Sviss ves 80 landcruizer
Sviss ves 80 landcruizer
Daginn langaði ath hvort einhver viti hvap getur verið en er með 94 arg 89 cruizer get ekki snuið lyklinum i sviss en get startað með fjarstarti og keyrt en ef eg bremsa drepst a bilnum
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Er þetta ekki bara ónýtur svissbotn ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Sennilega er svissinn orðin það slitinn að "pinnarnir" inn í honum eru farnir að brotna þetta gerist þegar lykilinn verður líka slitinn af notkun. Það er hægt að taka "pinnana" úr en ég mæli ekki með því út af því að þá er hægt að starta með hvaða lykli sem er. Mæli frekar með að kaupa nýjan sviss hjá Toyota eftir lykil númeri
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Takk fyrir þetta en afhverju ætti hann að drepa a ser við að stiga a bremsu ?
-
- Innlegg: 70
- Skráður: 08.maí 2013, 23:26
- Fullt nafn: Konráð Gylfason
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Sæll.
Ég er með árg 93 og með fjarstart. Ef maður startar honum með fjarstarti þa þarf að snúa lyklinum áður en maður stígur á bremsuna. En minn er þannig að stundum vill hann ekki starta en þá virkar að slá þéttings fast í mælaborðið og prófa aftur og startar þá eðlilega. Endilega ef einhver veit hvað er að þá má upplýsa okkur.
Ég er með árg 93 og með fjarstart. Ef maður startar honum með fjarstarti þa þarf að snúa lyklinum áður en maður stígur á bremsuna. En minn er þannig að stundum vill hann ekki starta en þá virkar að slá þéttings fast í mælaborðið og prófa aftur og startar þá eðlilega. Endilega ef einhver veit hvað er að þá má upplýsa okkur.
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Heilmargir 80 krúserar sem komu notaðir frá Þýskalandi á sínum tíma voru með stórum og flóknum þjófavarnar og fjarstartkerfum sem teigðu anga sína um hina og þessa staði í rafkerfinu. Mörg voru sett í með straumþjómum eða krumpuðum tengjum sem verða léleg með tímanum. Flest rufu startstrauminn og sum strauminn niður á olíuverk.
Það er hluti af þjófavörninn að drepa á þegar startað er með fjarstartinu og ekki svissað á. Ef lyklinum er ekki snúið í svissinum telur kerfið auðvitað að það sé verið að stela bílnum.
Konni, ef bíllinn þinn startar stundum ekki fyrr en þú lemur í mælaborðið ættir bendir það til þess að það sé eitthvað sambandsleysi á fjarstart kerfinu hjá þér. Þú ættir að láta laga þetta eða rífa kerfið úr áður en þú lendir í því að bíllinn hættir alveg að starta. Það er ekki spurning um hvort það gerist heldur hvenær.
Það er hluti af þjófavörninn að drepa á þegar startað er með fjarstartinu og ekki svissað á. Ef lyklinum er ekki snúið í svissinum telur kerfið auðvitað að það sé verið að stela bílnum.
Konni, ef bíllinn þinn startar stundum ekki fyrr en þú lemur í mælaborðið ættir bendir það til þess að það sé eitthvað sambandsleysi á fjarstart kerfinu hjá þér. Þú ættir að láta laga þetta eða rífa kerfið úr áður en þú lendir í því að bíllinn hættir alveg að starta. Það er ekki spurning um hvort það gerist heldur hvenær.
-
- Innlegg: 5
- Skráður: 21.maí 2016, 18:15
- Fullt nafn: Matthías Ægisson
- Bíltegund: Toyota Landcruiser
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Er með nákvæmlega sama vandamál.
Re: Sviss ves 80 landcruizer
ég lenti í þessu með svissinn, einn daginn gat ég bara ekki komið lyklinunm í svissin og þaðan að síður snúið honum. 'Eg kannaði hjá toyota og þeir gátu bara útvegað sviss með lykli og þá passaði hann ekki að hurðunum, semsagt ekki eftir lykilnúmeri og hann átti að kosta einhver lifandis ósköp. 'Eg hafði sambandi við Neyðarþjónustuna og ég sendi þeim svissinn, þeir löguðu hann og skáru út 2 nýja lykla fyrir mig eftir gamla lyklinum og mig minnir að það hafi kostað 11 eða 12 þús og tók mjög stuttan tíma að mér fannst Kv Dúddi
-
- Innlegg: 27
- Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
- Fullt nafn: Sigurður H Magnússon
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Þarf maður ekki að geta sett lykill í svissinn og snúið honum allavega til að taka stýrislæsinuna úr til að ná svissinum úr. Ég lenti í þessu á Peugoet og gafst upp við að ná honum úr því ég kom lyklinum ekki svissinn sem var svekkjandi því að það að öðru leyti auðvelt að komast að honum.
Kv. SHM
Kv. SHM
Re: Sviss ves 80 landcruizer
Félaginn í Neyðarþjónustunni sagði mér að fá mér úrrek og reka pinnan sem maður ýtir inn til að losa svissin inn í álið og hann lagaði það svo bara. Algjör snilld. Svo notaði ég vara bílinn með skrúfujárn í svissinum meðan ég beið eftir að hann kæmi úr viðgerð.
-
- Innlegg: 92
- Skráður: 10.maí 2012, 19:31
- Fullt nafn: þorsteinn stefánsson
- Bíltegund: 90 cruser
- Staðsetning: sigló
Re: Sviss ves 80 landcruizer
þetta er klassa þjónusta hjá þessum mönnum í neyðarþjónustuni.pabbi gamli fór með ónítan sviss úr 90 cruser til þeirra kl.8 í morgun og kl.10 er búið að græja sviss og smíða lykil fyrir nokkra þúsunkalla þetta var öðrukvorumeigin við 10.000 kall bara snildar kallar þarna..
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur