Webasto miðstöð


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Webasto miðstöð

Postfrá TDK » 28.okt 2013, 19:43

Er svoltið búinn að velta því fyrir mér að fá mér svona í fólksbílinn þar sem að hann verður sennilega eitthvað á ferðinni í Mývatnssveit í vetur þar sem frostið á það til að fara í 10-20°C
Hverjir eru að selja þetta og hversu marga putta kostar dótið?



User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Magni » 28.okt 2013, 20:08

Bílasmiðurinn. Þetta kostar alla puttana :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Stebbi » 28.okt 2013, 20:10

Magni81 wrote:Bílasmiðurinn. Þetta kostar alla puttana :)


Og tærnar líka.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Webasto miðstöð

Postfrá TDK » 28.okt 2013, 21:57

Menn eru skemtilega snöggir að svara hérna.
En hvernig er þetta dót tengt? Er einfaldlega farið inn á hosu á vatnskassanum? Er mikið mál að koma þessu í?


uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Webasto miðstöð

Postfrá uxinn9 » 28.okt 2013, 22:25

Það er ekki stórmál að tengja þetta og átt að geta fengið manual fyrir hvern bil hvernig þetta er tengt annars er það miðstöðvarlögn miðstöðvar mótor + og - og klukkan
Kv

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 881
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Polarbear » 28.okt 2013, 22:28

oftar er farið inná hosu að miðstöð. bjútíið við þetta er að geta kveikt á hitaranum (eða haft hann á timer) og látið þetta bræða klaka af rúðunum í bílum um leið og þetta hitar vélina fyrir ræsingu. Þessi búnaður hindrar "kaldstart" þ.e.a.s. að þú þurfir að ræsa frosinn mótor, því það fer ekki vel með þetta rusl. Þetta er samt slatta álag á rafgeyma þar sem vatnsdæla og ræsing á þessu tekur dáldið stuð. gott að hafa stóran og góðan geymi og átta sig á því að þú þarft að keyra bílinn dáldið til að hlaða geymana ef þú notar þetta oft. nú eða stinga honum reglulega í hleðslu.

ég var með svona í mínum bíl. það tók svona 15-20 mínútur að koma vélinni í 40-50 gráður ef ég hafði ekki kveikt á miðstöðinni inní bíl. til að ná góðum hita í bíl (með miðstöðinni) og hita vélina sæmilega þarftu að hafa þetta í gangi í svona 30-40 mínutur áður en þú ferð af stað. ég var að vísu með þetta í 60 krúser mótur með helvíti mikið vatn... 20 lítra kælikerfi. en ræsing í frosti varð ólíkt léttari. maður verður háður þessu helvíti :) gott að þurfa aldrei að skafa....


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Webasto miðstöð

Postfrá TDK » 28.okt 2013, 22:55

Polarbear wrote:oftar er farið inná hosu að miðstöð. bjútíið við þetta er að geta kveikt á hitaranum (eða haft hann á timer) og látið þetta bræða klaka af rúðunum í bílum um leið og þetta hitar vélina fyrir ræsingu. Þessi búnaður hindrar "kaldstart" þ.e.a.s. að þú þurfir að ræsa frosinn mótor, því það fer ekki vel með þetta rusl. Þetta er samt slatta álag á rafgeyma þar sem vatnsdæla og ræsing á þessu tekur dáldið stuð. gott að hafa stóran og góðan geymi og átta sig á því að þú þarft að keyra bílinn dáldið til að hlaða geymana ef þú notar þetta oft. nú eða stinga honum reglulega í hleðslu.

ég var með svona í mínum bíl. það tók svona 15-20 mínútur að koma vélinni í 40-50 gráður ef ég hafði ekki kveikt á miðstöðinni inní bíl. til að ná góðum hita í bíl (með miðstöðinni) og hita vélina sæmilega þarftu að hafa þetta í gangi í svona 30-40 mínutur áður en þú ferð af stað. ég var að vísu með þetta í 60 krúser mótur með helvíti mikið vatn... 20 lítra kælikerfi. en ræsing í frosti varð ólíkt léttari. maður verður háður þessu helvíti :) gott að þurfa aldrei að skafa....



Einmitt það sem ég er að hugsa. Svo þegar maður er bara með bílinn í venjulegum aðstæðum þar sem hitinn fer ekki oft niður fyrir 5°c þarf maður varla að láta þetta ganga mjög lengi áður en maður fer af stað.

Hafa menn ekkert verið að flitja þetta inn sjálfir?


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Navigatoramadeus » 29.okt 2013, 08:20

setti svona í bílinn fyrir mánuði síðan, nokkuð einfalt enda nokkuð rúmgott í Muzzo, tók ca 5 tíma en af því fór talsvert í pælingar sem eftirá sögðu sig kannski sjálfar en oft betra (amk ódýrara) að hugsa fyrst og framkvæma svo !

tengt milli miðstöðvarelements og vélar, hitar þá ekki vatnskassann (amk nær vatnslásinn ekki að opna).

5,2kW er hún skráð, fjarstýringin er að draga nokkur hundruð metra amk.

það tekur svona 10-15 mínútur eftir veðri að fá yl í bílinn, 15-25 mín að hita hann vel en ekki reynt ennþá á snjóbræðsluna og forhitun með glóðarkertum verður óþörf.

er að draga um 5A (60W) á fullum afköstum fyrir utan hvað miðstöð bílsins dregur en hún kemur inn þegar kælivatnið er eitthvað um 60°C.

en það er mælanleg eyðsluaukning enda notar þetta um 0.6L/h á fullu blússi og 0.3L/h á hálfu, pendlar á milli eftir hitastigi kælivatns.

en ég ætla að henda því fram (tilbúið til umræðu) að bílvél við íslenskar aðstæður gæti endst, innvortis slithlutir amk, tvisvar sinnum lengur með því að nota svona forhitun frá upphafi, kaldstartið hverfur, vélin er strax þéttari svo blástur oní sveifarhús minnkar og olían endist betur og smyr betur frá ræsingu, amen to that !

kostaði hinu megin við 200þkr með fjarstýringu en mv að þetta endist í 10 ár og maður hendir þessu á milli bíla þá hef ég eytt meiri, ahemm, miklu meiri peningum í vitlausari hluti :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Webasto miðstöð

Postfrá jongud » 29.okt 2013, 08:45

Önnur og mun ódýrari leið er að setja 220 volta hitara á sömu lögn.
En það þýðir að maður verður að hafa aðgang að veiturafmagni eða rafstöð.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Navigatoramadeus » 29.okt 2013, 11:06

jongud wrote:Önnur og mun ódýrari leið er að setja 220 volta hitara á sömu lögn.
En það þýðir að maður verður að hafa aðgang að veiturafmagni eða rafstöð.


er með þannig líka en webasto er ólíkt öflugra og já, þarf ekki innstungu.

það er frá DEFA, fæst í Bílanaust, keypti bara hitaelementið sem skrúfast í blokkina, um 550W og nægir til að auðvelda ræsingu, fínt fyrir peninginn, kostaði um 15þkr og tók klst að koma fyrir.

en rafhitarinn þarf alveg 2-3 klst að gera eitthvað, ætli það sé ekki svipuð afköst og að hafa vélina í gangi í svona 1-2 mínútur.

550W/h eru um 7kr svo það telur varla vs Webasto :/

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Webasto miðstöð

Postfrá jongud » 29.okt 2013, 12:33



biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Webasto miðstöð

Postfrá biturk » 29.okt 2013, 13:27

svo gætiru skoðað líka fjarstart, mun ódýrara heldur en webasto?
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Ingaling » 29.okt 2013, 14:12

já en fjarstart ræsir bílinn kaldann...
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Hfsd037 » 29.okt 2013, 14:21

Ingaling wrote:já en fjarstart ræsir bílinn kaldann...



Sem fer ekki vel með vélina
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: Webasto miðstöð

Postfrá Bóndinn » 29.okt 2013, 14:24

Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"


IL2
Innlegg: 27
Skráður: 05.aug 2010, 23:01
Fullt nafn: Óskar Óskarsson

Re: Webasto miðstöð

Postfrá IL2 » 29.okt 2013, 15:17

Aðalmálið er að prófa sig áfram með stillingar á miðstöðinni. Á Hondu CRV hefur það reynst best að hafa miðstöðina í botni og stillta á blástur á andlit. Webasto miðstöðin er síðan stillt á 3 og 40 mínútur.

Það þarf stundum að skafa en er þá ekkert mál og laust um leið. Ef blástur stillingin er ekki á andlit, hefur þurft að vera lengri timi á móti til að afturrúðurnar hitni nóg. Ekki má líka gleyma því ef maður er með fjarstýringu að það er mjög þægilegt ef maður fer að versla að hafa kveikt á þessu á meðan og koma í bílinn heitan aftur.

Það endaði með því að það var keyptur nýr stærri geymir, enda sá orginal algjör kettlingur. Eyðslan er einhver en á móti ætti að koma minni eyðsla á bílnum þar sem hann er fljótari að hittna.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur