Síða 1 af 1

302 vélin (5.0)

Posted: 02.aug 2011, 18:01
frá Northpole
Sælir félagar.
Er hægt að skipta um öftustu pakkdósina á sveifarásnum, án þess að rífa vélina úr? Einn sagði mér að það væri hægt að "kroppa" hana úr og setja nýja í, með því að taka kassann+svinghjólið úr fyrst.....
Einhver með reynslu af svona?

Re: 302 vélin (5.0)

Posted: 02.aug 2011, 18:48
frá Sævar Örn
Vissulega er það hægt, en þú verður að passa að kroppa ekki undir dósina þeim megin sem blokkin er heldur þeim megin sem sveifarásinn er, Ef þú rispar álið djúpt(auðvelt með skrúfjárni) kemur það aldrei til með að þétta almennilega

Svo skiptir miklu máli að koma dósinni jafnt í, ekki banka á eitt og eitt horn í einu, réttast væri að útbúa stykki t.d. úr við eða járni sem nær jafnt yfir alla dósina og banka hana 100% jafnt í, nú þekki ég ekki hve dósin er stór á 302 vélum, en á mörgum minni vélum er hægt að nota stóra toppa 36-48 svona til dæmis til að banka dósir í sætin sín, það er algjör óþarfi að fúska við þessa pakkdós því ef samsetningin mistekst þýðir það að þú eyðir öðrum dagsparti í að rífa kassan niður og svinghjól frá til að gera nákvæmlega sama hlutinn aftur,

Re: 302 vélin (5.0)

Posted: 02.aug 2011, 18:52
frá Sævar Örn
Eftir 5 mínútu google vafr komst ég að því að ég fór ekki með heil sannindi hér að ofan.
það er," According to Ford, 302-351 motors manufactured after 7-11-83 have 1 piece rear main seals."


Þetta þyðir að ef 302. vélin þín er eldri en 7 nóv 1983 þá þarf að taka olíupönnuna undan og aftasta legubakkann til að skipta um dósina sem er þá í tveimum hlutum.


mbk. Sævar ;)

Re: 302 vélin (5.0)

Posted: 02.aug 2011, 21:19
frá Freyr
Sælir, er með góða aðferð til að kroppa dósir út án þess að taka neina áhættu með að skemma þéttifletina:
-Bora gat í gegnum dósina með grönnum bor (kringum 2 mm), passa að bora nálægt ytri hringnum.
-Skrúfa boddýskrýfu í gatið, skúfa hana bara rétt 2 gengjur eða svo því maður veit ekki hvað er fyrir innan.
-Spenna undir skrúfuhausinn eða toga í hana með krafttöng og dósin er komin úr algjörlega án átaka og skemmda.

Kv. Freyr

Re: 302 vélin (5.0)

Posted: 03.aug 2011, 09:11
frá juddi
Hef gert þetta og á verkfæri til að pressa hana í