Algengar spurningar

Nýskráningar og innskráningarvandamál

Hvers vegna þarf ég að skrá mig á spjallið?
Þú þarft þess ekki endilega. Þú getur skoðað og lesið spjallið án þess að skrá þig, en til þess að taka þátt í umræðum og nýta þér aðra eiginlega spjallborðsins þarftu að skrá þig. Það er mjög fljótlegt að skrá nýjan notanda, svo við mælum með því að þú gerir það.
Efst

Hvað er COPPA?
COPPA stendur fyrir "Children’s Online Privacy Protection Act of 1998" sem eru bandarísk lög og eiga þau ekki við hér.
Efst

Hvers vegna get ég ekki nýskráð mig?
Mögulega hafa stjórnendur gert nýskráningu notanda óvirka. Einnig gæti verið að IP tala þín eða notendanafn sé á bannlista. Hafðu samband við stjórnanda ef þú þarft hjálp.
Efst

Ég nýskráði notanda en get ekki skráð mig inn!
Byrjaðu á því að athuga hvort notendanafn og lykilorð séu rétt. Ef þau eru rétt gæti eftirfarandi hafa gerst. Ef COPPA er virkt og þú undir 13 ára aldri við nýskráningu, þá ættir þú að hafa fengið sendar leiðbeiningar sem þú þarft að fylgja. Sum spjallborð krefjast þess að nýir notendur séu staðfestir, annað hvort af þeim sjálfum eða stjórnendum, áður en þú getur skráð þig inn. Þær upplýsingar komu fram við nýskráningu. Ef þú fékkst sendan tölvupóst, fylgdu fyrirmælunum sem þar eru að finna. Ef þú fékkst ekki tölvupóst gæti verið að þú hafi skráð rangt tölvupóstfang eða að tölvupósturinn hafi lent í ruslasíu. Ef þú ert viss um að tölvupóstfangið sem þú skráðir hafi verið rétt, hafðu samband við stjórnanda.
Efst

Hvers vegna get ég ekki skráð mig inn?
Það gætu verið nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi, gakktu úr skugga um að notendanafn og lykilorð séu rétt. Ef þau eru rétt, hafðu samband við stjórnanda ef ske kynni að notandi þinn hefi verið bannaður. Það gæti einnig verið villa á okkar enda sem við þurfum að laga!
Efst

Ég var búinn að skrá mig áður en núna get ég ekki skráð mig inn?
Það gæti verið að aðgangur þinn hafi verið gerður óvirkur. Einnig gæti verið að óvirkum notendum sé eytt með vissu millibili. Ef það hefur gerst, endilega skráðu þig upp á nýtt og vertu virkari í framtíðinni!
Efst

Ég gleymdi lykilorðinu mínu
Engar áhyggur! Við getum ekki endurheimt lykilorðið en það er ekkert mál að endurnýja það. Kíktu á innskráningarsíðuna og klikkaðu á Ég gleymdi lykil mínu. Fylgdu leiðbeiningunum og þú ættir að geta skráð þig inn fljótlega.
Ef þú getur ekki endurnýjað lykilorðið, hafðu samband við stjórnanda
Efst

Hvers vegna útskráist ég sjálfkrafa?
Ef þú hefur ekki hakað við Muna mig kassan þegar þú skráir þig inn mun innskráningin einungis vera virk í fyrirfram ákveðinn tíma. Þetta hjálpar tilvið að koma í veg fyrir misnotkun á aðganginum þínum. Til að haldast skráð/ur inn, hakaðu við muna mig kassann þegar þú skráir þig inn. Það er ekki mælst með því að gera það ef þú ert að tengjast spjallborðinu í tölvu sem deilt er með öðrum, t.d. á bókasafni, netkaffi og svo framvegis. Ef þú sérð þennan kassa ekki merkir það að þessi möguleiki hefur verið gerður óvirkur af stjórnanda.
Efst

Hvað gerir „Eyða vafrakökum“?
„Eyða vafrakökum“ eyðir vafrakökum sem phpBB kerfið býr til svo þú skráist inn sjálfkrafa. Kökurnar þjóna ýmsum öðrum tilgangi en ef þú átt í vandræðum með að skrá þig inn gæti hjálpað að eyða kökunum.
Efst

Notendastillingar

Hvernig breyti ég stillingunum mínum?
Ef þú ert skráður notandi geymir kerfið upplýsingarnar þínar. Til að breyta þeim velur þú „Stillingar“. Þú finnur það með því ýta á notendanafnið þitt efst á síðunni. Þar getur þú stillt allar breytur eftir eigin höfði.
Efst

Hvernig kem ég í veg fyrir að ég sjást sem innskráður notandi?
Í stjórnborðinu undir „Stillingar“ velur þú „Stillingar spjalborðs“, finnur þú valmöguleikann Fela tengingu. Ef þú virkjar þennan valmöguleika birtist þú aðeins stjórnendum, ritstjórum og sjálfum þér. Þú telst þá sem falinn notandi.
Efst

Tímasetningar eru rangar!
Það gæti verið að tíminn sem birtist sé frá öðru tímabelti en því sem þú ert staddur í. Ef svo er, kíktu í „Stillingar“ og breyttu tímabeltinu svo það stemmi við þitt. Vinsamlegast athugaðu að einungis skráðir notendur geta breytt tímastillingum. Ef þú ert ekki skráður nú þegar, þá er þetta rétti tíminn!
Efst

Ég breytti tímabeltinu en tíminn er enn ekki réttur!
Ef þú ert viss um að þú hafir stillt tímabeltið rétt og tíminn á spjallborðinu er enn ekki réttur þá er klukkan á vefþjóninum ekki rétt. Vinsamlegast láttu stjórnanda vita svo hægt sé að stilla klukkuna.
Efst

Tungumálið mitt er ekki á listanum!
Annað hvort hefur stjórnandi ekki sett upp pakka með tungumálinu þínu eða enginn hefur þýtt það. Þú getur prófað að biðja stjórnanda að setja upp tungumálapakka fyrir þig.
Efst

Hvaða myndir eru þetta við notendanafnið mitt?
Það eru tvær myndir sem geta birst ásamt notendanafninu þínu. Önnur þeirra gæti tengst stöðu þinni, yfirleitt stjörnur, punktar eða kassar. Hin er smámynd notanda, en hana stillir notandi sjálfur.
Efst

Hvernig set ég inn smámynd?
Í „Stillingar“ finnur þú „Prófíl“ þar sem þú getur bætt við smámynd. Ef þú getur ekki sett upp smámynd, hafðu samband við stjórnanda.
Efst

Hvað er staðan mín og hvernig breyti ég henni?
Stöður, sem birtast við notendanafn þitt, gefa til kynna fjölda pósta eða til aðgreiningar notanda, svo sem stjórnendur.
Efst

Þegar ég klikka á hlekk fyrir tölvupóstfang notanda er ég beðinn um að skrá mig inn?
Einungis skráðir notendur geta skrifað öðrum notendum tölvupóst með innbyggða kerfinu og þá einungis ef notendur hafa opnað á þann möguleika. Þetta er til að koma í veg fyrir misnotkun á tölvupóstföngum notenda.
Efst

Innlegg, skilaboð, umræður og þræðir

Hvernig bý ég til nýja umræðu eða set inn svar?
Til að búa til nýja umræðu velur þú „Nýr þráður“. Til að svara þræði sem er nú þegar til, veldu „Svara“. Þú verður að vera innskráður til að taka þátt í umræðum.
Efst

Hvernig breyti ég eða eyði innleggi?
Notendur geta ekki eytt innleggi en geta breytt innihaldi þeirra sem og titli. Eingöngu stjórnendur eða póststjórar geta eytt innleggjum. Þú breytir innleggi með „Breyta“ takkanum við viðkomandi innlegg.
Efst

Hvernig bæti ég við undirskrift?
Undirskrift er stillt í notendastillingum, nánar tiltekið undir „Prófíl“. Ef þú gerir það verður undirskrift þinni bætt sjálfkrafa við öll innlegg þín. Þú getur þó valið að sleppa undirskrift á einstaka innleggjum þegar þú semur þau.
Efst

Hvernig bý ég til skoðanakönnun?
Þegar þú býrð til nýjan þráð eða ert að breyta fyrsta innleggi þráðar, velur þú „Skoðanakönnun“ flipann fyrir neðan ritilinn. Ef þú sérð flipann ekki, hefur þú ekki réttindi til að búa til skoðanakönnun. Bættu við titli og að minnsta kosti tveimur valmöguleikum. Hver valmöguleiki skal vera á sér línu. Þú getur einnig stillt hversu marga valmöguleika hver notandi hefur, fjölda daga sem skoðanakönnunin er virk (0 fyrir óendanlegt) og að lokum hvort notendur megi skipta um skoðun.
Efst

Afhverju get ég ekki haft fleiri valmöguleika?
Stjórnendur stilla fjölda valmöguleika. Ef þú vilt fleiri valmöguleika, endilega hafðu samband við stjórnanda.
Efst

Hvernig breyti ég eða eyði skoðanakönnun?
Eingungis höfundur, póststjórar eða stjórnandi geta breytt skoðanakönnun. Til að breyta skoðanakönnun, velur þú að breyta fyrsta innlegginu. Ef enginn hefur kosið geta notendur eytt eða breytt könnuninni. Hinsvegar, ef einhver hefur kosið geta eingöngu stjórnendur eða póststjórar eytt eða breytt könnuninni. Þetta hjálpar að koma í veg fyrir kosningasvindl.
Efst

Hvers vegna kemst ég ekki inn á spjallsvæði?
Sum spjallborð geta verið með aðgangstakmörkunum. Til að sjá þau, lesa, skrifa eða eiga við þau á einhvern annan hátt þurfa notendur leyfi til þess. Hafðu samband við stjórananda í sambandi við aðgangsmál.
Efst

Hver svegna get ég ekki bætt við viðhengi?
Leyfi fyrir viðhengjum ræðst af stillingum fyrir notanda, notendahóp eða fyrir hvert spjallborð. Það gæti verið að þú hafir ekki réttindi til að bæta við viðhengi. Hafðu samband við stjórnanda ef þú ert óviss um ástæðu þess að þú getir ekki notað viðhengi.
Efst

Hvers vegna fékk ég viðvörun?
Spjallborðin hafa reglur. Ef þú hefir brotið reglu gætir þú fengið viðvörun. Hafðu samband við stjórnanda ef þú veist ekki ástæðuna á bakvið viðvörunina.
Efst

Hvernig get ég tilkynnt innlegg?
Ef möguleikinn er í boði, ættir þú að sjá takka til að tilkynna viðkomandi innlegg við hlið þess.
Efst

Hvað er „Vista“ í ritlinum?
Þú getur vistað drög til að klárað þau seinna. Þú finnur vistuð drög í „Stillingar“.
Efst

Hvers vegna þarf að samþykkja innleggið mitt?
Stjórnendur gætu hafa ákveðið að samþykkja þurfi innlegg áður en þau eru birt. Hafðu samband við stjórnendur fyrir nánari upplýsingar.
Efst

Hvernig bumpa ég umræðunni minni?
Með því að velja „Færa upp“ hlekkinn færir þú umræðuna þína efst upp á fyrstu síðuna. Ef þú sérð valmöguleikann ekki gæti verið að möguleikinn sé ekki til staðar eða að ekki hafi liðið nægur tími frá síðustu uppfærslu. Einnig er hægt að færa umræður upp með því að svara þeim en vinsamlegast sýnið tillitsemi og notið bara „Færa upp“ virknina.
Efst

Uppsetning og umræður

Hvað er BBkóði?
BBkóði er sérstök útfærsla af HTML, sem býður upp á aukna möguleika til að að vissa hluti í umræðum. Notkun á BBkóða er háð samþykki stjórnenda en einnig er hægt að gera hann óvirkan í einstaka innleggjum þegar þau eru send inn. BBkóði lítur svipað út HTML, en tögin eru innan hornklofa [ og ] í stað < og >. Frekari upplýsingar er að finna í ritlinum við gerð innleggja.
Efst

Má ég nota HTML?
Nei. Flest má leysa með notkun þess BBkóða sem leyfður er.
Efst

Hvað eru broskallar?
Broskallar eru litlar myndir sem tákna geiflur. Eins og í raunheimum skal takmarka geiflur því þær gera samræður þreytandi. Þó eru þær stundum nauðsynlegar.
Efst

Get ég birt myndir?
Já, þú getur bætt myndum við í innlegg þín. Hér eru viðhengi leyfð og notendur eru kvattir til að nýta sér það. Einnig er hægt að hlekkja í myndir ef þær eru aðgengilegar á netinu. Þú getur ekki vísað beint á myndir sem eru vistaðar á tölvunni þinni, í því tilfelli þarftu að bæta þeim við í viðhengi. Til að birta myndir sem eru aðgengilegar á netinu notar þú BBkóða tagið [img].
Efst

Hvað eru víðværar tilkynningar?
Víðværar tilkynningar innihalda mikilvægar upplýsingar og þú ættir að kynna þér þær. Þær birtast efst á hverju spjallborði.
Efst

Hvað eru tilkynningar?
Tilkynningar innihalda einnig mikilvægar upplýsingar og þú ættir að kynna þér þær. Þær birtast þó ekki allstaðar heldur eingöngu á viðeigandi spjallborðum.
Efst

Hvað eru límdar umræður??
Límdar umræður birtast fyrir neðan tilkynningar og eru eingöngu á forsíðunni. Oft eru þær mikilvægar og þú ættir að kynna þér þær.
Efst

Hvað eru læstar umræður?
Læstar umræður eru umræður sem hefur verið læst af einhverri ástæðu, en margar ástæður gætu legið þar að baki. Notendur geta þá ekki lengur bætt við innleggjum eða tekið þátt í skoðanakönnunu. Ef spjallborðið er þannig stillt getur þú læst þínum eigin þráðum.
Efst

Hvað eru umræðumerki?
Höfundur þráðar getur valið mynd sem lýsir innihaldi.
Efst

Stöður notenda og hópar

Hvað eru stjórnendur?
Stjórnendur eru notendur sem mest hafa valdið. Þeir geta ráðið öllum stillingum í tenglsum við spjallborðið og notendur þess.
Efst

Hvað eru póststjórar?
Póststjórar eru notendur sem líta eftir spjallborðunum. Þeir geta eytt eða breytt práðum og innleggjum ásamt því að læsa, aflæsa, færa og skipta þeim niður. Þeir eru einnig siðapostular og gæta þess að umræður afvegaleiðist ekki eða verði særandi.
Efst

Hvað eru notendahópar?
Hægt er að nota notendahópa til að gera umsjón kerfisins auðveldari. Hver notandi getur tilheyrt mörgum mismunandi hópum þar sem hver hópur hefur sín sérstöku réttindi.
Efst

Hvar eru notendahóparnir og hvernig kemst ég í þá?
Þú getur séð alla notendahópana í stillingunum þínum. Ef þú vilt komast í hóp velurðu hann og notar hnappinn til að sækja um inngöngu. Hinsvegar eru ekki allir hópar opnir og gæti þurft að samþykkja þig inn í hann. Ef hópurinn er opinn kemstu sjálfkrafa inn með því að sækja um aðgang. Ef þess er krafist að notendur séu samþykktir í hópa þarftu að bíða eftir samþykki hópstjóra eftir að þú sendir ósk um inngöngu.
Efst

Hvernig verð ég hópstjóri?
Hópstjórar eru valdir af stjórnanda þegar notendahópur er búinn til. Ef þú hefur áhuga á þínum eigin notandahóp, hafðu samband við stjórnanda.
Efst

Hvers vegna eru mismunandi litir á sumum hópunum?
Stjórnendur geta úthlutað mismunandi litum til notendahópa svo að það verði auðveldara að aðgreina þá.
Efst

Hvað er sjálfgefinn notendahópur?
Ef þú ert meðlimur í fleiri en einum notendahóp, þá er notast við sjálgefna notendahópinn til að ákveða lit og stöðu þína.
Efst

Hvað er bakvið þennan „Teymið“ hlekk?
Síðan atarna birtir þér upplýsingar um þá sem sjáum síðuna, bæði stjórnendur og póststjóra, ásamt nánari upplýsingum um hvaða spjallborðum þeir stýra.
Efst

Einkaskilaboð

Ég get ekki sent einkaskilaboð!
Þrjár ástæður koma til greina; Þú ert ekki innskráður, stjórnandi hefur gert allt einkaskilaboðakerfið óvirkt eða stjórnandi hefur bannað þér að senda einkaskilaboð. Hafðu samband við stjórananda fyrir frekari upplýsingar.
Efst

Mér berast óæskileg einkaskilaboð!
Þú getur komið í veg fyrir að þér berist skilaboð frá vissum notendum í gegnum stillingarnar þínar. Ef þú ert að fá óæskileg skilaboð frá vissum notanda, láttu stjórnendur vita. Þeir geta tekið í lurginn á viðkomandi.
Efst

Mér hefur borist ruslpóstur eða annar óæskilegur póstur frá einhverjum af þessu spjallborði!
Það er glatað. Tölvukerfi spjallborðsins reynir að koma í veg fyrir þessháttar hegðun og reynir að rekja misnotkun til gerenda. Þú getur hjálpað okkur með því að senda stjórnendum afrit af tölvupóstinum sem þú fékkst. Það er mikilvægt að fyrirsögn og öll smáatriði um sendanda fylgi með, stjórnendur geta þá vonandi brugðist við.
Efst

Vinir og óvinir

Hvað eru vinalisti og óvinalisti?
Þú getur notað þessa lista til að flokka notendur á spjallborðinu. Notendur á vinalistanum þínum birtast í stillingunum þínum svo þú getur á auðveldan máta séð hvort þeir séu tengdir og sent þeim skilaboð. Með því að bæta notanda á óvinalistann þinn hverfa öll innlegg frá honum, svo þú þurfir ekki að lesa þau.
Efst

Hvernig bæti ég við eða fjarlægi notendur af ó/vinalistanum?
Þú gætur bætt notendum við á tvennan vegu. Á prófíl hvers notanda má finna hlekk til að bæta viðkomandi notanda á annan hvorn listann. Annars er einnig hægt að bæta eða fjarlægja notendur af listum beint úr stillingunum þínum, einfaldlega með því að stimpla inn viðkomandi notendanafn.
Efst

Leit innan spjallborðsins

Hvernig get ég leitað á spjallinu?
Stimplaðu inn leitarstreng í leitarboxið. Ýtarleg leit er einnig í boði og er þá hægt að þrengja leitarskilyrðin.
Efst

Hvers vegna skilar leitin mín engum niðurstöðum?
Mögulega var leitarstrengurinn óljós og innihélt mörg algeng orð sem ekki er leitað eftir. Reyndu að vera nákvæmari og nýttu þér möguleikana sem ýtarlega leitin býður uppá.
Efst

Hvers vegna skilar leitin mín auðri síðu?
Leitin þín skilaði of mörgum niðurstöðum og vefþjónninn gerði í brækurnar. Nýttu þér möguleikana sem ýtarlega leitin býður uppá og reyndu að nota nákvæmari leitarstreng.
Efst

Hvernig leita ég að notendum?
Notaðu leitina á notendasíðunni.
Efst

Hvernig finn ég mína eigin þræði og innlegg?
Besta leiðin er að velja „Þínir póstar“. Einnig getur þú gert einfalt mál flókið og notað ýtarlegu leitina.
Efst

Áskriftir og bókamerki

Hver er munurinn á áskrift og bókamerki?
Í phpBB 3.0, virkuðu bókamerkin líkt og í vafranum þínum. Þú fékkst ekki tilkynningu við breytingu á þræðinum. Í phpBB 3.1, virka bókamerki meira eins og áskrift að þræði. Þú færð tilkynningu þegar þráðurinn breytist. Hinsvegar með áskrift færðu tilkynningu þegar þráður eða spjallborðið breytist. Hægt er að stilla tilkynningar í stillingunum þínum.
Efst

Hvernig nota ég bókamerki eða gerist áskrifandi að þræði?
Þú getur sett bókamerki eða gerst áskrfiandi með því að velja viðeigandi hlekk í tólastiku þráðsins, sem er svo haganlega komið fyrir bæði efst og neðst við þráðinn.
Einnig gerist þú áskrifandi að þræðinum ef þú hakar við að fá tilkynningu þegar svar berst, þegar þú skrifar svar.
Efst

Hvernig gerist ég áskrifandi að spjallborði?
Til þess að gerast áskrifandi að spjallborði smellir þú á viðeigandi hlekk neðst á upphafssíðu viðkomandi spjallborðs.
Efst

Hvernig segi ég upp áskrift?
Þú getur sýslað með áskriftirnar þínar í stillingunum þínum.
Efst

Viðhengi

Hvaða viðhengi eru leyfileg hér?
Stjórnendur ákveða hvaða tegundir viðhengja eru leyfð. Ef þú ert óviss um hvort viðhengið sem þú vilt bæta við sé leyfilegt, hafðu samband við stjórnanda.
Efst

Hvernig finn ég öll viðhengin mín?
Þú getur fundið yfirlit yfir öll viðhengin þín í stillingunum þínum.
Efst

phpBB upplýsingar

Hver skrifaði kerfið?
Hugbúnaðurinn, í grunninn, er framleiddur og gefinn út af phpBB Limited sem einnig á höfundarréttinn. Hugbúnaðurinn heyrir undir GNU leyfið, V 2.0 og er frjálst að dreifa honum. Sjá hér fyrir nánari upplýsingar.
Efst

Afhverju er þennan og hinn mögleika í kerfið?
Hugbúnaðurinn er framleiddur af phpBB Limited. Ef þér finnst eitthvað vanta, kíktu á hugmyndasvæði phpBB, þar sem þú getur kosið um hugmyndir eða varpað fram þinni eigin.
Efst

Hvern hef ég samband við vegna leiðinda eða öðru óviðeigandi efni sem gæti tengst vefnum?
Hafðu samband við einhvern af stjórendnum, en þá er að finna undir „Teymið“ síðunni. Athugið einnig að spjallborð þetta er ekki fjölmiðill heldur samskiptamiðill. Fjölmiðlalög eiga því ekki við hér. Stjórnendur, póststjórar og eigendur spjallborðsins bera ekki ábyrgð á öðrum skrifum hér en þeirra eigin.
Efst

Hvernig hef ég samband við stjórnanda?
Allir notendur geta notað „Hafðu samband“ formið, ef stjórnendur gefa kost á því.
Notendur geta einnig nýtt sér „Teymið“ hlekkinn.
Efst