Wrangler YJ

User avatar

Höfundur þráðar
Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Wrangler YJ

Postfrá Tóti » 21.feb 2010, 22:24

Hafði stundað jeppamennsku lengi en þó ekki á eigin jeppa þangað til nýlega. Þá náði ég að slíta útúr frænda mínum þennan fína Wrangler YJ5. Keyri iðulega stóra jeppa og langaði því í eitthvað sem væri nett, létt og með ágætt vélarafl. Wrangler tekst ágætlega að sameina alla þessa þætti.

Image

Bíllinn var hækkaður um 5cm á boddýi og 37" dekkin rétt sleppa undir. Allt annað er eins og það kemur frá verksmiðju.

Stefnan er að henda fjöðrunum undan og koma undir hann almennilegri fjöðrun. Menn meiga endilega koma með ráðleggingar um hvernig best væri að gera það.
Síðast breytt af Tóti þann 02.mar 2010, 09:42, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Lilli

Postfrá gislisveri » 21.feb 2010, 22:45

Fagur er hann. Hvaðan er myndin?
Eiga hásingarnar að fá að lifa í næstu fjöðrun?


Húni
Innlegg: 13
Skráður: 19.feb 2010, 12:39
Fullt nafn: Jón Húni jóhannsson
Staðsetning: Rvk

Re: Lilli

Postfrá Húni » 21.feb 2010, 23:01

Mjög smekklegur bíll

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Lilli

Postfrá jeepson » 21.feb 2010, 23:07

hvort er 4lítra eða 2,5 bigblock í honum?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Lilli

Postfrá Tóti » 22.feb 2010, 09:27

Gísli: Sennilegast verða settar aðrar hásingar undir bílinn. Fer allt eftir framboði og verði. En það verður allavegana skipt um þegar ég brýt eitthvað í fyrsta sinn :)
Myndin er tekin í ferðinni á Langjökul í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið, Þursaborg í baksýn.

Jeepson: Þettar er 4L HO vélin.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Lilli

Postfrá gislisveri » 22.feb 2010, 13:09

Ég leyfi mér að færa þetta í breytingadálkinn (með skuggaþræði í Jeppinn minn) og vona að það verði hörð skoðanaskipti um fjöðrun.

Hér á spjallinu er langt leiddur Willys sjúklingur sem segist ætla að nota Patrol hásingar undir næsta Willys/Wrangler. Hafa menn skoðanir á því? Mér finnst það ekki afleitt.
Kv.
Gísli Sveri

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Lilli

Postfrá jeepson » 22.feb 2010, 13:46

akkúrat þetta hef ég heyrt áður með patrol hásingarnar. mig minnir nú endilega að hann Guðni Sveins hafi verið að reyna að fá mig til að setja patrol hásingar undir wranglerinn sem að ég átti.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Lilli

Postfrá oggi » 22.feb 2010, 18:51

Hér er Willys á patrol hásingum


http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=2125

User avatar

Höfundur þráðar
Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Lilli

Postfrá Tóti » 23.feb 2010, 00:25

oggi wrote:Hér er Willys á patrol hásingum


http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=2125


Patrol hásingar breikka bílinn of mikið að mínu mati. Ég sækist eftir því að hafa bílinn nettan.
Finnst hann bara nokkuð flottur eins og hann er. Vantar bara betri fjöðrun og hækka örlítið.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Lilli

Postfrá gislisveri » 24.feb 2010, 09:50

Látum ekki skynsemina hlaupa með okkur í gönur :)

Hvað hefurðu annað í huga þá? Japanskt vs. Amerískt?
Hvað viltu færa hásingar langt, hvað viltu slaglanga fjöðrun?
Kemst maður ekki upp með minni hækkun með því að breikka og lengja?

Annars er ég sammála því að hann er forkunnarfagur bíllinn.

User avatar

Höfundur þráðar
Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Lilli

Postfrá Tóti » 24.feb 2010, 16:03

Eftir mikla hvatningu frá Eið og að hafa skoðað málið aðeins þá verður byrjað á því að færa hásingarnar undir fjaðrirnar. Myndir af breytingu Fasts er að finna hérna: http://birkir.nt.is/jsp/base.jsp?q=ferd ... eytingar1/

Er þetta ekki málið svona til að byrja með?

Ég vil bara ekki eyða vetrinum með bílinn í pörtum inní skúr :)

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Lilli

Postfrá gislisveri » 24.feb 2010, 16:47

Sleppa tog- og millibilsstangir í slíkri aðgerð? Eða þarf að græja þær eitthvað? Átta mig ekki alveg á því hjá Fasti.

User avatar

eidur
Stjórnandi
Innlegg: 128
Skráður: 30.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: Eiður Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Reykjavík

Re: Lilli

Postfrá eidur » 24.feb 2010, 16:51

Miðað við þessa mynd þá sleppur það.
Image

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Lilli

Postfrá gislisveri » 24.feb 2010, 16:54

Já, en er búið að eiga við þetta eða ekki? Snilld ef engu þarf að breyta, annars er það talsvert vesen fyrir "bráðabirgða" breytingu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Lilli

Postfrá Kiddi » 24.feb 2010, 21:01

Þarna er búið að breyta liðhúsinu farþegamegin og setja annan arm fyrir togstöngina ofan á. Alls ekki vitlaust þannig séð og nýtist líka þegar bíllinn er kominn á gorma.
En Tóti, svona í alvöru talað. Orginal framhásingin hefur reynst mörgum alveg ágætlega, það er hægt að fá í hana jafn svera krossa í öxlana og eru í Dana 44 (30 mm bjargir) og þær eru léttar og einfaldar. Eitt sem væri kannski sniðugt ef þú setur hann síðan á gorma seinna meir og skiptir um drif það er að fá Cherokee hásingu með heilu röri farþegamegin og sleppa vakúm lokunni sem er þar. Það eru síðan til margar lausnir fyrir afturhásinguna eins og Ford 8.8 t.d. og hellingur til um það á netinu. Síðan veit ég um einn sem setti Musso afturhásingu (Dana 44) og breytti henni fyrir 5 gata. Ég er líka með Musso hásingu, þetta er bara alveg sama dótið og það sem kemur frá USA.
Þetta að skipta út báðum hásingum meikar nefnilega andskotinn hafi það ekkert sense nema þú ætlir að svera all verulega upp í húddinu eða setja hann á 44". Ég hef ekki hugmynd af hverju ég skipti um báðar hásingar en það kemur sér svosem vel núna... hehe


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Lilli

Postfrá Stjáni Blái » 25.feb 2010, 09:48

Kiddi minn var Dana 30 hásingin hjá þér ekki orðinn eins og vænasti broskall eftir stefnumót við ákveðna snjó hrúgu ?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Lilli

Postfrá Kiddi » 25.feb 2010, 12:32

Nei hún var í fínalagi, fjaðrirnar brotnuðu hinsvegar. Síðan þá var þetta nú ekki snjóhrúga heldur réðist Ísland á mig með sérlega óvægnum hætti og plantaði myndarinnar hæð beint fyrir framan jeppann minn. Það er hins vegar efni í annan þráð hér þegar ég nenni þannig að við skulum leyfa Tóta að eiga þennan fyrir sinn bíl.

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Lilli

Postfrá Maggi » 25.feb 2010, 13:41

Mjög flottur Wrangler

Eru þetta Toyo dekk? manstu hvað var mikill loftþrystingur í þeim þegar þessi mynd var tekin?

Til að festa ekki bílinn inní skúr það sem eftir er af vetri er sniðugt að setja hásingarnar undir fjaðrirnar.
Fjöðrun batnar oft ótrúlega mikið bara við það eitt að auka fjarlægðina milli hásingar og samsláttarpúða.

Þegar á svo að smíða eitthvað almennilegt verður þú að ákveða hvað þú vilt út úr þessu áður en er hægt að segja hvaða setup er best, viltu brjálaða misfjöðrun eða að hann liggi eins og rallýbíll. Ég persónulega vil að þetta liggi eins og klessa og sé ekki að leggjast á hliðina í beygjum til að geta keyrt hraðar.

Ef þú vilt að hann geti teygt sig mjög vel er A-stífa eða 4link algengasta lausnin að aftan og 4 link eða þessar týpisku 3-link framstýfur að framan, eins og er að framan í Patrol, LandCruiser, RangeRover ofl.
Ef þú vilt að þetta sé ekki jafn svagt til hliðanna er hægt að nota nákvæmlega sama setup nema bæta við jafnvægisstöngum.

Annar möguleiki er að nýta sér þvingunina sem myndast við það að nota 3-link stífur að aftan líka og þá þarf engar jafnvægisstangir smíðin verður öll mjög einföld, bara 2 stýfuturnar plús þverstífa og jafnvægisstangir óþarfar. Pajero sport notar til dæmis góðar svona stífur að aftan, ekki þetta steypustál eins og er í flestum framstífunum. Ég persónulega er hrifinn af þessu setupi þó svo að flestir séu mér ósammála um það, en eins og ég sagði áðan vil ég miða dótið við að það virki best hratt en ekki í skaki í fyrsta lága.

Kveðja
Maggi
Wrangler Scrambler

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Wrangler YJ

Postfrá jhp » 16.mar 2010, 00:20

þessi er flottur.

Svo er alveg nóg fyrir þig að setja D30 Rev að framan og ég á öxla í hana með sömu krossum og D44.
Bara styrkja hana aðeins sem er mjög lítið mál og þá ertu góður.
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur