Renna ventla gráðuskera sæti


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Heiðar Brodda » 03.maí 2014, 10:18

Sælir er með hedd úr 2,4efi og þarf að láta gráðuskera ventlasæti og renna ventlana eða er það ekki gert ennþá eða eru keyptir nýir ventlar þetta er mín fyrsta vél í uppgerð þannig að ég verð að viðurkenna að ég veit þetta ekki og jú þetta sleppur alveg og gæti alveg notast eins og þetta er en ég er búinn að gera svo mikið við mótorinn að ég ætla ekki fara gera hlutina ílla og eru pústventlarnir sínu verri. Með von um greinagóð svör kv Heiðar Broddason




Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Gunnar00 » 03.maí 2014, 12:46

kíktu með þetta í etv. kistufell þeir tóku fyrir mig hedd úr mótorhjóli, var frekar ódýrt, slípa ventla og plana. betra að gera þetta nuna en að þurfa gera þetta seinna.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Dúddi » 03.maí 2014, 13:38

Ingólfur og Helga á Breiðdalsvík eru að gera þetta, eða ég fór allavegna með hedd þangað einusinni. Heitir þetta ekki Vélaverkstæði Sigursteins Melsted


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá biturk » 03.maí 2014, 17:21

Keiptu bara slípimassa í bílanaust, getur notast við borvél til að slípa þá til
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Freyr » 03.maí 2014, 19:38

biturk wrote:Keiptu bara slípimassa í bílanaust, getur notast við borvél til að slípa þá til


Hann ræðir um að renna ventlana í gráður en ekki bara slípa þá, tvennt mjög ólíkt. Slípunin er fín til að hressa upp á ventla sem eru góðir en ef það er eitthvað að þeim þarf að renna/skera þá.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá hobo » 04.maí 2014, 09:36

Spurning að byrja með slípimassann og þá sést fljótt hvort hægt sé að ná fletinum sléttum eða ekki.
Ef það eru pollar sem gengur ekki að slípa úr, þarf að grípa til annarra aðgerða ef þetta á að vera 100%.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Navigatoramadeus » 04.maí 2014, 09:44

biturk wrote:Keiptu bara slípimassa í bílanaust, getur notast við borvél til að slípa þá til


ég var í nokkur ár í Kistufelli að græja hedd aðallega og það var spes ventla"borvél" til að slípa saman ventla og sæti en hún snýst ca 120° í hvora átt, ekki hringi einsog borvél.

annars ef þú ert búinn að taka ventlana úr og þeir eru ekki lengur í réttri röð (eftir sætum) er engin spurning að rúlla með heddið og láta skera sæti (það eru 3 gráður á því svo ventillinn setjist á ca miðja vegu á sætið) og renna ventla, vélin þjappar betur = betri bruni = aflmeiri vél og sparneytnari svo þú vinnur þessa þúsundkalla inn á leiðinni fyrir utan að amk að mín skoðun er sú að vélarupptekt er heljarinnar dæmi ef vel á að vera, að "spara" 20þkr einhversstaðar á leiðinni er bad business en einsog ég tek fram, bara mín skoðun.

þetta eru líklega bæði bestu og ódýrustu hestöfl sem þú færð fyrir peninginn vs hvað menn eru að eyða í til að ná fram nokkrum hestöflum (púst, kubbar, síur, knastásar, portun o.fl)

en góða skemmtun samt, það er gaman að grúska í svona löguðu :)


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Heiðar Brodda » 05.maí 2014, 13:34

Sælir er búinn að slípa ventla með massa en það eru komnir pollar í ventla og sæti,fer sennilega með þetta á Breiðdalsvík eða á Sauðárkrók en þá er hin spurningin á ég ekki að kaupa mér nýja ventla því að það er svo marg nýtt í mótornum að ég ætla ekki að fara byrja á að gera þetta ílla til að spara nokkrar krónur kv Heiðar Broddason


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá birgiring » 05.maí 2014, 14:52

Fékk mjög vel unnið hedd úr gömlum Ferguson, á Sauðárkróki


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá biturk » 05.maí 2014, 18:57

Persónulega myndi ég kaupa nýja ef meir eru með djúpa polla
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá Heiðar Brodda » 16.maí 2014, 12:03

sælir fór með heddið á BVA á Breiðdalsvík og hann ætlar að renna útsogs ventlana og gráðuskera sætin en það verða keyptir nýir pústventlar og ventlagormar,kjallarinn verður settur saman í næstu viku þ.e. nýjir stimplar hringir og boltar einnig skipt um höfuðlegur,var búinn að skipta um stangarlegur og allt fyrir tímann þannig að þetta verður solid mótor

kv Heiðar Brodda


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Renna ventla gráðuskera sæti

Postfrá birgiring » 16.maí 2014, 14:37

Muna að hóna cylindrana!!


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur