Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Jæja langaði að deila með ykkur smá tilraun hjá mér sem snýst um að hafa sjálfstætt starfandi aukarafkerfi í bíl.
Það gengur út á að nota hugmynd John Bedini að taka meira út af orku en sett er inn á kerfið, það verður vindmylla á toppnum tengd við Bedini SSG charger http://johnbedini.net sem sem hleður 6 volta eða 12 volta geymir sem mun svo hlaða í gegnum SSG charger einn til tvo 12 volta geyma sem sinna aukarafkerfi bílsins. Helst tvo þá er hægt að keyra af öðrum geyminum meðan hinn er í hleðslu, ef myllan er stopp hlaðast geymarnir samt af geyminum. Ekkert er þá tekið út af kerfi bílsins í þetta sem þýðir væntanlega minni eldsneytiseyðslu og minna slit. Þetta er töluverð smíði en ég er ferlega spenntur að prufa þetta, ég sá hjá félaga mínum geymi sem var dæmdur ónýtur lífgaðann við með þessari aðferð og í dag heldur hann a.t.h 14.6 voltum eftir nokkrar hleðslur, þar eru 4 til 5 12 volta geymar fullhlaðnir af einum 12 volta geymi sem er ágætis nýting . Sagt er að þetta lengi líftíma rafgeyma margfalt og ekki eru geymar ódýrir en sparnaður er nú kannski ekki aðalmálið, mér langar bara til að athuga hvort þetta er hægt og gera einhvað svolítið öðruvísi :-). Maður er svosum að apa þetta upp eftir öðrum, hefur einhver hér verið að fikta við þetta eða hefur einhvern áhuga á þessu?
Hendi inn myndum af þessu ferli ef áhugi er á.
Kv Elmar
Það gengur út á að nota hugmynd John Bedini að taka meira út af orku en sett er inn á kerfið, það verður vindmylla á toppnum tengd við Bedini SSG charger http://johnbedini.net sem sem hleður 6 volta eða 12 volta geymir sem mun svo hlaða í gegnum SSG charger einn til tvo 12 volta geyma sem sinna aukarafkerfi bílsins. Helst tvo þá er hægt að keyra af öðrum geyminum meðan hinn er í hleðslu, ef myllan er stopp hlaðast geymarnir samt af geyminum. Ekkert er þá tekið út af kerfi bílsins í þetta sem þýðir væntanlega minni eldsneytiseyðslu og minna slit. Þetta er töluverð smíði en ég er ferlega spenntur að prufa þetta, ég sá hjá félaga mínum geymi sem var dæmdur ónýtur lífgaðann við með þessari aðferð og í dag heldur hann a.t.h 14.6 voltum eftir nokkrar hleðslur, þar eru 4 til 5 12 volta geymar fullhlaðnir af einum 12 volta geymi sem er ágætis nýting . Sagt er að þetta lengi líftíma rafgeyma margfalt og ekki eru geymar ódýrir en sparnaður er nú kannski ekki aðalmálið, mér langar bara til að athuga hvort þetta er hægt og gera einhvað svolítið öðruvísi :-). Maður er svosum að apa þetta upp eftir öðrum, hefur einhver hér verið að fikta við þetta eða hefur einhvern áhuga á þessu?
Hendi inn myndum af þessu ferli ef áhugi er á.
Kv Elmar
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Ekki gleyma að nota þetta hliðtengt yfir R1 í rásinni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Viltu ekki frekar segja mér hvað þú sér athugavert við þetta frekar en svona stæla Stefán?
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Ég leit stuttlega yfir vefsíðuna sem linkað er á og í snatri blasir þetta svona við mér:
Þetta hefur flest einkenni þess að vera klassískt svindl í langri sögu eilífðarvéla, meðal annars:
1) Slegið er fram fullyrðingum um virkni sem brýtur í bága við eðlisfræðilögmál - sem standa enn algerlega óhögguð.
2) Einhverskonar gulrót er veifað fram -oftast fjárhagslegur ávinningur- hér; ókeypis orka.
3) Yfir "fræðunum" drottnar einhverskonar snillingur með meinta stórkostlega afrekaskrá - sem stenst illa nánari skoðun. Hér einhver John Bedini
Til viðbótar eru gjarnan dregin á flot nöfn þekktra snillinga og vísað í einhver ótilgreind verk þeirra. Hér - hinn stórmerkilega og sumpart dularfulla Nicola Tesla. Hann er einkar vinsæll í þessum kreðsum. https://en.wikipedia.org/wiki/Nikola_Tesla
4) Engar frambærilegar sannanir um virkni eru haldbærar, engar óvilhallar rannsóknir eða prófanir frá fólki sem hefur raunverulega burði til að framkvæma þær. Einungis vitnisburðir og loðnar óbeinar sannanir, óskýr videó eða hvaðeina sem engin leið er að sannreyna - gerð til að kitla trúgirni fólks.
5) Samsæriskenning sem á að útskýra hvernig stendur á því að hin æðislega nýja tækni sé ekki þegar í notkun. (hér samráð rafhlöðuframleiðenda)
6) Sölumennska á "fræðsluefni", bækur og geisladiskar, teikningar af græjum, efnislistar og jafnvel einhverskonar "kit" til smíða.
Þegar síðan Jón Jóns hefur keypt efnið og smíðað græjuna en fær ekki þá niðurstöðu sem lofað var - er það alltaf af því að hann gerði eitthvað rangt.
Þetta hefur flest einkenni þess að vera klassískt svindl í langri sögu eilífðarvéla, meðal annars:
1) Slegið er fram fullyrðingum um virkni sem brýtur í bága við eðlisfræðilögmál - sem standa enn algerlega óhögguð.
2) Einhverskonar gulrót er veifað fram -oftast fjárhagslegur ávinningur- hér; ókeypis orka.
3) Yfir "fræðunum" drottnar einhverskonar snillingur með meinta stórkostlega afrekaskrá - sem stenst illa nánari skoðun. Hér einhver John Bedini
Til viðbótar eru gjarnan dregin á flot nöfn þekktra snillinga og vísað í einhver ótilgreind verk þeirra. Hér - hinn stórmerkilega og sumpart dularfulla Nicola Tesla. Hann er einkar vinsæll í þessum kreðsum. https://en.wikipedia.org/wiki/Nikola_Tesla
4) Engar frambærilegar sannanir um virkni eru haldbærar, engar óvilhallar rannsóknir eða prófanir frá fólki sem hefur raunverulega burði til að framkvæma þær. Einungis vitnisburðir og loðnar óbeinar sannanir, óskýr videó eða hvaðeina sem engin leið er að sannreyna - gerð til að kitla trúgirni fólks.
5) Samsæriskenning sem á að útskýra hvernig stendur á því að hin æðislega nýja tækni sé ekki þegar í notkun. (hér samráð rafhlöðuframleiðenda)
6) Sölumennska á "fræðsluefni", bækur og geisladiskar, teikningar af græjum, efnislistar og jafnvel einhverskonar "kit" til smíða.
Þegar síðan Jón Jóns hefur keypt efnið og smíðað græjuna en fær ekki þá niðurstöðu sem lofað var - er það alltaf af því að hann gerði eitthvað rangt.
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
olei wrote:Ég leit stuttlega yfir vefsíðuna sem linkað er á og í snatri blasir þetta svona við mér:
Þetta hefur flest einkenni þess að vera klassískt svindl í langri sögu eilífðarvéla, meðal annars:
1) Slegið er fram fullyrðingum um virkni sem brýtur í bága við eðlisfræðilögmál - sem standa enn algerlega óhögguð.
2) Einhverskonar gulrót er veifað fram -oftast fjárhagslegur ávinningur- hér; ókeypis orka.
3) Yfir "fræðunum" drottnar einhverskonar snillingur með meinta stórkostlega afrekaskrá - sem stenst illa nánari skoðun. Hér einhver John Bedini
Til viðbótar eru gjarnan dregin á flot nöfn þekktra snillinga og vísað í einhver ótilgreind verk þeirra. Hér - hinn stórmerkilega og sumpart dularfulla Nicola Tesla. Hann er einkar vinsæll í þessum kreðsum. https://en.wikipedia.org/wiki/Nikola_Tesla
4) Engar frambærilegar sannanir um virkni eru haldbærar, engar óvilhallar rannsóknir eða prófanir frá fólki sem hefur raunverulega burði til að framkvæma þær. Einungis vitnisburðir og loðnar óbeinar sannanir, óskýr videó eða hvaðeina sem engin leið er að sannreyna - gerð til að kitla trúgirni fólks.
5) Samsæriskenning sem á að útskýra hvernig stendur á því að hin æðislega nýja tækni sé ekki þegar í notkun. (hér samráð rafhlöðuframleiðenda)
6) Sölumennska á "fræðsluefni", bækur og geisladiskar, teikningar af græjum, efnislistar og jafnvel einhverskonar "kit" til smíða.
Þegar síðan Jón Jóns hefur keypt efnið og smíðað græjuna en fær ekki þá niðurstöðu sem lofað var - er það alltaf af því að hann gerði eitthvað rangt.
Sammála og því miður er alltaf til fólk sem vill trúa þessu.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Ég hef fyrir forvitnissakir kíkt eitthvað aðeins á þetta með því að skoða eitthvað af þessum "energyfromthevacuum.com" dvd videoum. Ég er reyndar frekar skeptískur á þetta enda er það oft þannig þegar það er verið að reyna að telja manni trú um eitthvað sem stríðir gegn ríkjandi hugmyndum. Ef að þú hefur tíma, áhugann og smá pening til að stúdera þetta þá myndi ég tvímælalaust gera það í versta falli verður það mjög fróðlegt þó svo að þú fáir kannski ekki þær niðurstöður sem að þú óskaðir eftir í upphafi.
Einu sinni var það nú ríkjandi hugsun að jörðin hlyti að vera flöt og menn sem aðhylltust þá skoðun ekki hlytu að vera ruglaðir. Ef menn hlustuðu alltaf á úrtölu mennina þá yrðu aldrei neinar framfarir.
Einu sinni var það nú ríkjandi hugsun að jörðin hlyti að vera flöt og menn sem aðhylltust þá skoðun ekki hlytu að vera ruglaðir. Ef menn hlustuðu alltaf á úrtölu mennina þá yrðu aldrei neinar framfarir.
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
að taka meira út af orku en sett er inn á kerfið
Þetta er einfaldlega ekki hægt, alveg sama hvað menn reyna.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Arsaell wrote:... verið að reyna að telja manni trú um eitthvað sem stríðir gegn ríkjandi hugmyndum...
Það er eitt ef það stríðir á móti hugmyndum.
Svolítið annað ef það stríðir gegn EÐLISFRÆÐILÖGMÁLUM.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
FREE ENERGY!!!
- Viðhengi
-
- selfcharger.jpg (25.7 KiB) Viewed 11436 times
-
- Innlegg: 183
- Skráður: 25.sep 2011, 17:13
- Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
- Bíltegund: Land Rover
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Strákar...
Síðasti hálfvitinn er ekki enn fæddur.
Síðasti hálfvitinn er ekki enn fæddur.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Hjörturinn wrote:að taka meira út af orku en sett er inn á kerfið
Þetta er einfaldlega ekki hægt, alveg sama hvað menn reyna.
þetta er hvernig menn skilja þetta, það er verið að færa orku (vindorku í hreyfiorku í raforku) milli kerfa, þeas,
út af vindorku, inn af raforku = jafntefli.
mr. Bernoulli in his finest hour.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Jahérna hér, ég átti nú ekki von á því að vera kallaður hálviti (reyktour)fyrir einhverja tilraunastarfsemi sem hefur skemmtanagildi fyrir mig og ef það er einhver ávinningur þá er það bara gott mál.....að segja það er ekki hægt.......þá uppgötvar maður nú lítið
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
emmibe wrote:Jahérna hér, ég átti nú ekki von á því að vera kallaður hálviti (reyktour)fyrir einhverja tilraunastarfsemi sem hefur skemmtanagildi fyrir mig og ef það er einhver ávinningur þá er það bara gott mál.....að segja það er ekki hægt.......þá uppgötvar maður nú lítið
held að reyktur hafi nú verið svona almennt að tala um að það sé nóg af mönnum sem vilja græða á vankunnáttu annarra.
en mér fannst þessi hugmynd skemmtileg (las þetta nú reyndar ekki spjaldanna á milli) en flækjustigið talsvert fyrir x-hagnað, það sem mér datt í hug í framhaldinu væri svona spjalda-vindtúrbína, ekki ósvipað og er notað sem loftræsting á stærri bílum, útfæra það sem litla vindmyllu sem hefði þann tilgang að hlaða geyma á meðan bíll stæði ónotaður, þyrfti aðeins örfá wött til að halda fullri hleðslu þar sem það er nú oftast blástur á þessu vindskeri okkar.
um að gera að spá í sem flestu, þó ekki sé nema til að læra af því en við vitum jú að það eru alltaf til einhverjir sem eru til í að draga úr og gera grín að öðrum enda einsog reyktur sagði, síðasti hálfvitinn er ekki enn fæddur !
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Ég skildi reyktur einmitt þannig að hann væri að tala um þennan John Bedini sem hálfvita. Ég googlaði það nafn aðeins og hann er þekktur fyrir scam! Passaðu þig á því að láta ekki plata eitthvað svona inná þig.
-
- Innlegg: 1233
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Það er þó nokkrar síður á netinu sem halda utan um svikastarfssemi. Það er um að gera að nota google til þess að finna upplýsingar um svona "öðruvísi" hluti.
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 14.aug 2012, 23:44
- Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
- Bíltegund: Land Rover Defender
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Það eru til ýmsar leiðir til að nýta náttúrulega orku, t.d. með sólarsellum og vindmyllum, en þessi virðist ekki raunhæf.
Það sem þetta gerir er að auka loftmótstöðu bílsins þannig að það þarf meiri olíu eða bensín til að knýja hann áfram. Hluti af þeirru orku (auka orku sem búin er til með olíu/bensíni) gæti skilað sér til baka í vindorkunni sem er beisluð. En það væri afar óskilvirk leið því að hægt er að fá betri orkunýtingu með því að breyta bara jarðefnaorkunni bara beint í rafmagn (eins og gert er fyrir í bílnum).
Það sem þetta gerir er að auka loftmótstöðu bílsins þannig að það þarf meiri olíu eða bensín til að knýja hann áfram. Hluti af þeirru orku (auka orku sem búin er til með olíu/bensíni) gæti skilað sér til baka í vindorkunni sem er beisluð. En það væri afar óskilvirk leið því að hægt er að fá betri orkunýtingu með því að breyta bara jarðefnaorkunni bara beint í rafmagn (eins og gert er fyrir í bílnum).
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
emmibe wrote:Viltu ekki frekar segja mér hvað þú sér athugavert við þetta frekar en svona stæla Stefán?
"John Bedini Monopole Mechanical Oscillator Energizer with simplified School girl Circuit Randiant Energy Chargin."
Ég hvet þig eindregið til að kaupa svona og setja það upp, telja svo sjálfum þér trú um að öll þessi stóru orð þýði eitthvað í þessu samhengi og kaupa svo söluleyfi af John Bedini sjálfum fyrir fullt af peningum og jafnvel veðsetningu á húsinu þínu.
Þegar þú ert búin að því og taka 2 daga námskeið hjá honum þá ertu á grænni grein og á beinni leið á toppinn í íslensku viðskiptalífi. Færð örugglega boð um að gerast forstjóri Orkusetrus í framhaldinu.
Get ég ekki selt þér Hi-clone í bílinn? Fullt af ókeypis hestöflum og eyðslan dettur niður úr öllu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Við skulum nú ekki alveg missa okkur í þessu, það er bara mannlegt að trúa þessu því jú, maður vill auðvitað trúa því að svona galdralausnir virki.
En stundum þarf utanaðkomandi til að benda á villu okkar vegar þegar gagnrýn hugsun klikkar aðeins.
Verð samt að segja að það fer rosalega í taugarnar á mér hvað er mikið til af svona bulli til að féfletta fólk, en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo er rosalega góð regla þegar maður sér svona að spyrja sig afhverju þetta kemur ekki í nýjum bílum, veit það eftir nám í bílaverkfræði að menn sem standa að framleiðslu bíla myndi gjörsamlega stökkva á allt þetta dót ef einhver hefði sannað með vísindalegum hætti að þetta virkaði, samsæriskenningar um tengsl bílaiðnaðar og olíuiðnaðar eru ekkert annað en það, samsæriskenningar.
En stundum þarf utanaðkomandi til að benda á villu okkar vegar þegar gagnrýn hugsun klikkar aðeins.
Verð samt að segja að það fer rosalega í taugarnar á mér hvað er mikið til af svona bulli til að féfletta fólk, en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo er rosalega góð regla þegar maður sér svona að spyrja sig afhverju þetta kemur ekki í nýjum bílum, veit það eftir nám í bílaverkfræði að menn sem standa að framleiðslu bíla myndi gjörsamlega stökkva á allt þetta dót ef einhver hefði sannað með vísindalegum hætti að þetta virkaði, samsæriskenningar um tengsl bílaiðnaðar og olíuiðnaðar eru ekkert annað en það, samsæriskenningar.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Vá það mætti halda að ég hefði líst því yfir að hafa séð UFO og geimverur, svona einstefnu hugsun frá fólki sem eru alltaf að breyta og gera tilraunir á faratækjum sem er búið að eyða miljörðum í þróun hjá framleiðanda, utanáliggjandi úrhleypibúnaður poppar upp í hugann :-) Ekkert skrítið að ef einhver hefur trú á svona tilraunum þori ekki að tjá sig hér og hraunað yfir viðkomandi í staðinn. Ég sagði aldrei að það væri verið að SELJA mér einhvað, þetta fikt er byggt á hugmynd Bedinis og ég fann mér t.d ókeypis rafmótor og er ekki að kaupa neitt svakalegt í þetta miðað við hvað er búið að fara í bíllinn fyrir. En ég vona bara að þessi þráður hverfi bara niður listann allavegana held ég niðurstöðunum fyrir sjálfan mig hverjar sem þær verða.
Kv Elmar
Kv Elmar
-
- Innlegg: 112
- Skráður: 19.jan 2012, 17:49
- Fullt nafn: Sigurður E Gíslason
- Bíltegund: Hilux Dc 38"
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Jú veistu endilega prufaðu þetta.
Það er alltaf gaman að vera forvitinn og prufa eitthvað nýtt.
Alveg furðulegt hvað margir þurfa alltaf að drulla yfir allt og alla og gera sjálfa sig af fífli.
Mátt alveg hlaða inn myndum líka, verður bara gaman að þessu.
Það er alltaf gaman að vera forvitinn og prufa eitthvað nýtt.
Alveg furðulegt hvað margir þurfa alltaf að drulla yfir allt og alla og gera sjálfa sig af fífli.
Mátt alveg hlaða inn myndum líka, verður bara gaman að þessu.
Sigurður Einar Gíslason
Toyota Hilux 38"
Vestmannaeyjar
Toyota Hilux 38"
Vestmannaeyjar
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Tilgangurinn með innleggi mínu hér ofar var ekki að draga tennurnar úr sköpunargleði manna né heldur að gera á nokkurn hátt lítið úr fróðleiksþorsta eða nýjungagirni. Tilgangurinn var að spara mönnum sporin í því að sækja vatnið yfir lækinn.
Ég veit um mörg leiðinlegri og gagnslausari verkefni en að prófa að setja vindmyllu á toppinn á jeppanum og láta hana framleiða inn á rafgeyma. Það gæti verði skemmtilegt að prófa það. Maður þarf samt ekki að reikna lengi til að sjá að af því er enginn fjárhagslegur ávinnungur, nema síður sé. Nema náttúrulega að maður setji hleðslutæki við vindmylluna sem skilar mikið meiri orku út en það fær inn.
Og það er einmitt hér sem hnífurinn stendur í kúnni hvað þetta dæmi varðar. Það var engin tilviljun að fyrsti liður í upptalingu minni hér ofar hljóðaði svo: "1) Slegið er fram fullyrðingum um virkni sem brýtur í bága við eðlisfræðilögmál - sem standa enn algerlega óhögguð." Einmitt af því að hleðslutækið góða þverbrýtur grundvallarlögmál eðlisfræðinnar.
Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvaða merkingu þetta hefur: Einmitt á þessu lögmáli er iðnbyltingin og síðar tæknibyltingin reist -höfum í huga að báðar gerðust sannarlega. Þetta er síðan ein höfuð grunnstoð allra nútíma vísinda. Undirstaða í skilningi mannkyns á því hvernig heimurinn virkar - allt frá einföldustu orkuferlum yfir skilning á alheiminum, myndun sólkerfa, pláneta os.frv. Enn í dag er þetta lögmál undir í rannsóknum í kennilegri eðlisfræði - eins og t.d þeim sem eiga sér stað í CERN öreindahraðlinum - og stendur enn óhaggað.
Bæði geimverur og fljúgandi furðuhlutir eru mjög líkleg fyrirbæri við hliðina á hleðslutækinu góða. Enda ekkert í vísindalegum þekkingarbrunni mannkyns sem útilokar tilvist þeirra - öfugt við hleðslutækið.
Ég veit um mörg leiðinlegri og gagnslausari verkefni en að prófa að setja vindmyllu á toppinn á jeppanum og láta hana framleiða inn á rafgeyma. Það gæti verði skemmtilegt að prófa það. Maður þarf samt ekki að reikna lengi til að sjá að af því er enginn fjárhagslegur ávinnungur, nema síður sé. Nema náttúrulega að maður setji hleðslutæki við vindmylluna sem skilar mikið meiri orku út en það fær inn.
Og það er einmitt hér sem hnífurinn stendur í kúnni hvað þetta dæmi varðar. Það var engin tilviljun að fyrsti liður í upptalingu minni hér ofar hljóðaði svo: "1) Slegið er fram fullyrðingum um virkni sem brýtur í bága við eðlisfræðilögmál - sem standa enn algerlega óhögguð." Einmitt af því að hleðslutækið góða þverbrýtur grundvallarlögmál eðlisfræðinnar.
Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvaða merkingu þetta hefur: Einmitt á þessu lögmáli er iðnbyltingin og síðar tæknibyltingin reist -höfum í huga að báðar gerðust sannarlega. Þetta er síðan ein höfuð grunnstoð allra nútíma vísinda. Undirstaða í skilningi mannkyns á því hvernig heimurinn virkar - allt frá einföldustu orkuferlum yfir skilning á alheiminum, myndun sólkerfa, pláneta os.frv. Enn í dag er þetta lögmál undir í rannsóknum í kennilegri eðlisfræði - eins og t.d þeim sem eiga sér stað í CERN öreindahraðlinum - og stendur enn óhaggað.
Bæði geimverur og fljúgandi furðuhlutir eru mjög líkleg fyrirbæri við hliðina á hleðslutækinu góða. Enda ekkert í vísindalegum þekkingarbrunni mannkyns sem útilokar tilvist þeirra - öfugt við hleðslutækið.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Fyrirgefðu Elmar ef pósturinn minn hljómaði ruddalegur, ég lofa að leyfa Helga Brjót að eiga þá pósta skuldlausa. En mér fannst alveg ótrúlegt að eitthvað sem byggir á "School Girl Circuit" og er með neon peru og koparhúðuðum rafsuðupinnum skildi ekki hafa opnað augu þín fyrir því að þetta er svindl. En einhvern vegin grunar mig að þú vitir það og sért bara að fífla okkur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Ég skoðaði nú þetta Bedini patent uppá forvitnis sakir. Það er til og útgefið síðan 2003.
Það virðist nú samt ekki vera neitt rosalega mikið sameiginlegt með þessum reiðhjólagjarðar-rafal og efni einkaleyfisins. Þetta einkaleyfi fjallar um aðferð til að minnka töp í rafmótor með því að beisla afgangs segulsvið, minnir að það sé kallað tregða, í rafmótor. Hvort þetta virkar í raun er ég ekki alveg með á hreinu, ég er orðinn aðeins of ryðgaður í raffræðinni til að gera mér gein fyrir því.
Það er nú samt þannig með einkaleyfi að það þarf allavega að sýna fram á með góðum líkum að hugmyndin virki. Það er þó ekki algilt og fer í raun mest eftir því hversu svokallaður "examiner" hjá einkaleyfastofunni sér í gegn um bullið eða ekki. "Examiner" er oftast með sérhæfingu á því sviði sem einkaleyfið fellur undir.
Þessi Bedini er greinilega heilmikill sérvitringur, en einkaleyfið hans er líka sérlega illa skrifað lagatæknilega séð. Það gæti líka skýrt hvers vegna enginn hefur keypt það af honum, það er svo lítið mál að fara framhjá því þó að verið sé að nýta sömu lögmál.(Það er mögulegt að einhver sé með license á því þó að hann eigi það ennþá)
Allavega, þetta er engin gullnáma í farartækjum knúnum af jarðefnaeldsneyti, það væru helst stórir mótorar í iðnaði sem hægt væri að nýta þetta til að spara orku. Hvers vegna það er ekki gert gæti einfaldlega verið vegna þess að þetta virkar ekki eða veldur annars konar veseni sem dregur ágæti hugmyndarinnar niður.
kv
Grímur
Það virðist nú samt ekki vera neitt rosalega mikið sameiginlegt með þessum reiðhjólagjarðar-rafal og efni einkaleyfisins. Þetta einkaleyfi fjallar um aðferð til að minnka töp í rafmótor með því að beisla afgangs segulsvið, minnir að það sé kallað tregða, í rafmótor. Hvort þetta virkar í raun er ég ekki alveg með á hreinu, ég er orðinn aðeins of ryðgaður í raffræðinni til að gera mér gein fyrir því.
Það er nú samt þannig með einkaleyfi að það þarf allavega að sýna fram á með góðum líkum að hugmyndin virki. Það er þó ekki algilt og fer í raun mest eftir því hversu svokallaður "examiner" hjá einkaleyfastofunni sér í gegn um bullið eða ekki. "Examiner" er oftast með sérhæfingu á því sviði sem einkaleyfið fellur undir.
Þessi Bedini er greinilega heilmikill sérvitringur, en einkaleyfið hans er líka sérlega illa skrifað lagatæknilega séð. Það gæti líka skýrt hvers vegna enginn hefur keypt það af honum, það er svo lítið mál að fara framhjá því þó að verið sé að nýta sömu lögmál.(Það er mögulegt að einhver sé með license á því þó að hann eigi það ennþá)
Allavega, þetta er engin gullnáma í farartækjum knúnum af jarðefnaeldsneyti, það væru helst stórir mótorar í iðnaði sem hægt væri að nýta þetta til að spara orku. Hvers vegna það er ekki gert gæti einfaldlega verið vegna þess að þetta virkar ekki eða veldur annars konar veseni sem dregur ágæti hugmyndarinnar niður.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Aðeins að vekja upp gamlann draug;
Kjarninn er með ansi góða grein á bls.70 í nýjasta blaðinu;
http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2014/03/2014_03_20.pdf
Kjarninn er með ansi góða grein á bls.70 í nýjasta blaðinu;
http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2014/03/2014_03_20.pdf
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Þetta er ein sú besta grein sem ég hef lesið.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
gislisveri wrote:Þetta er ein sú besta grein sem ég hef lesið.
Ég get ómögulega tekið þennan greinarhöfund alvarlega. Ég er alveg pottþéttur á því að hann er með tvö HiClone í bílnum sínum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Stebbi wrote:gislisveri wrote:Þetta er ein sú besta grein sem ég hef lesið.
Ég get ómögulega tekið þennan greinarhöfund alvarlega. Ég er alveg pottþéttur á því að hann er með tvö HiClone í bílnum sínum.
Já, þetta er ábyggilega helvítis hræsnari.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
gislisveri wrote:Stebbi wrote:gislisveri wrote:Þetta er ein sú besta grein sem ég hef lesið.
Ég get ómögulega tekið þennan greinarhöfund alvarlega. Ég er alveg pottþéttur á því að hann er með tvö HiClone í bílnum sínum.
Já, þetta er ábyggilega helvítis hræsnari.
Hann er örugglega stór hluthafi í olíufélagi eða áhrifamaður á eina frjálsa og óháða vettvangi bílaáhugamanna á internetinu. Hann og Davíð Oddsson funda örugglega saman á reykfylltum spjallborðum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Stebbi wrote:...Hann og Davíð Oddsson funda örugglega saman á reykfylltum spjallborðum.
HAHAHA!!
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Mér finnst magnað hvað menn eru fljótir að skjóta niður svona tilraunastarfsemi. Gæti verið sniðugt að vera með svona inn á auka rafgeymi sem hægt er að hlaða meðan bíllinn stendur kyrr. Það eyðir engri aukaorku. Það væntanlega er enginn stórkostlegur sparnaður en skemmtileg pæling.
kv Tolli
kv Tolli
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Allt saman skemmtilegar pælingar og besta mál að prófa og segja frá því. Það sem fer í taugarnar á mönnum eru fullyrðingar um eitthvað sem ekki stenst.
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
gislisveri wrote:Þetta er ein sú besta grein sem ég hef lesið.
Það besta í henni var hvernig Pizzafyrirtækið fór að því að spara bensín og fækka slysum...
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
jongud wrote:Stebbi wrote:...Hann og Davíð Oddsson funda örugglega saman á reykfylltum spjallborðum.
HAHAHA!!
Það væri nú ekki amalegt að fýra í kúbönskum með Doddzenegger.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
gislisveri wrote:jongud wrote:Stebbi wrote:...Hann og Davíð Oddsson funda örugglega saman á reykfylltum spjallborðum.
HAHAHA!!
Það væri nú ekki amalegt að fýra í kúbönskum með Doddzenegger.
það væri alveg ástæða til að fá blússandi standara
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1395
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
biturk wrote:gislisveri wrote:Stebbi wrote:...Hann og Davíð Oddsson funda örugglega saman á reykfylltum spjallborðum.
Það væri nú ekki amalegt að fýra í kúbönskum með Doddzenegger.
það væri alveg ástæða til að fá blússandi standara
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 232
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Ég lýsi yfir stuðningi á tilraunir, út á það gengur þetta víst allt saman og framfarirnar á síðustu 2-3 árum á eyðslu og aflaaukningu bílvéla undirstrika það að bílaframleiðendur hafa ekki fullkomnað hönnun ottovélarinnar eða þá að þeir spila ekki öllum sínum trompum út á einu bretti. og hver veit að sá búnaður sem er í nýjum bílum í dag hafi verið tilraun í bílskúr fyrir 10-15 árum og allir drulluðu yfir. Kannski er það áreiðanleikinn sem spilar stóran þátt hjá bílaiðnaðinum. Ég er sjálfur að föndra við vetnisframleiðslu og það er bara gaman og í versta falli virkar þetta ekki
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Það var víst maður að nafni Ernest Carlton sem fann upp FSI kerfið eins og það er útfært í dag. Hann var að vinna í skúrnum hjá sér með gamla VW vél með kertagötin opin og misti vínarbrauð ofaní eitt þeirra, hugsaði hann þá með sér hvað það væri sniðugt að prufa að setja bensínið beint inn líka. Og síðan þá höfum við GDI, FSI og SIDI. Bakarinn fór svo í mál við hann í framhaldinu og á núna 25% í einkaleyfinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Stebbi wrote:Það var víst maður að nafni Ernest Carlton sem fann upp FSI kerfið eins og það er útfært í dag. Hann var að vinna í skúrnum hjá sér með gamla VW vél með kertagötin opin og misti vínarbrauð ofaní eitt þeirra, hugsaði hann þá með sér hvað það væri sniðugt að prufa að setja bensínið beint inn líka. Og síðan þá höfum við GDI, FSI og SIDI. Bakarinn fór svo í mál við hann í framhaldinu og á núna 25% í einkaleyfinu.
Ekki gleyma því að CIA og KGB og BP og Statoil reyndu að ráða hann af dögum með eitruðum kleinuhringjum.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjáfstætt starfandi aukarafkerfi
Það var víst glassúrið sem var eitrað ekki kleinuhringirnir, notendur wikipedia og http://www.thetruthisoutthere.com komu þessum misskilning af stað. Þetta var víst afsannað af bakaranum sem seldi frumkvöðlinum vínarbrauðið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur