Sæl öll
Það er oft skemmtileg áskorun að leita að "best of the worst" og nú er ég með spurningu til ykkar; Hafa einhver snúningshné fyrir úthleypibúnað reynst betur en önnur af þeim ódýru? Veit mætavel að eina vitið er að fara í hné á borð við þau sem Sölvi og Landvélar selja, þessi smíðuðu með alvöru legum. Það er hinsvegar ekki á dagskrá í bili, ég hef aldrei átt jeppa með úrhleypibúnaði fyrr og á alveg eftir að prófa frosin hné sem snúa upp á slöngur, brotin hné og allt hitt ótrúlega spennandi og óvænta sem getur komið upp á þegar ódýr hné eru notuð í það sem þau eru ekki hönnuð fyrir.
En á almennu nótunum fyrir þráðinn þá langar mig að telja upp nokkur "best of the worst" atriði að mínu mati:
-Kýs Nissan Terrano fram yfir Musso og Trooper
-Kann betur við 2,8 en 3,0 í Patrol
-Kýs frekar opið mismunadrif en NoSpin- byggi þetta á áralangri reynslu af því að hafa aldrei átt jeppa með NoSpin
-Þykir blaðfjaðrir betri en illa smíðuð og vanhugsuð loft- eða gormafjöðrun
Hafi mér tekist að særa einhvern er viðkomandi bent á að hafa samband við abendingar@utvarpsaga.is
"Best of the worst"
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: "Best of the worst"
Það hefur verið nokkur umræða hérna um smíðuð hné... með því að nota 1” – ½” brjóstnippla úr húsa/byko/bauhaus, glussarör og síðan generic legur + pakkdósir sem eru bara lagervara hjá t.d. fálkanum, poulsen, barki, landvelar o.fl stöðum. Ólafur (olei) startaði tækniþráð um þetta 2019. Ég hef heyrt af nokkrum smíða svona en það vantar alveg feedback um hvernig þetta er að reynast.
Ég er sjálfur að spá í úrleypibúnað þannig að ég hef gaman af svona umræðum :)
Hérna er þráðurinn http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=35421&p=181016&hilit=sn%C3%BAningshn%C3%A9#p181016
Ég er sjálfur að spá í úrleypibúnað þannig að ég hef gaman af svona umræðum :)
Hérna er þráðurinn http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=35421&p=181016&hilit=sn%C3%BAningshn%C3%A9#p181016
Re: "Best of the worst"
Já vissi af þessu, þau kosta bara of mikið til að ég nenni að standa í svona mixi sjálfur. Stefni á að prófa þau plasthné sem orðið á götunni ber bestu söguna, í bili eiga hné hjá loft og rakatæki vinninginn
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: "Best of the worst"
Ég skil... ég hef ekki séð þessi hné hjá loft og raftæki. Væri gaman að sjá mynd af þeim og vita hvað þau kosta :)
-
- Innlegg: 2670
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: "Best of the worst"
'best of the worst' eða "illskárri kosturinn"
japanskt fram yfir amerískt, og japanskur ameríkani fram yfir "hreinræktaðan" ameríkana (enda ek ég á Tacomu)
Japanskt, amerískt OG kóreskt fram yfir breskt.
Ford frekar en Jeep, hafandi átt báðar tegundir.
TIG frekar en MIG (bara ekki drekka mikið kaffi áður en byrjað er á suðuvinnu)
Loftlæsing frekar en No-Spin sem aftur er betra en ekki neitt.
Toyota frekar en Nissan þegar framhásingarnöf eru annars vegar.
Garmin kýs ég fram yfir Magellan
japanskt fram yfir amerískt, og japanskur ameríkani fram yfir "hreinræktaðan" ameríkana (enda ek ég á Tacomu)
Japanskt, amerískt OG kóreskt fram yfir breskt.
Ford frekar en Jeep, hafandi átt báðar tegundir.
TIG frekar en MIG (bara ekki drekka mikið kaffi áður en byrjað er á suðuvinnu)
Loftlæsing frekar en No-Spin sem aftur er betra en ekki neitt.
Toyota frekar en Nissan þegar framhásingarnöf eru annars vegar.
Garmin kýs ég fram yfir Magellan
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: "Best of the worst"
Nei nú held ég að það sé frosið í helvíti þegar Freyr Þórsson nennir ekki mixi...
Re: "Best of the worst"
Kiddi wrote:Nei nú held ég að það sé frosið í helvíti þegar Freyr Þórsson nennir ekki mixi...
Jáneinei ég myndi aldrei nenna að standa í mikilli sérsmíði, best að hafa þetta bara original
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: "Best of the worst"
En til að taka þátt í umræðunni:
Af japönskum sálarlausum dollum er Toyota illskárst
Af Defenderum er sá nýjasti skárstur, enda ekki framleiddur á bretlandseyjum
Af jarðefnaeldsneyti er bensín skárra en dísel
Af japönskum sálarlausum dollum er Toyota illskárst
Af Defenderum er sá nýjasti skárstur, enda ekki framleiddur á bretlandseyjum
Af jarðefnaeldsneyti er bensín skárra en dísel
-
- Innlegg: 67
- Skráður: 13.feb 2010, 17:33
- Fullt nafn: Haraldur Arnarson
- Bíltegund: LR Defender 38”
Re: "Best of the worst"
Sælir,
Mig minnir að efniskostnaður við hnén eftir uppskrift hér af spjallinu hafi verið um 14.000 með auka legu og pakkdós sem er sirka 3500 á stykki. Væntanlega hægt að kría út afslátt í þessum lagnaverslunum. Ég er reyndar með skrúfað lok yfir þar sem pakkdósin átti það til að þrýstast út. ég er búinn að vera með þetta í sirka 9 mánuði og keyra með þetta sirka 4-5000 km og sirka 2000 km með slöngur tendar. Ekkert vesen hingað til og lekur ekkert 7-9-13....
Mig minnir að efniskostnaður við hnén eftir uppskrift hér af spjallinu hafi verið um 14.000 með auka legu og pakkdós sem er sirka 3500 á stykki. Væntanlega hægt að kría út afslátt í þessum lagnaverslunum. Ég er reyndar með skrúfað lok yfir þar sem pakkdósin átti það til að þrýstast út. ég er búinn að vera með þetta í sirka 9 mánuði og keyra með þetta sirka 4-5000 km og sirka 2000 km með slöngur tendar. Ekkert vesen hingað til og lekur ekkert 7-9-13....
Re: "Best of the worst"
Legris fittings, sem fæst í Landvélum, er hægt að fá með 45° "hálfhné", sem hefur það með sér að það má hafa þau innar í felgunni og stífa, helst 10mm, slöngu. Þannig útbúnaður setur eiginlega bara eina samfellda sveigju á slönguna í staðinn fyrir að reyna að setja hana í S.
Hvort þetta er til í skúffunum hjá þeim akkúrat núna veit ég ekkert um....
Hvort þetta er til í skúffunum hjá þeim akkúrat núna veit ég ekkert um....
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 1233
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: "Best of the worst"
Best of the worst... Hef aldrei spáð í því svona en svei mér þá ef ég hef ekki bara lifað samkvæmt þessum orðum allt mitt líf!
Hvað hina heilögu þrenningu varðar er ég sammála. Hef átt nokkur eintök af Terrano, Trooper og Musso. Allt fínir bílar en maður þarf að vera tilbúinn í skellinn.
Þar kemur Terrano sterkur inn. Þegar hann deyr þá bara deyr hann. Ekkert dauðastríð ekkert vesen. Þetta er bara búið og þú heldur áfram með lífið.
Trooper og Musso hinsvegar gefa þér óljósar vísbendingar. Stundum í marga mánuði. Þrátt fyrir einlæga afneitun gerir þú þér samt grein fyrir því að það er eitthvað í gangi. Þessir bílar deyja hægu dauðastríði með tilheyrandi fölskum vonum um að nú sé allt í lagi. Þegar um yfir líkur áttar þú þig á því að þú varst hafður að fífli og helvítis jeppinn var búinn að vera bilaður lengi.
Hvað hina heilögu þrenningu varðar er ég sammála. Hef átt nokkur eintök af Terrano, Trooper og Musso. Allt fínir bílar en maður þarf að vera tilbúinn í skellinn.
Þar kemur Terrano sterkur inn. Þegar hann deyr þá bara deyr hann. Ekkert dauðastríð ekkert vesen. Þetta er bara búið og þú heldur áfram með lífið.
Trooper og Musso hinsvegar gefa þér óljósar vísbendingar. Stundum í marga mánuði. Þrátt fyrir einlæga afneitun gerir þú þér samt grein fyrir því að það er eitthvað í gangi. Þessir bílar deyja hægu dauðastríði með tilheyrandi fölskum vonum um að nú sé allt í lagi. Þegar um yfir líkur áttar þú þig á því að þú varst hafður að fífli og helvítis jeppinn var búinn að vera bilaður lengi.
Re: "Best of the worst"
Átti Galloper sem klárlega átti heima með Musso og Trooper í þessu samhengi. Sú tilraun gerði ekkert annað en að herða mig í Toyota trúnni. Smá vesen hér og þar, brotinn sveifarás, bilað hedd, notaður mótor settur í en samt alltaf eitthvað bras. Olíutankur ryðgaður í drasl, stýrisgangs bilanir en samt gekk druslan. Oftast.
Hehe. Hvar er Patrol? Sjitt hvað ég sakna Patrolman. Það eiginlega bráðvantar þannig tröll á spjallið aftur. Virkilega farinn að sakna smá tegunda rígs bulls. Við vitum öll að þetta dót er allt forgengilegt og sérstaklega í þessari meðferð sem íslenskt veðurfar og saltburður er, en það má samt alveg alhæfa og þrasa smá þegar maður veit alveg að það er samt ekkert 100% :-)
Hehe. Hvar er Patrol? Sjitt hvað ég sakna Patrolman. Það eiginlega bráðvantar þannig tröll á spjallið aftur. Virkilega farinn að sakna smá tegunda rígs bulls. Við vitum öll að þetta dót er allt forgengilegt og sérstaklega í þessari meðferð sem íslenskt veðurfar og saltburður er, en það má samt alveg alhæfa og þrasa smá þegar maður veit alveg að það er samt ekkert 100% :-)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur