Hemi 5,7


Höfundur þráðar
olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Hemi 5,7

Postfrá olihelga » 11.okt 2010, 22:45

Gott kvöld

Nú er verið að velta fyrir sér að skipta um bíl og þá kallar fjölskyldustærðin á amk 7manna bíl, í þeim flokki og á því verði sem ég hef verið að spá í að setja í þetta standa uppúr 2 tegundir bíla báðir með Hemi 5,7 annars vegar Dodge Durango og hins vegar Jeep Commander. Og nú spyr ég eru þetta alveg sömu vélarnar í þessu eða er Hemi bara eitthver viðbót við venjulega vél og þá má setja Hemi stimpil á hana? Ef þetta er ekki sama vélin hver er munurinn? Og þá síðast en ekki síst veit einhver hvernig þessir vagnar hafa komið út. Ég reikna ekki með miklum breytingum en myndi trúlega reyna að setja eins stór dekk og hægt er með engri eða lítilli breytingu, allavegana vetrardekkin. Ég geri mér grein fyrir að þetta drekkur eitthvað og er búin að gera mér hugmyndir um c.a. 16 +-2 og þá frekar + á hverja 100km.

Kv, Ólafur Helgason


Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hemi 5,7

Postfrá snöfli » 11.okt 2010, 23:13

Hemi þýddi á sínum tíma, hemispere eða hálfkúla. Sprengirýmið var semsé hálfkúlulagað. Þetta er gamla 318 vélin með sérstöku heddi það best ég veit.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hemi 5,7

Postfrá Stebbi » 12.okt 2010, 07:20

snöfli wrote:Hemi þýddi á sínum tíma, hemispere eða hálfkúla. Sprengirýmið var semsé hálfkúlulagað. Þetta er gamla 318 vélin með sérstöku heddi það best ég veit.


5.7 Hemi kom ný 2005 og passar ekkert á milli gömlu vélana og hennar, enda var 318 aldrei til sem Hemi. Þetta er sama 5.7 vélin í Durango, Chrysler 300, Grand Cherokee, Commander og öllu þessu dóti í dag. Mæli með að þú leitir að þessu á wikipedia þar er fullt af upplýsingum um breytingar á milli ára og þróun.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Hemi 5,7

Postfrá olihelga » 12.okt 2010, 07:50

Ok og er þá mikill munur á vélunum í 2004 bílunum og 2005 þar sem þú segir að vélin hafi komið ný 2005.
Og hitt einhverjar reynslusögur af þessum bílum yfirleitt?
Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hemi 5,7

Postfrá jeepson » 12.okt 2010, 15:15

Ég var með 2003 ram með þessari hemi vél og þetta er fín vél. Góð virkni og eyðslan fín.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Hemi 5,7

Postfrá Hansi » 12.okt 2010, 15:40

Hæ,
Durangoinn er eyða 20L innanbæjar, það er bara þannig.
http://www.fueleconomy.gov/feg/findacar.htm
Held að þessar vélar slái út einhverjum stimplum við lítið átak og þannig eigi að fást minni eyðsla, þetta gerist ekki innanbæjar í smásnatti með kalda vél.
Durangoínn er drullusprækur, en eyðslan rýkur aftur á móti upp við að leika sér.
Einn vinur minn var að monta sig af því hvað hann eyddi litlu og við tékkuðum á eyðslutölvunni, bíllin var í 27,2 L á hundraðið :) gaman af því hehe
Kv. Hans

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hemi 5,7

Postfrá Kiddi » 12.okt 2010, 16:11

Það eru samt ekki allir Hemi mótorarnir með þessum búnaði til að slá út sílendrunum (Cylinder deactivation)....
Mætti líka bæta því við að þessi mótor á ekkert sameiginlegt með 4.7 mótornum

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hemi 5,7

Postfrá Freyr » 12.okt 2010, 19:23

Frændi minn er búinn að eiga Durango með 5,7 Hemi í nokkur ár. Hann notar hann innanbæjar hér í rvk. og í hestakerrudrátt þegar hann fer á honum út á land. Hann er að eyða 19 - 20 lítrum að jafnaði, ekki draugasögur frá honum heldur hef ég séð tölurnar nokkrum sinnum sjálfur. Ég ætlaði ekki að trúa honum þegar hann sagði mér þetta fyrst en þetta er staðreynd. Ég efast um að það séu margir mótorar sem skila jafn miklu afli miðað við eyðslu eins og þessir.

Kveðja, einn sem langar í 5,7 Hemi í XJ-inn sem er á 38"


Höfundur þráðar
olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Hemi 5,7

Postfrá olihelga » 12.okt 2010, 21:22

Alltaf gott að fá upplýsingar með eyðslu, reynslan hefur hins vegar sýnt mér að ég er með c.a. 50% akstur utanbæjar þannig að ég geri ráð fyrir eitthvað lægri eyðslutölum en þessar tölur koma samt ekkert á óvart. Hvað með bilanir hefur þetta verið að bila eitthvað og þá hvað ef eitthvað?

Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Hemi 5,7

Postfrá Hagalín » 12.okt 2010, 21:26

Ég átti Magnum 2005 módel með þessari vél. Ég var mjög sáttur við hann og ekki var eyðslan meiri en það við ókum
honum 18þ km á þessu ári sem við áttum hann. Frúin fór á honum í skólann allan veturinn frá Akranesi og til RVK.
Að meðaltali var hann í kringum 15-16 og var það kanski 60% utanbæjar og 40% innanbæjar á Akranesi. Bíllinn var á 20" felgum. Núllaði mælinn einu sinni þegar ég var úti á vegi og náði honum niður í 11l úti á vegi frá RVK og á Akranes. Þá var ekið bara á 90km/klst alla leið. En það mesta sem ég sá í eyðslu á honum var 20l það var innanbæjar að vetri til.
Innanbæjar akstur á Akranesi er kannski aðeins öðruvísi en innanbæjar í RVK. Þú ert alltaf að stoppa og taka af stað og bíllinn nær aldrey að hitna fyrir alvöru.

Allar tölur sem ég segi hér eru eftir tölvuni í bílnum. Ég tók og sannreyndi hana nokkrum sinnum og passaði lítratalan þar alveg.
Þá tók ég km eftir gps og fyllti tankinn og þessháttar, þið kunnið þetta.

Mjög hljóðlátur mótor sem öskrar reyndar þegar tekið er á honum. Mjög sáttur með orkuna í þessum bíl. Sparkaði honum
áfram þó hann væri 1900kg :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hemi 5,7

Postfrá jeepson » 13.okt 2010, 19:35

raminn minn var svona að jafnaði í 14-15 í langkeyrslu. þá var ég með krúsið á svona 100. En hann gat líka dottið niður í 12l og uppí 18 í lang keyrsluni. Það fór nú bara eftir veðrinu. En svona mest lá hann í 14,5 hjá mér. í RVK var ég í um 20-28L á hundraðið. En það var nú ekki altaf sem að bílarnir héldu í mann þegar maður var að taka af stað á ljósum. Ég hef sjaldann tekið jafn marga tæpa frammúr akstra á honum. Ég hikaði ekki við að taka frammúr 6-8 bílum í einu í langkeyrslu. enda hafði maður alveg aflið í það. Ég sé mikið eftir þessum bíl þar sem að var gott að ferðast á honum. En þegar maður er kominn með barn og í þokkabót var ég orðinn atvinnulaus. Þá varð djásnið að fjúka ásamt hinum 2 bílunum sem að hjúin áttum. :/
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Hemi 5,7

Postfrá Dodge » 14.okt 2010, 12:18

Stebbi Bjarnhéðins Torfærukappa á Akureyri á 2500 Ram með 5,7 HEMI.
Hann túrar um landið á honum, smekkloduðum af fólki og drasli, með torfærubílinn á kerru aftaní
og þannig eyddi hann 17 lítrum, ég mundi telja það mjög gott.

Kv, 'Cuda Steve


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir