Postfrá Freyr » 22.mar 2012, 11:17
Það sem einkennir sporið svo vel er línan í miðjunni, held að ekkert annað dekk sé með ólslitna rák í miðju mynstrinu allann hringinn. Ég er alveg svakalega ánægður með mín svona dekk undir 38" XJ cherokee. Gefa gott flot og frábært grip við allar aðstæður (reyndar búinn að skera mikið úr mynstrinu og negla í þokkabót) og eru einnig mjög góð á vegi, ekkert hopp eða vesen.
Eina sem ég get sett út á þessi dekk er að þau eru frekar laus á felgunni á standard felgum. Ég lét valsa mínar og fer reglulega niður fyrir 1 psi og hef hingað til ekki affelgað eða lent í neinum vandræðum með þetta.