Hreinsa hvarfakút


Höfundur þráðar
billi81
Innlegg: 63
Skráður: 26.nóv 2010, 21:17
Fullt nafn: vilhjálmur Árni Kjartansson

Hreinsa hvarfakút

Postfrá billi81 » 11.jún 2014, 20:37

mig vantar álit um að hreinsa hvarfakút eru menn að setja hreinsiefni í þetta eða bara hreinsa allt ruslið inn úr honum,ef maður hreinsar inná úr honum hver eru áhrifin fer tölvan í fuck eða ekki þetta er f150 5.4L vél




spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá spámaður » 12.jún 2014, 00:02

Er ekki bara málið að skella sér í sma bíltúr..eru þessi kútar ekki að stíflast oft af innanbæjarsnatti.stuttar vegalengdir og draslið fær ekki að að hitna nóg??hef ekki heyrt um eitthvað hreinsiefni fyrir hvarfakúta þó það geti verið til.
en hef oft heyrt um stíflaða kúta og stundum var hægt að hrækja úr þeim með því að keyra 100-300 km í einu og gefa þeim svolítið vel inná milli..
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá grimur » 12.jún 2014, 01:34

Ef það eru skynjarar báðu megin við kút gæti tölvan móðgast.
Hiti er líklega besta meðalið, svolítið erfitt kannski að ná miklum hita ef vélin er farin að ganga á sterkri blöndu útaf stífluðum kút. Kannski helst að pína hann á slatta snúning undir ekki svo svakalegu álagi, þá er blandan ekki svo sterk endilega en mikið afgas að fara í gegn og mikill hiti.

Ekki heyrt um hreinsiefni sem virkar á þetta.

Kv
G


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá Ingójp » 12.jún 2014, 01:41

Hef heyrt af mönnum sem hafa skorið þetta undan og látið liggja í bensíni til að hreinsa úr þessu ef þetta er stíflað.

Þetta hafa þeir sagt virka en ég veit ekki meir

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá StefánDal » 12.jún 2014, 01:48

Ingójp wrote:Hef heyrt af mönnum sem hafa skorið þetta undan og látið liggja í bensíni til að hreinsa úr þessu ef þetta er stíflað.

Þetta hafa þeir sagt virka en ég veit ekki meir


Hvarfakútar fara upp í 800-1000°til þess að virka eins og þeir eiga að gera. Ég veit ekki hvort að bensín sé ákkurat það sem maður myndi nota í einhverjar æfingar með þessa kúta :)

Menn hafa hreinsað innan úr þeim og sett svo spacer eða hulsu á skynjarann til þess að "plata" tölvuna og losna við check engine ljós.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá Sævar Örn » 12.jún 2014, 01:49

var að gera upp motor i vw lt 2007 fyrir svolitlu síðan og sá brenndi stimpil vegna stíflaðs hvarfakuts og allt draslið steiktist til helvítis, kúturinn kostar kr 480.000 og þá álíka mikið og varahlutir og vinna í að gera alla vélina upp þannig við slógum á það ráð að reka steypustyrktarjárn gegnum helvítis kútinn og opna hann alveg, nb. þessi bílvél er með 2 skynjara fyrir framan kút og 2 fyrir aftan en hann keyrir enn um í dag sæll og glaður án nokkurra ljósa


þó gæti ég trúað að maður komist ekki upp með þetta á bensínbílum því mengunarmælingin á þeim er mun strangari en á dísel
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá jongud » 12.jún 2014, 09:19

Það er líka bara spurning hvenær skoðunarstöðvar fara að gera eins og í USA, tengja tölvu við OBD-tengið og athuga hvort tölvan er að mæla eitthvað skrýtið. einnig geta þeir þá séð hvort eitthvað er búið að fikta við tölvuna.
Annað sem er líka um að gera að athuga, það er að spá í verð á hvarfakútum erlendis. Það er okrað alveg hryllilega á þeim hér á klakanum, og svo hirða pústverkstæðin endurvinnslupeninginn fyrir þá.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá baldur » 12.jún 2014, 10:06

jongud wrote:Það er líka bara spurning hvenær skoðunarstöðvar fara að gera eins og í USA, tengja tölvu við OBD-tengið og athuga hvort tölvan er að mæla eitthvað skrýtið. einnig geta þeir þá séð hvort eitthvað er búið að fikta við tölvuna.
Annað sem er líka um að gera að athuga, það er að spá í verð á hvarfakútum erlendis. Það er okrað alveg hryllilega á þeim hér á klakanum, og svo hirða pústverkstæðin endurvinnslupeninginn fyrir þá.

Eitthvað segir mér að það séu endurvinnslufyrirtækin sem séu að ræna okkur þar, fyrst að litháarnir hafa fyrir því að smygla innvolsinu úr stolnu hvarfakútunum úr landi hlýtur að fást margfalt verð fyrir þetta erlendis heldur en fæst á Íslandi.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá Navigatoramadeus » 12.jún 2014, 21:58

hef skipt út hvarfakút við venjulegan kút, ekkert breyttist nema meira pústhljóð; Toyota RAV4, 1996

tekið úr hvarfakút og sett í túbu, meira power og talsvert meiri læti, BMW 320i, 1998

tekið úr hvarfakút og sett túbur, meira power og flottara hljóð, BMW 750i, 1992

hreinsað innanúr hvarfakút (meira bara hrist hann og draslið hrundi úr) BMW, meiri læti

það kviknaði ekki vélarljós í neinum af þessum bílum (amk í minningunni).

Wurth hef ég heyrt eigi eitthvað ofurefni til hreinsunar á hvarfakút.

Kvikkfix hefur átt mjög ódýra hvarfakúta í flesta bíla.

en Stebbi talaði um 800-1000° til að virka einsog þeir eiga að gera, það hlýtur að vera Fahrenheit, almennt byrja þeir að virka við ca 300°C og held fæstir málmar þoli 1000°C í svona titringi og átökum.

((800F-32))*5/8 = 480°C)

hef heyrt það eyðileggi hvarfakút snarlega að keyra um með bilað háspennukefli eða kerti/þræði, fá lélegan/engan neista á strokk, illa brunnið eldsneyti í afgasgreinina og í hvarfakútinn, brennur þar og þá eyðileggst kúturinn.

annars myndi ég byrja á að prófa létt "rall" til að kynda aðeins upp í kútnum, fyrst hann er hvort eð er ónýtur, mest gaman líka ;)


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá grimur » 13.jún 2014, 00:25

Ég hreinsaði innan úr kútunum á 3.4 toyotunni minni. Slatta meiri læti, og check engine ljósið kom alltaf á aftur þar sem tölvan fann að kútana vantaði. Það er wideband skynjari fyrir framan kútana og narrow band fyrir aftan, þetta er 2002 bíll en ég held að 5VZE hafi alltaf notað 2 skynjara.
Svo setti ég plat-kubb á aftari skynjarann, stykki sem jafnar út merkið frá skynjaranum. Hulsa virkar víst illa á þessa bíla, tölvan finnur eitthvað að með þannig lausn. Allavega check engine kom ekki á eftir þetta og tölvan kláraði öll test og í lagi.
Líklega set ég í high-flow kút sem ég keypti til að fá betur hvarfað gas inn á aftari skynjarann, því hann er notaður til að kvarða þann fremri sem vélin vinnur svo eftir.
Cylinderarnir eru alltaf smá misjafnir og hvarfakútur brennir upp súrefnið eftir vél, sem gefur betra signal varðandi eyðslu. Annars er skynjarinn alltaf að finna smá súrefnisþef og vélin gengur helst til "rich" sem er vont fyrir eyðsluna.
Annars er þessi gæðingur að fara með 15/100 km(sjálfskiptur, óbreyttur) í þessu innanbæjar/reykjanesbrautar snatti. Dettur í 12-13 á langkeyrslu.
Ekki slæmt finnst mér miðað við að hann er ekki latur.
Kv
G


Höfundur þráðar
billi81
Innlegg: 63
Skráður: 26.nóv 2010, 21:17
Fullt nafn: vilhjálmur Árni Kjartansson

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá billi81 » 14.jún 2014, 15:25

.

User avatar

GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá GeiriLC » 14.jún 2014, 22:14

Á verkstæðinu sem ég er á notum við belladd hreinsi efni bæði a tank og soggrein svinvirkar höfum komið ótal bílum i lag með þessu efni fæst hjá Brimborg

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Hreinsa hvarfakút

Postfrá Þráinn » 15.jún 2014, 04:12

Mæli líka með belladd, hef notað það með góðum árangri


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur