sæl/ir
Hefur einhver reynslu af túrbínum frá kína?
það væri gaman að vita hvernig þær hafi verið að koma út.
ég er sjálfur að spá í þessari. http://www.aliexpress.com/item/Turbocharger-Manufacture-TF035-1-OEM-ME202578-P-N-49135-03310-Car-make-M-itsubishi-4M40-Oil/2047038224.html?spm=2114.01010208.3.60.YchOct&ws_ab_test=searchweb201556_9,searchweb201644_2_505_506_503_504_301_502_10001_10002_10016_10005_10006_10003_10004,searchweb201560_2,searchweb1451318400_-1,searchweb1451318411_6452&btsid=99ca83b1-e715-4b25-9592-92330efaa4a7
Túrbínur frá kína
-
- Innlegg: 181
- Skráður: 26.apr 2011, 13:41
- Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
- Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80
Re: Túrbínur frá kína
Sæll
Það er eins í þessu og mörgu öðru, þú færð það sem þú borgar fyrir. 228 dollarar með dhl sendingu til Íslands hljómar aðeins of gott til að vera satt. Hún mun eflaust snúast en bara spurning um hversu lengi og hvenær hún fer.
Ég veit að menn hafa notað þessar bínur í tofærubíl með þokkalegum árangri en þar er notkuninn svo stutt að það reynir ekkert á endingu.
Túrbína er að snúast 80-200.000 rpm. það er því ansi mikilvægt að hún sé vel smíðuð ef dótið á að endast.
Mín skoðun.
Kristján Finnur
Það er eins í þessu og mörgu öðru, þú færð það sem þú borgar fyrir. 228 dollarar með dhl sendingu til Íslands hljómar aðeins of gott til að vera satt. Hún mun eflaust snúast en bara spurning um hversu lengi og hvenær hún fer.
Ég veit að menn hafa notað þessar bínur í tofærubíl með þokkalegum árangri en þar er notkuninn svo stutt að það reynir ekkert á endingu.
Túrbína er að snúast 80-200.000 rpm. það er því ansi mikilvægt að hún sé vel smíðuð ef dótið á að endast.
Mín skoðun.
Kristján Finnur
Re: Túrbínur frá kína
Ég er búinn að vera með svona aliexpress bínu í troopernum minum í rétt rúmlega ár núna búið að keyra um 17 þús km á henni og ekkert vesen enþá.
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Túrbínur frá kína
Ég pantaði mér svona Kína rusl kostaði mig um 70 þús og dugði í 1500 kílómetra
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Túrbínur frá kína
Er þetta ekki allt saman smíðað í Kína núorðið?
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Túrbínur frá kína
Kannski ekki vitlaust að láta tékka á ballanseringunni á henni áður en þú setur svona í, eru ekkert að vanda sig alltof mikið í þeim efnum held ég.
Annars hafa menn fengið fínar svona bínur, aðrir ekki, bara vera með intercooler til að grípa svarfið þegar hún fer í klessu :)
Annars hafa menn fengið fínar svona bínur, aðrir ekki, bara vera með intercooler til að grípa svarfið þegar hún fer í klessu :)
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Túrbínur frá kína
Ég hef heyrt menn tala um 30.000 km endingu á þessum bínum, ég hef ekki heyrt áður um 1.500 km eins og hjá Svenna. Þær eru víst fínar í tilraunastarfsemi en ég fengi mér eitthvað vandaðara þegar ég væri kominn með setup sem mér líkaði við
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Túrbínur frá kína
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Re: Túrbínur frá kína
Ég keifti túrbínu T25 frá kína 2013 0g mixaði í L200 og er búinn að keira tæp 30þ á henni og ekkert farið að bera á því að hún sé að slappast ethvað
hún kostaði mig bara rett rúmlega 30þ og ef hún fer þá panta ég líklega bara aðra. 30-40þ km er allveg nó ending fyrir 30-40þ kr
og svo endist hún kanski bara mikiðlengur. mín reinsla er allavegana ásættanleg á þessu drasli.
kv. Bjarnþór
hún kostaði mig bara rett rúmlega 30þ og ef hún fer þá panta ég líklega bara aðra. 30-40þ km er allveg nó ending fyrir 30-40þ kr
og svo endist hún kanski bara mikiðlengur. mín reinsla er allavegana ásættanleg á þessu drasli.
kv. Bjarnþór
Re: Túrbínur frá kína
Þegar þessar kínversku fóru að sjást fyrst þá entust þær sjaldnast nema 1000km. Í seinni tíð er það regla frekar en undantekning að menn aki tugi þúsunda km án vandræða og ekki vitað hversu langt sé í vandræðin.
Re: Túrbínur frá kína
Það eru margir framleiðendur í Kína og framleiðslan sjálfsagt misjöfn. Ég veit um túrbínu í traktorsgröfu sem kostaði ekki nema ca. 1/4 af því sem áætlaður viðgerðarkostnaður var á gömlu túrbínunni. Þessi túrbína hefur reynst vel. Það vakti athygli mína að efst í pakkanum var blað með feitu rauðu letri, þar sem sagt var að hella smurolíu inn í smurrásina og halla túrbínunni til og frá og snúa túbínuhjólinu með fingri til að dreifa olíunni. Ég hef vitað að uppgerð túrbína var sett beint í og svo sett í gang. Mánuði seinna var sú túrbína biluð aftur, hvort sem það var meðvirkandi ástæða eða ekki. En túrbínuöxull er búinn að snúast ansi marga hringi þegar olían er komin upp og ekki líklegt að það bæti endinguna.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur