
Myndagetraun IV (lokið)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Myndagetraun IV (lokið)
Hvar er þetta?..sirka


Síðast breytt af hobo þann 25.apr 2010, 15:49, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 43
- Skráður: 01.feb 2010, 21:05
- Fullt nafn: Adam Levý Karlsson
- Staðsetning: garðabær
Re: Myndagetraun IV
ég ætla að giska brunngilsdal við bitrufjörð, fyrst þú ert allur á þessum slóðum
jeep cj5 65´ 38"
Dodge Ram 3500 2003
Dodge Ram 3500 2003
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Myndagetraun IV
Ég hef ekki hugmynd um hvar þetta er, en ég verð að hrósa Hobo fyrir gríðargott framtak og fína afþreyingu.
Kv.
Gísli
Kv.
Gísli
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun IV
Adam levý wrote:ég ætla að giska brunngilsdal við bitrufjörð, fyrst þú ert allur á þessum slóðum
Nei, ekki rétt. Maður verður nú að deila þessu yfir landið..
HaffiTopp wrote:Háeiði?
Kv. Haffi
Meinarðu nokkuð Háheiði? ef svo er hvar er það?
gislisveri wrote:Ég hef ekki hugmynd um hvar þetta er, en ég verð að hrósa Hobo fyrir gríðargott framtak og fína afþreyingu.
Kv.
Gísli
Takk fyrir það. Hef alltaf haft gaman af landafræði sem og getraunum þannig að þetta er bara gaman.
Gott að vita að þetta eigi heima hérna því að ef einhverjir þekkja landið eru það án efa keyrsluóðir jeppamenn.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Myndagetraun IV
ég sé ekki betur en að þarna horfum við niður í Eyjafjarðardal, búið að keyra uppá hálendisbrúnina á Eyjafjarðarleið. Mjög svo skemmtileg leið, falleg og seinkeyrð :) og liggur hún að Laugafelli (m.a.) og þaðan er svo hægt að keyra inná Sprengisand.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun IV
Polarbear wrote:ég sé ekki betur en að þarna horfum við niður í Eyjafjarðardal, búið að keyra uppá hálendisbrúnina á Eyjafjarðarleið. Mjög svo skemmtileg leið, falleg og seinkeyrð :) og liggur hún að Laugafelli (m.a.) og þaðan er svo hægt að keyra inná Sprengisand.
Hárrétt!
Fann aðra mynd þar sem maður horfir niður efsta kaflann, rétt fyrir neðan vörðuna.
Ég fór þetta 2005 og er ferðin vel föst í minni.

-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Myndagetraun IV
Óhemju falleg og skemmtileg leið, búinn að fara þarna nokkrum sinnum bæði á jeppa og rútu, maður þarf aðeins að hafa hugann við aksturinn við að koma rútu þarna upp.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Myndagetraun IV
Ég verð að vera sammála nafna mínum og hrósa þér fyrir þessar getraunir. Þetta er skemtileg afþreying. En hinsvegar verð ég nú að viðurkenna að ég er ekekrt voða góður í landafræðinni. Spurning um að fara að brugga landan til að verða skarpari í landafræðinni haha :p
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Myndagetraun IV
Fór þarna frammaf fyrir nokkrum árum, í þoku og sliddu, GPS-ið pípti við vörðuna og næst þegar ég leit fram var vinkilbeygja :/ Slapp samt vel, þetta var eins og afgirt stæði þar sem ég lenti... & sá sem kom á eftir var rétt tæplega búinn að lenda inn á pallinum hjá mér
-
- Innlegg: 38
- Skráður: 02.mar 2010, 21:07
- Fullt nafn: Páll Ásgeir Ásgeirsson
Re: Myndagetraun IV
Hvernig á að setja inn myndir hérna?
kv
PÁÁ
kv
PÁÁ
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun IV
Páll Ásgeir wrote:Hvernig á að setja inn myndir hérna?
kv
PÁÁ
Þú þarft að hýsa myndirnar hjá t.d. http://www.imageshack.us/ og copy paste-a vefslóð myndarinnar undir "direct link" inn á milli sviganna á Img hnappnum á textaborðin þínu.
Veit ekki hvort þetta skilst en þá þyrftu vefsnillingarnir hérna að taka það að sér að útskýra það nánar.
Svo getur vel verið að það séu útskýringar hérna á síðunni.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Myndagetraun IV
Það er líka hægt að setja myndirnar beint inn en með því að fara í "Bæta við viðhengi" fyrir neðan gluggann sem þú skrifar textann í.
Þessi aðferð er eiginlega betri heldur en að vísa í vefslóð vegna þess að með því að setja krækju á aðra vefsíðu hverfur myndin úr þræðinum ef hún er tekin í burtu af hinni vefsíðunni eða ef slóðin breytist en með því að setja hana beint inn helst hún alltaf inni í þræðinum.
Þessi aðferð er eiginlega betri heldur en að vísa í vefslóð vegna þess að með því að setja krækju á aðra vefsíðu hverfur myndin úr þræðinum ef hún er tekin í burtu af hinni vefsíðunni eða ef slóðin breytist en með því að setja hana beint inn helst hún alltaf inni í þræðinum.
Re: Myndagetraun IV
Takk fyrir þessar upplýsinga, þá ætla ég að reyna að setja inn mynd af jeppafólksbílnum á Fossi..... úps skráin var of stór. Hvernig minnkar maður mynd ?
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Myndagetraun IV
Ef þú ert með Windows XP er til handhægt tól frá Microsoft sem heitir "Image Resizer" http://www.microsoft.com/windowsxp/down ... rtoys.mspx
Þegar þú ert búinn að setja það upp er bara að hægrismella á myndina og velja síðan stærð.
Held að einhver sé búinn að búa til útgáfu fyrir Windows 7 og Vista, bara spurning um að láta Google leita.
Annars geta flest forrit sem höndla með myndir gert þetta.
Þegar þú ert búinn að setja það upp er bara að hægrismella á myndina og velja síðan stærð.
Held að einhver sé búinn að búa til útgáfu fyrir Windows 7 og Vista, bara spurning um að láta Google leita.
Annars geta flest forrit sem höndla með myndir gert þetta.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Myndagetraun IV
Í Win7 geturðu hægri smellt á myndina og valið Edit, þá opnast forrit sem heitir Paint og ofarlega til vinstri eru skipnair sem heita Resize og Rotate. Velja Resize og þá er hægt að velja á milli prósentu og pixla, 800x600 pixlar eru fínir í svona þræði. Eftir það velur maður Save As og skýrir myndina eitthvað og hleður henni svo inn sem viðhengi í hérna.
Þetta hljómar kanski eins og torf fyrir þá sem hafa ekki þurft að standa í þessu áður en þetta kemur mjög fljótt.
Þetta hljómar kanski eins og torf fyrir þá sem hafa ekki þurft að standa í þessu áður en þetta kemur mjög fljótt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Myndagetraun IV
Nú skaut ég mig í fótinn, nú verð ég að reyna að redda þessu. Takk félagar þið eruð þolinmóðir við okkur hina tölvufötluðu
Til baka á “Getraunir og leikir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur