at405


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: at405

Postfrá villi58 » 13.des 2013, 16:16

Er ekki svolítið langsótt að íslensk fyrirtæki fari að lækka verð, finnst það vera svolítið sjalfgjæft.




Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 16:50

villi58 wrote:Er nokkuð ólíklegt að AT hafi einkasölurétt minnst hér á klakanum vegna þáttöku þeirra í að hanna dekkið, hefði viljað það sjálfur ef ég hefði eitt peningum og tíma í hönnun á dekkinu.


Nei það er nefnilega spurning hvort þeir hafi gert það. En svo er afturá móti spurning ef nokkrir einkaaðilar panta sér sjálfir að utan til einkanota. semsagt ekki pantað til endursölu hvort það eigi þá við? Og hvort sé í raun hægt að banna fólki að stunda frjálsa verslun svo að segja. Eða hvort hægt sé að skikka fólk til að kaupa vörur á uppsprengdu okurverði.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: at405

Postfrá BragiGG » 13.des 2013, 17:15

Er það samt ekki rétt skilið hjá mér að þetta sé framleiðandi sem getur boðið sambærilegt dekk og arctictrucks dekk? En ekki sjálft arctictrucks dekkið...
1988 Toyota Hilux


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 17:17

Jú þeir eru með arctic trucks dekkin en geta boðið smá munsturbreytingu og þá eru þeir fríir allri ábyrgð á að vera að selja sama markað sjálf arctic trucks dekkin.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: at405

Postfrá Johnboblem » 13.des 2013, 17:35

BragiGG wrote:Er það samt ekki rétt skilið hjá mér að þetta sé framleiðandi sem getur boðið sambærilegt dekk og arctictrucks dekk? En ekki sjálft arctictrucks dekkið...



Þetta er sama dekkið. Þeir framleiða dekkin fyrir Artic Trucks. Eða þeir seigja það allavega.

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: at405

Postfrá Subbi » 13.des 2013, 18:46

Samkvæmt einkaleifastofu þá fær enginn einkaleifi á vöru nema hann finni hana upp og geti sannað að hann sé uppfinnandi og lagt fram öll gögn um það

Dekk eru dekk og AT fann þau ekki upp og getur því ekki fengið einkaleifi á þeim né einkasölurétt


Það er öllum frjálst að flytja inn vöru það væri svipað að banna innflutning á þessu eins og þeir sem kaupa sér PS3 tölvu úti væru stoppaðir og þeim bannað að koma inn meða hana því Sony center sé með einkasöluleifi en það er bara ekki þannig

Láta reyna á þetta og ráðfæra ykkur við Lögfræðing með sérþekkingu í innflutningsmálum og Vörumerkja vernd
Kemst allavega þó hægt fari


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: at405

Postfrá Cruser » 13.des 2013, 18:52

Okur og ekki okur
Hvað er A.T að hafa út úr einu dekki?
Þegar vsk er tekið til það er verið að reka verslun og þar fram eftir götum.
Ekki það að mér finnst 119,000kr mikið fyrir eitt dekk.

Kv Bjarki
Kv
Bjarki


Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: at405

Postfrá Johnboblem » 13.des 2013, 19:19

Màlið er að þeir út neita að selja okkur dekkið.


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 19:30

okay hvað halda menn að sé sirka kostnaður AT á einu dekki miðað við þá vsk líka? og miðað við útreikninga sem hafa komið hér framm?
Síðast breytt af Big Red þann 13.des 2013, 19:43, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: at405

Postfrá Doror » 13.des 2013, 19:39

Auðvitað má engan selja þetta hérna Nema Arctic Trucks. Þeir fundu upp og hönnuðu At405, Arctic trucks eru framleiðandinn á þessu dekki í gegnum þennan undirverktaka. Ég efast um að það megi selja þetta nokkur staðar löglega í heiminum nema Arctic truks standi á bakvið það.

Apple framleiða til dæmis enga síma sjálfir, þeir eru með undirverktaka í Kína sem að framleiða fyrir sig. Ekki dettur neinum í hug að segja að þeir séu ekki framleiðandi Iphone. Og hvað þá að þú getir farið að flytja inn Iphone og selja sjálfir beint frá undirverktakanum.

AT eyddu hellings peningum og tíma í að hanna þetta dekk með framleiðandanum á sínum tíma og verðleggja það svo væntanlega eftir eftispurn og framboði. Persónulega finnst mér það glæpsamlega hátt verð en hvað kosta 38" Pitbull dekkin hjá Icecool?
Davíð Örn


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: at405

Postfrá Tollinn » 13.des 2013, 19:44

Pitbull dekkin kosta líka of mikið, ég er ennþá að heyra það að það séu allir hættir að framleiða 38" dekk fyrir 15" felgu, ég bara á mjög erfitt með að trúa því þar sem það er mjög auðvelt að finna þetta á netinu. Ég er ekkert endilega fylgjandi því að fara að reyna að flytja inn AT-dekk framhjá þeim í Arctic Trucks, en hins vegar hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að flytja inn önnur dekk eins og tildæmis Ground Hawk sem virðist nú ennþá vera til í gömlu góðu stærðinni. Um leið og það kemur einhver samkeppni í dekkjasölu þá hljóta menn að lækka verðið.

kv Tolli


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 19:49

Já en þarna kemur þú einmitt með einn punkt í þessu
Doror wrote:Og hvað þá að þú getir farið að flytja inn Iphone og selja sjálfir beint frá undirverktakanum.

Það er nefnilega engin að tala um að flytja inn til að selja áfram. Þá kanski myndi málið horfa allt öðruvísi við. Menn eru að tala um að kaupa þetta inn til einkanota í hópkaupum. Þessi aðili er með þessu dekk til sölu og selja þau út, því þeir eiga 50% rétt á þeim. En þeir eru ekki vissir um að þeir megi selja þetta til íslands vegna þess þeir halda að AT sé með einkasölurétt á Íslandi.

Sem varla getur staðist því er fróðlegt að sjá hvað lögfræðingur mun segja við þessu og fáum við vonandi svar við því í næstu viku. En þá er spurning ef það kemur í ljós að það er "löglegt" að versla þetta til landsins frá þeim hversu margir myndu vilja vera með í þessu..
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 19:52

Tollinn wrote:Pitbull dekkin kosta líka of mikið, ég er ennþá að heyra það að það séu allir hættir að framleiða 38" dekk fyrir 15" felgu, ég bara á mjög erfitt með að trúa því þar sem það er mjög auðvelt að finna þetta á netinu. Ég er ekkert endilega fylgjandi því að fara að reyna að flytja inn AT-dekk framhjá þeim í Arctic Trucks, en hins vegar hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að flytja inn önnur dekk eins og tildæmis Ground Hawk sem virðist nú ennþá vera til í gömlu góðu stærðinni. Um leið og það kemur einhver samkeppni í dekkjasölu þá hljóta menn að lækka verðið.

kv Tolli


Já það er nefnilega málið við búum á eyju svo stóru fyritækin ráða markaðnum svo að segja en um leið og búið er að opna fyrir að menn taki svona hópkaupspantanir frekar en að fara til þeirra sem selja þetta út á íslandi er strax komin samkeppni á þessa aðila að lækka verðin hvort sem það verða dekk frá AT, Ground Hawg eða Pitbull.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


LGJ
Innlegg: 44
Skráður: 02.júl 2012, 23:38
Fullt nafn: Lilja Guðrún Jóhannesdóttir
Bíltegund: Toyota

Re: at405

Postfrá LGJ » 13.des 2013, 20:03

Mér skilst að það sé nú talsverður hönunarkostnadur og kostnaður við að fà dekkin samþykkt "dot" merkt svo þaug séu lögleg .er at nokkuð að okra? Meira en einhverjir aðrar dekkja sölur hvað kostar stór dekk hjà hinum?


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 20:20

Já vissulega hefur þetta kostað þá sitt á sínum tíma en að þarf engin að ljúga því að okkur að sá kostnaður hafi ekki greitt sig niður fyrir löngu síðan.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: at405

Postfrá Heiðar Brodda » 13.des 2013, 23:05

Sælir félagar mér var sagt það áðan að Bílabúð Benna ætti mótin af Mödder dekkjunum kannski hægt að fá þau ''lánuð'' ef þetta er satt kv HB


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 13.des 2013, 23:53

Þeir eru greinilega allra vilja gerðir að aðstoða og hjálpa okkur að fá ódýr dekk á markaðinn.

Hello,
This tyre owner is one Nordic atuo company, manufactured in Advance Tire, China.
Big market in Nordic and Uralsk region. Tire cost only 200USD (23.508.-) while retail price is 1,000USD.

We can redesign this pattern with 15% difference or a totally different pattern; under our private brand Lakesea or your brand;
It takes 60,000USD in molds and 60 days to finish building.
Our company experienced in Studded winter tyre and big 4x4 tyre and the quality is SAME as original even better.

Our company will share 30,000USD cost, and hope you could consider share part of investment if you have interest.
One country one exclusive agent we set.

Þetta er ekki ósvipað AT dekkjunum.
Image

En þarna sjáum við hvað þeir setja upp sem retail price sem er þá ekki ólíklegt að það sé það sem AT fer eftir.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: at405

Postfrá StefánDal » 14.des 2013, 00:23

Tollinn wrote:Pitbull dekkin kosta líka of mikið, ég er ennþá að heyra það að það séu allir hættir að framleiða 38" dekk fyrir 15" felgu, ég bara á mjög erfitt með að trúa því þar sem það er mjög auðvelt að finna þetta á netinu. Ég er ekkert endilega fylgjandi því að fara að reyna að flytja inn AT-dekk framhjá þeim í Arctic Trucks, en hins vegar hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að flytja inn önnur dekk eins og tildæmis Ground Hawk sem virðist nú ennþá vera til í gömlu góðu stærðinni. Um leið og það kemur einhver samkeppni í dekkjasölu þá hljóta menn að lækka verðið.

kv Tolli


Ground Hawg dekkin eru löngu hætt í framleiðslu. Menn eru samt ekki hættir að vísa í þessa heimasíðu sem hefur ekki verið update-uð síðan 2008...

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: at405

Postfrá jongud » 14.des 2013, 13:39

Hjónakornin wrote:Þeir eru greinilega allra vilja gerðir að aðstoða og hjálpa okkur að fá ódýr dekk á markaðinn.

Hello,
This tyre owner is one Nordic atuo company, manufactured in Advance Tire, China.
Big market in Nordic and Uralsk region. Tire cost only 200USD (23.508.-) while retail price is 1,000USD.

We can redesign this pattern with 15% difference or a totally different pattern; under our private brand Lakesea or your brand;
It takes 60,000USD in molds and 60 days to finish building.
Our company experienced in Studded winter tyre and big 4x4 tyre and the quality is SAME as original even better.

Our company will share 30,000USD cost, and hope you could consider share part of investment if you have interest.
One country one exclusive agent we set.

Þetta er ekki ósvipað AT dekkjunum.

En þarna sjáum við hvað þeir setja upp sem retail price sem er þá ekki ólíklegt að það sé það sem AT fer eftir.


Og þarna virðast þeir vera að passi sig á að vera með minnst 15% "hönnunarmun" þannig að það sé öruggt að ArcticTrucks geti ekki klagað þá fyrir hönnunarþjófnað.
Persónulega líst mér vel á að athuga með Mudder mynstrið og þá hafa það "skorið" í mótunum þannig að það sé ekki verið að greiða gúmmígjald af einhverju sem er svo skorið í burtu.


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: at405

Postfrá Játi » 14.des 2013, 15:24

mér persónulega fynnst asnalegt að fara að copya artic trucks munstrið eða eitthvað annað. Frá mínum bæjardyrum séð er það bara óheiðarlegt en hinnsvegar getur ekki verið flókið að hanna nýtt munstur bygt á reinslu manna og hugmyndafræði. þar sem þetta á að vera hópverkefni þá er einfaldast að menn komi með uppköst af hugmyndum og svo einfaldlega kosið hvað fer í framleiðsu. Ef mönnum er alvara um þetta þá er einfaldlega hægt að stofna hlutafélag sem menn geta keipt sig inní og svo bara láta vaða.
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 14.des 2013, 17:15

Já það er nefnilega málið að stærsti kostnaðurinn sé að smíða mótin. Ef rétt er að Bílabúð Benna eigi mótin af muddernum væri þá ekki sterkur leikur að tala við þá um að reyna að fá þau leigð eða keypt jafnvel. Svo er spurning hvernig myndi ganga að breyta þeim eins og menn hafa verið að skera mudderinn til. Fá svo þennan aðila þarna í kína til að sjá um gerð dekkjanna?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: at405

Postfrá Tollinn » 14.des 2013, 17:28

Það gæti verið sterkur leikur að gera þetta og fá sem flesta til að taka þátt í stofnkostnaðinum við þetta.

kv Tolli


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 14.des 2013, 17:41

þá væri jafnvel hægt að gera Jeppaspjallið að svona "official" eiganda dekkjanna. Skrá þau þannig og þau yrðu þá seld út hér á síðunni á góðu markaðsverði. Fá sem flesta fjárfesta í þetta, ekki fyrirtæki, heldur bara nokkra einkaaðila og þá eiga allir dekkin. Þegar þetta væri búið að borga sig upp væri jafnvel hægt að setja á 20-30þús auka á kostnað dekkjanna (yrðu samt ódýrari en það sem fæst nú þegar á þessari eyju) og notað gróðan til að gera allskonar samkomur og ferðir á vegum þess. Verður þá bara sjóður til að halda síðunni uppi, geta keypt í flottar grillveislur, haldið sýningar á vegum jeppaspjallsins, haft styrktarsjóði fyrir allskonar góðgerða málefni og svo framvegis en þetta er bara hugmyndir ;)
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: at405

Postfrá firebird400 » 14.des 2013, 18:05

En hversu góð jeppadekk eru þessi AT405?

Ég er að meina sem dekk á fjöll.

Persónulega finnst mér þau vera mjó og ræfilsleg með óttalegu sumardekkja munstri.

Ef menn eru að leita sér að dekkjum til að aka á innanbæjar þá skiptir litlu hver felgustærðin er.

Ég er á MT MTZ og hef enga persónulega reynslu af AT dekkjunum aðra en það að ég hef verið í ferðum þar sem menn á AT dekkjum voru í bölvuðu brasi.
Dekkin hjá mér eru með 5 cm breiðari munstri og 7 cm breiðari um belginn auk þess að vera með verulega öflugu hliðarmunstri. Hafa menn ekki verið að setja þau á 12-13" felgur. MTZ er fín á 15-16" breiðum bara svona til samanburðar

Ef menn eru að spá í að kaupa mót og fara að láta framleiða dekk má þá ekki alveg eins skoða það að kaupa mót af dekkjum sem drífa?
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: at405

Postfrá Tollinn » 14.des 2013, 18:06

Hjónakornin wrote:þá væri jafnvel hægt að gera Jeppaspjallið að svona "official" eiganda dekkjanna. Skrá þau þannig og þau yrðu þá seld út hér á síðunni á góðu markaðsverði. Fá sem flesta fjárfesta í þetta, ekki fyrirtæki, heldur bara nokkra einkaaðila og þá eiga allir dekkin. Þegar þetta væri búið að borga sig upp væri jafnvel hægt að setja á 20-30þús auka á kostnað dekkjanna (yrðu samt ódýrari en það sem fæst nú þegar á þessari eyju) og notað gróðan til að gera allskonar samkomur og ferðir á vegum þess. Verður þá bara sjóður til að halda síðunni uppi, geta keypt í flottar grillveislur, haldið sýningar á vegum jeppaspjallsins, haft styrktarsjóði fyrir allskonar góðgerða málefni og svo framvegis en þetta er bara hugmyndir ;)


Hvernig er það, var ekki til eitthvað kaupfélag á vegum 4x4 klúbbsins sem var að gera svipaða hluti, bara svona hópkaupsdæmi að utan.

kv Tolli

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: at405

Postfrá Kiddi » 14.des 2013, 18:16

Hjónakornin wrote:þá væri jafnvel hægt að gera Jeppaspjallið að svona "official" eiganda dekkjanna. Skrá þau þannig og þau yrðu þá seld út hér á síðunni á góðu markaðsverði. Fá sem flesta fjárfesta í þetta, ekki fyrirtæki, heldur bara nokkra einkaaðila og þá eiga allir dekkin. Þegar þetta væri búið að borga sig upp væri jafnvel hægt að setja á 20-30þús auka á kostnað dekkjanna (yrðu samt ódýrari en það sem fæst nú þegar á þessari eyju) og notað gróðan til að gera allskonar samkomur og ferðir á vegum þess. Verður þá bara sjóður til að halda síðunni uppi, geta keypt í flottar grillveislur, haldið sýningar á vegum jeppaspjallsins, haft styrktarsjóði fyrir allskonar góðgerða málefni og svo framvegis en þetta er bara hugmyndir ;)



Er þetta þá ekki komið í hring? Það er að segja ef tilgangurinn var að berjast gegn óþarfa álagningu.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: at405

Postfrá íbbi » 14.des 2013, 18:20

það gangnast nú varla mikið að fá mót frá benna, þyrfti ekki að senda það til kína?

stofnun á hlutafélagi er nú geranleg hugmynd, en flókin í framkvæmd, og þyrfti að passa alla lausa enda vel, svo ekki kæmu upp árekstrar, það er merkilega auðvelt fyrir allt að fara í háaloft þegar það eru peningar í spilinu,

engu síður afar spennandi hugmynd, dekk eru orðin svo hroðalega dýr að það er algjörlega grundvöllur fyrir svona dekkjum á markaðinn,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: at405

Postfrá Stebbi » 14.des 2013, 18:22

Ég legg til að þið spilið allir í lotto í kvöld og gefið mér miðana, ef ég tek svo pottinn þá skal ég gefa ykkur framleiðsluna í Kína. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: at405

Postfrá Tollinn » 14.des 2013, 18:27

best væri auðvitað ef að klúbbur eins og t.d. 4x4 væri skráður eigandi að þessu og myndi fá sem flesta að greiða stofnkostnaðinn að þessu og væri það þá bara sokkinn kostnaður fyrir þá einstaklinga. Það ætti nú ekki að þurfa mjög marga til að taka þátt, jafnvel hægt að stofna sjóð um þetta verkefni og safna í sjóðinn og keyra svo á þetta þegar það er komin innistæða fyrir þessu. Svo gætu meðlimir 4x4 safnað saman í gám af dekkjunum.

kv Tolli


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: at405

Postfrá villi58 » 14.des 2013, 18:28

Er einhver búinn að kanna innkaup á dekkjum frá rússum ?


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 14.des 2013, 18:31

Kiddi wrote:
Hjónakornin wrote:þá væri jafnvel hægt að gera Jeppaspjallið að svona "official" eiganda dekkjanna. Skrá þau þannig og þau yrðu þá seld út hér á síðunni á góðu markaðsverði. Fá sem flesta fjárfesta í þetta, ekki fyrirtæki, heldur bara nokkra einkaaðila og þá eiga allir dekkin. Þegar þetta væri búið að borga sig upp væri jafnvel hægt að setja á 20-30þús auka á kostnað dekkjanna (yrðu samt ódýrari en það sem fæst nú þegar á þessari eyju) og notað gróðan til að gera allskonar samkomur og ferðir á vegum þess. Verður þá bara sjóður til að halda síðunni uppi, geta keypt í flottar grillveislur, haldið sýningar á vegum jeppaspjallsins, haft styrktarsjóði fyrir allskonar góðgerða málefni og svo framvegis en þetta er bara hugmyndir ;)



Er þetta þá ekki komið í hring? Það er að segja ef tilgangurinn var að berjast gegn óþarfa álagningu.


Nei nefnilega ekki, því þessi dekk yrðu seld mun ódýrari og þar af leiðandi þvinga markaðinn hér heima til að lækka verðið.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Óli ágúst
Innlegg: 103
Skráður: 03.sep 2011, 07:24
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Pálsson

Re: at405

Postfrá Óli ágúst » 14.des 2013, 19:16

LIKE
Vert að skoða þetta betur
Blautt, kalt, rykugt og bilað...
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: at405

Postfrá Hfsd037 » 15.des 2013, 15:48

það væri svaka fínt ef að F4X4 væri bara með sína eigin línu, og í fleirri dekkjastærðum heldur en bara 38"..
Hugsið ykkur fríðindin ef F4X4 stæði að framleiðslu og innfluttningi af F4X4 jeppadekkjum frá 38" og upp úr án fáranlegra álagningu, við þyrftum aldrei að treysta á aðra dekkjaframleiðendur aftur og gætum alltaf ekið um á nýjum dekkjum frá okkur :)
Væri ekki hægt að útfæra þetta bara eins og Dick Cepek gera, frá smájeppastærð yfir í 44", jafnvel +.
Svo væri jafnvel hægt að selja þessa línu til annara landa, sem myndi nátturulega bara styrkja klúbbinn all verulega.

Ég er sammála einum hér fyrir ofan, það er svoldið hallærislegt að ætla að breyta AT mynstrinu sem þeir hönnuðu sjálfir og ætla síðan að selja það áfram.

Það eru margir snillingar hérna inni og eins á F4x4 sem væri alveg hægt að treysta í mynsturs og efnispælingar
standa innihaldslýsingar af polyester og fl yfirleitt ekki á dekkjunum?
Þetta er bara spurning um vilja og samvinnu, ég er allavega til í slaginn!

Áfram með þráðinn!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: at405

Postfrá Big Red » 15.des 2013, 16:01

Jæja hver vann lotto og ætlar að starta þessum pælingum fyrir alvöru?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: at405

Postfrá Hfsd037 » 15.des 2013, 16:11

Hjónakornin wrote:Jæja hver vann lotto og ætlar að starta þessum pælingum fyrir alvöru?


Við þurfum engan vinningshafa, við erum stórt jeppafélag og ættum að getað leikið okkur af þessu ef allir stæðu bara saman í þessu.
Hækka félagsgjöld í ákveðin tíma og allir græða seinna meir :)
Maður byrjar auðvitað alltaf á botninum, það væri fínt að byrja á lang mest seldu stærðinni, td 38" svo seinna meir yfir í stærri deildina
hagnaðurinn yrði síðan notaður í að opna fyrir aðrar deildir, td 44".
Ferðaþjónusturnar tækju sennilega vel í þetta!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: at405

Postfrá biturk » 15.des 2013, 16:58

Ég er til í að taka þátt í hóppöntun á 38" radial dekkjum
head over to IKEA and assemble a sense of humor


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: at405

Postfrá thorjon » 15.des 2013, 17:16

skjóta hér smá inní umræðuna ;),,, ég af rælni gerði fyrirspurn til eins af þessum "Kínafamleiðendum" held meira að segja eftir að hafa lesið eitthvað um það hérna,, 40 tommu dekk ?? Anyways, fékk svar deginum eftir en ég hafði verið að grennslast fyrir um flutningskostnað etc. Fékk nú engin svör við því önnur en að 40 tomman væri ekki komin í framleiðslu fyrr en næsta vor, hið merkilega var þó að þau eru að fara að framleiða 38 tommu dekk og vildu ólm fá að vita hvað okkur íslendingum þættu bestu dekkin,,, ég var einmitt um það bil að fara að starta nýjum .ræði um það þegar ég las þennan þannig að hvað segja meistarar hér inni varðandi "bestu" 38 tommu dekkin ?? Mig grunar að kínverjinn vilji helst copycat eitthvað mynstrið og væri þá ekki tilvalið að koma með tillögur að úrbætum (sbr. þegar menn eru að skera þau meira en framleiðandinn) og kannski getum við enfaldlega pantað okkar dekk beint næsta sumar frá þessu ágæta fólki án þess að þurfa að stofna félag etc því satt best að segja þá endar það alltaf með að stefnan endar með "fyrirtækið verður að vera rekið með hagnaði" og þá erum við jú komin í hring... einu sinni enn ;)

..p.s. var þetta nógu langt og ruglingslegt :)


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: at405

Postfrá Tollinn » 15.des 2013, 18:40

Ground Hawg míkróskorið fær mitt atkvæði, svo er Gumbo Mudder auðvitað löngu búið að sanna sig

kv Tolli

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: at405

Postfrá jeepson » 15.des 2013, 18:49

Sammála með GH dekkin. En ein spurning varðandi þessi AT dekk. Ég heyrði að þeir hefðu ekkert hannað munstrið sjálfir heldur væri það stolið frá einhverju fólksbíladekki með pínu breytingum. Er einhver sem hvort að þetta sé satt?? En ég er alveg game í að vera með í þessu ef að við getur verið að fá t.d 38" fyrir 150kall hingað komin. Þetta verður þá kanski líka til þess að menn komi aðeins niður á jörðina með verð á notuðum dekkjum. Mér hefur fundist verð á notuðum dekkjum vera langt útí hött síðustu 2 ár.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Baddi100
Innlegg: 26
Skráður: 26.jan 2012, 12:36
Fullt nafn: Bjarni

Re: at405

Postfrá Baddi100 » 15.des 2013, 19:12

Getur verið að mynstrið á AT405 dekkinu líkist eitthvað gamla Norðdekk-mynstrinu sem Gúmmívinnustofan setti á sóluðu dekkin sem þeir framleiddu milli ca. 1980-1995?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir