Jæja félagar hefur einhver verið að gera þetta þeas flytja gas á milli hylkja? Er þetta þorandi? var að spá í að flytja Argon á milli kúta (veit að ef þú ert með 200 bör þá nærðu ekki nema 100 börum hiná hinn kútinn). hvernig hafa menn verið að gera þetta? á ég bara að tengja kútana saman með slöngu sem þolir þrýstinginn eða er menn að nota e-d annað? hitnar kúturinn ekki svakalega við þetta?
hvernig er að láta Fogon 20/Mison 18 flæða á milli?
Er þorandi að flytja súrefni á milli flaska?
Endilega commentið. Ég veit að það er ekki æskilegt að vera fikta við svona, en það væri gaman að heyra í mönnum hvernig þið hafi verið að gera þetta svo maður sé ekki að gera einhverja gloríu
Flytja gas á milli hylkja?
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Sæll.
Stundum þarf maður að bjargasér svona þegar maður er á sjó.
Vertu bara viss um að þú sért með slöngu sem þolir þrýsting - annars er þetta ekkert "svo hættulegt" ef þú ert ekki með eldfimt gas og flaskan sem þú ert að fylla á þolir þrýstinginn.
Nokkur hint:
- Þegar þú lætur renna á milli, þá kólnar kúturinn sem er að renna í. Ætti að hríma.
- Ef þú kvolfir flöskunni sem rennur úr, þá gengur þetta hraðar, því þá fer vökvi á milli, enn ekki gas. Margfalt fljótlegra.
- Gott að hafa flöskuna sem tekur á móti á kvolfi líka, því þá er minni hætta á að vökvinn breytist í gas þegar innihaldið fer úr miklum þrýsting yfir í minni.
- Til að koma sem mest úr flöskunni sem þú ert að taka úr þá er mjög gott að láta heitt vatn renna á hana. Þá verður bara eftir gas þar sem verður að vökva í hinni flöskunni sem er köld. (ekki gera það fyrr enn þú ert viss um að það sem komið mjög mikið úr flöskunni sem var full)
- Ef slanga springu, þá er bara að vera ófeiminnn og vera snöggur að skrúfa fyrir. Engin hætta er þú ert ekki með eldfimt gas, nema þá að þér verði kalt á puttunum.
- AUÐVITAÐ AÐ STANDA KLÁR Á ÞVÍ AÐ FLASKAN SEM Á AÐ TAKA Á MÓTI GASINU ÞOLI SAMA ÞRÝSTING EÐA MEIR OG SÚ SEM ER TEKIÐ ÚR :)
Stundum þarf maður að bjargasér svona þegar maður er á sjó.
Vertu bara viss um að þú sért með slöngu sem þolir þrýsting - annars er þetta ekkert "svo hættulegt" ef þú ert ekki með eldfimt gas og flaskan sem þú ert að fylla á þolir þrýstinginn.
Nokkur hint:
- Þegar þú lætur renna á milli, þá kólnar kúturinn sem er að renna í. Ætti að hríma.
- Ef þú kvolfir flöskunni sem rennur úr, þá gengur þetta hraðar, því þá fer vökvi á milli, enn ekki gas. Margfalt fljótlegra.
- Gott að hafa flöskuna sem tekur á móti á kvolfi líka, því þá er minni hætta á að vökvinn breytist í gas þegar innihaldið fer úr miklum þrýsting yfir í minni.
- Til að koma sem mest úr flöskunni sem þú ert að taka úr þá er mjög gott að láta heitt vatn renna á hana. Þá verður bara eftir gas þar sem verður að vökva í hinni flöskunni sem er köld. (ekki gera það fyrr enn þú ert viss um að það sem komið mjög mikið úr flöskunni sem var full)
- Ef slanga springu, þá er bara að vera ófeiminnn og vera snöggur að skrúfa fyrir. Engin hætta er þú ert ekki með eldfimt gas, nema þá að þér verði kalt á puttunum.
- AUÐVITAÐ AÐ STANDA KLÁR Á ÞVÍ AÐ FLASKAN SEM Á AÐ TAKA Á MÓTI GASINU ÞOLI SAMA ÞRÝSTING EÐA MEIR OG SÚ SEM ER TEKIÐ ÚR :)
Síðast breytt af Atli E þann 25.feb 2015, 09:09, breytt 1 sinni samtals.
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Ó - las ekki hver var að skrifa.
Tók ekk eftir því að þetta værir þú ;)
Enn þetta er ekkert mál Gunnar minn og gangi þér vel :)
Kv. Atli E.
Tók ekk eftir því að þetta værir þú ;)
Enn þetta er ekkert mál Gunnar minn og gangi þér vel :)
Kv. Atli E.
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Ég útbjó mér svona slöngu til að tengja á milli og hef gert þetta all nokkrum sinnum með mjög góðum árangri.
Hef ekki snúið hylkjunum á hvolf eins og hér er lýst en það er vafalaust góð hugmynd. Ég er hinsvegar með 50kg hylki og því hægara sagt en gert að snúa þeim á alla kanta.
Slangan sem ég er með er sem styðst til að tapa sem minnstu gasi og það þurfti að vera pinni inní fittingsinu til að þrýsta á lokann í kútunum.
Það sem ég geri til að vinna á hitamuninum er þolinmæði. Ég læt renna í kannski 5-10 mín með lítið skrúfað frá, skrúfa svo fyrir báða kúta og læt standa í nokkra tíma. Skrúfa svo aftur frá báðum og þá rennur meira.
Sem fyrr, óska ég eftir 1stk mison hylki til kaups ef eh er til í að sjá af svona.
Hef ekki snúið hylkjunum á hvolf eins og hér er lýst en það er vafalaust góð hugmynd. Ég er hinsvegar með 50kg hylki og því hægara sagt en gert að snúa þeim á alla kanta.
Slangan sem ég er með er sem styðst til að tapa sem minnstu gasi og það þurfti að vera pinni inní fittingsinu til að þrýsta á lokann í kútunum.
Það sem ég geri til að vinna á hitamuninum er þolinmæði. Ég læt renna í kannski 5-10 mín með lítið skrúfað frá, skrúfa svo fyrir báða kúta og læt standa í nokkra tíma. Skrúfa svo aftur frá báðum og þá rennur meira.
Sem fyrr, óska ég eftir 1stk mison hylki til kaups ef eh er til í að sjá af svona.
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Ef hylkin innihalda gas undir þrýstingi (argon, helíum, súrefni, allar suðublöndurnar) þá breytir engu hvernig þeim er snúið. Annað gildir um hylki sem innihalda vökva við lágan þrýsting (própangas, kælimiðlar, kolsýra, glaðloft td).
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Flytja gas á milli hylkja?
baldur wrote:Ef hylkin innihalda gas undir þrýstingi (argon, helíum, súrefni, allar suðublöndurnar) þá breytir engu hvernig þeim er snúið. Annað gildir um hylki sem innihalda vökva við lágan þrýsting (própangas, kælimiðlar, kolsýra, glaðloft td).
Þetta er allt í vökvaformi á þessum flöskum, annars væri eitthvað lítið ef það er bara lofttegundir.
Re: Flytja gas á milli hylkja?
villi58 wrote:baldur wrote:Ef hylkin innihalda gas undir þrýstingi (argon, helíum, súrefni, allar suðublöndurnar) þá breytir engu hvernig þeim er snúið. Annað gildir um hylki sem innihalda vökva við lágan þrýsting (própangas, kælimiðlar, kolsýra, glaðloft td).
Þetta er allt í vökvaformi á þessum flöskum, annars væri eitthvað lítið ef það er bara lofttegundir.
Ónei, þarna hefurðu alrangt fyrir þér. Þrýstingurinn sem þarf til að halda argoni í vökvaformi við stofuhita er einhverstaðar í kringum 1000 bör, svipað fyrir súrefni. Þessi stóru hylki innihalda gas við 200 bör og mun minni massi rúmast í þeim heldur en minni hylkjum sem innihalda td kolsýru, kælimiðla eða própangas í vökvaformi við mun lægri þrýsting.
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Það er alveg rétt að það eru ekki öll gös sem eru á vökvaformi undir þrýsting á svona flöskum.
Enda skiptir það í raun engu máli í þessu tilfelli, enda finna menn það strax hvort það sé vökvi á flösku eða bara gas með því að hrista þær.
Aðalatriðið er að undir sama þrýsting og sama hitastigi er jafn mikið á báðum flöskum er það er opið á milli þeirra.
Hægt er svo að setja mis mikið í flöskurnar með því að hita upp eða kæla niður flöskur.
Kv.
Enda skiptir það í raun engu máli í þessu tilfelli, enda finna menn það strax hvort það sé vökvi á flösku eða bara gas með því að hrista þær.
Aðalatriðið er að undir sama þrýsting og sama hitastigi er jafn mikið á báðum flöskum er það er opið á milli þeirra.
Hægt er svo að setja mis mikið í flöskurnar með því að hita upp eða kæla niður flöskur.
Kv.
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Og ALLS EKKI hvolfa acetylen kútum...
Re: Flytja gas á milli hylkja?
jongud wrote:Og ALLS EKKI hvolfa acetylen kútum...
Já ég myndi láta allar svona æfingar með acetylen kúta algjörlega eiga sig. Óstabíll andskoti.
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Hvað gerist ef þetta er gert með acetylen? Vissi ekki að það væri verra en annað?
Re: Flytja gas á milli hylkja?
Acetylen er óstöðugt undir þrýstingi, hætta á sjálfsíkveikju (sem reyndar fer minnkandi með lækkandi hitastigi). Acetylen flöskur innihalda aceton til þess að leysa gasið upp í og svo einhverskonar frauð til þess að fylla upp í loftrými þegar minnkar á hylkinu. Einhver hluti af þessu acetoni gufar upp og yfirgefur hylkið með gasinu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur