
Það er mjög sjaldan sem eitthvað eitt hentar öllum.
Það tókst ágætlega til í fyrra þegar voru skipulögð hópkaup á talstöðvum, enda voru nógu margir sammála um að Yaesu stöðvarnar séu góðar og hentugar.
En þegar kom að teygjuspottum þurfti tvo sverleika, og svo gátu menn valið hversu langann spotta þeir vildu.
Það varð svo ekkert úr hópkaupum á GPS tækjum eða drullutjökkum, þar eru gæðin og smekkur of mismunandi.

Og þegar kemur að dekkjum;
þar er maður búinn að opna heila ormagryfju...

Re: at405

Posted: 01.feb 2015, 01:42
frá aggibeip
jongud wrote:Þetta er svolítið vandamál þegar kemur að hópkaupum meðal jeppamanna.
Það er mjög sjaldan sem eitthvað eitt hentar öllum.
Það tókst ágætlega til í fyrra þegar voru skipulögð hópkaup á talstöðvum, enda voru nógu margir sammála um að Yaesu stöðvarnar séu góðar og hentugar.
En þegar kom að teygjuspottum þurfti tvo sverleika, og svo gátu menn valið hversu langann spotta þeir vildu.
Það varð svo ekkert úr hópkaupum á GPS tækjum eða drullutjökkum, þar eru gæðin og smekkur of mismunandi.

Og þegar kemur að dekkjum;
þar er maður búinn að opna heila ormagryfju...


Ég hugsa nú samt að fyrir þennan pening séu menn ekki alveg að leggja fyrir sig tegundina.. Ég myndi allavega ekki hugsa mig tvisvar um með að kaupa gang af 38" dekkjum fyrir þennan pening sama hver tegundin eða mynstrið væri og ég hugsa að flestir séu sammála mér í því....

Re: at405

Posted: 01.feb 2015, 11:30
frá biturk
Ég er ennþá spenntur, ef einhver hjerna er til í að hella sér úti þetta og gera alvöru er ég game

Re: at405 hópinnkaup bilalifta

Posted: 19.des 2016, 17:12
frá 2832sue
er tilbuinn að vera með i hopinnkaup á bilaliftu,kjartan olafss s 8564481.

Re: at405

Posted: 20.des 2016, 04:16
frá grimur
Er þetta einhver tröllun?
Hvað er málið með yfir árs gamla þræði og bílalyftur?

Re: at405

Posted: 22.sep 2021, 16:41
frá olafurp
Er þessi hugmynd alveg dauð?

Re: at405

Posted: 23.sep 2021, 07:57
frá jongud
olafurp wrote:Er þessi hugmynd alveg dauð?


Steindauð.
En það hefur ýmislegt gerst á dekkjamarkaðnum, Nankang kom inn með dekk sem eru skítsæmileg en halda varla máli og BJB mótorstilling er að flytja inn dekk og auka samkeppnina. Svo er einhver Pólverji held ég sem er að flytja inn dekk í einkaframtaki.