gormar í stað fjaðra í Hilux

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá karig » 27.sep 2010, 09:45

Hvernig gorma hafa menn sett undir Hilux að framan í stað blaðfjaðra og hver er mesti munurinn á eiginleikum bílsins á eftir? Hefur einhver notað stífur og gorma úr 70 Crusier undir Hilux. Á nokkur myndir af svona breytingum sem hann gæti sent mér. Kv, Kári. karig4@simnet.is




Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá Hlynurh » 27.sep 2010, 11:19

Það er mjög margir bílar komir með hásingu undan 70 cruise
t.d. minn http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=272151
svo bíllin hans Sigurgeirs http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=52416
svo Atla Eggertshttp://www.uppsveitir.is/knarrarholt/rorunhilux.htm

Þetta eru allt saman undir orginal klafa bíla þú þyrftir að finna þér stýrismaskínu úr svoleiðis bíl eða úr 70 crúser ef þú ætlar að gormavæða....
Með gorma þá höfum við allir sett rover gorma undir þessa bíla kosta ekki mikið og þeir hjá bsa eru mjög liðlegir í að hjálpa þér að velja réttu gormana

Með eigileikan bílsins þá held ég að frá fjöðrum er þetta bara plús töluvert mýkri fjöðrun og liðugri enn eins og ég segi þá var bíllin minn klafa bíll og hef engar reinslu af fjöðrum að framan .. ef þú hefur eitthverjar spurningar máttu senda mér línu á Hlynurhilm@gmail.com

Kv Hlynur

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá Brjótur » 27.sep 2010, 12:15

Sælir smá leiðrétting , það þarf ekkert að fá stýrirsmaskínu úr 70 Cruiser, ég gerði þetta á sínum tíma og ég færði hásinguna fram um 5 cm, og þú sérð að Atli notar maskínuna úr klafabílnum, ég man ekki afhverju menn byrjuðu á þessu að nota maskínu úr 70 bílnum, kanski voru þeir að færa hásinguna meira fram?
kveðja Helgi

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá Startarinn » 27.sep 2010, 13:59

Ástæðan fyrir því að skipta um stýrismaskinuna getur bæði verið að þú sért að færa hásinguna framar (armurinn á maskínunni úr 70 cruiser snýr fram) eða að þú sért að setja þetta undir fjaðrabíl (þá vísar armurinn niður og gengur fram og aftur í stað þess að ganga til hliðar)

Ég er með klafabíl, ég færði bara maskínuna neðar og lengdi öxulinn frá stýrinu niður að maskinu, ég notaði meira að segja annað orginal gatið í grindinni minnir mig en færði festinguna ofan á niður fyrir grind, en ég færði hásinguna ekki nema 2-3 cm fram.

kv
Addi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá karig » 27.sep 2010, 15:40

Takk fyrir þetta, veit nokkur hvað svona rover gorma setup gefur slaglanga fjöðrum, kv,k.


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá Hlynurh » 27.sep 2010, 18:00

ég var svosem að meina að fá úr klafa bíl eða 70 crúser ég notaði orginal maskínuna hjá mér ....
kv hlynur

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá Kiddi » 27.sep 2010, 20:11

Það er alveg hægt að ná um 30 cm fjöðrun útúr Rover gormum, þeir eru í lengri kanntinum miðað við það sem er í boði af orginal gormum en mættu samt alveg vera lengri!


Adam levý
Innlegg: 43
Skráður: 01.feb 2010, 21:05
Fullt nafn: Adam Levý Karlsson
Staðsetning: garðabær

Re: gormar í stað fjaðra í Hilux

Postfrá Adam levý » 27.sep 2010, 23:36

ég á rover gorma, stífur og dempara samsláttarpúða, getur fengið hásinguna líka , þetta er undir hilux sem ég er aða fara að rífa,
hringdu ef þú hefur áhuga
8233049
jeep cj5 65´ 38"
Dodge Ram 3500 2003


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur