Nýliði á óbreyttum bíl - Hvert á að skella sig ?

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
baartek
Innlegg: 25
Skráður: 28.nóv 2011, 15:01
Fullt nafn: Bartłomiej Rębisz

Nýliði á óbreyttum bíl - Hvert á að skella sig ?

Postfrá baartek » 28.nóv 2011, 16:01

Sælir
Ég á óbreyttan 4Runner. Ég er algjörlega nýr í þessu sporti og mig hefur lengi langað að prófa þetta. Nú er held ég rétti tíminn kominn til að fara í fyrstu ferðina en mig langar aðeins að heyra í ykkur sem geta bent mér á einhverja staði fyrir byrjendur á óbreyttum bílum. Eru kannski fleiri sem vilja taka þátt í þessu ?


Toyota 4Runner V6 ´92 í notkun
Toyota 4Runner V6 ´90 partabíll


reyktour
Innlegg: 183
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Nýliði á óbreyttum bíl - Hvert á að skella sig ?

Postfrá reyktour » 28.nóv 2011, 16:34

Byrjaðu að finna þér ferðafélaga og svo er bara að leggja af stað.
Hafðu eitt ráð að leiðarljósi. Það krefst meiri manns að snú við en að halda áfram.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Nýliði á óbreyttum bíl - Hvert á að skella sig ?

Postfrá hobo » 28.nóv 2011, 17:06

Ef þú ert alveg grænn er gott að byrja á Úlfarsfelli, það er allavega næst bænum(ef þú ert í bænum).
Fellið er samt vanmetinn hóll, krefst smá heilavirkni til að komast á toppinn.
Svo er það Hellisheiði, Hengladalur(þúsundvatnaleið), Innstidalur og Jósepsdalur.
Fínt að skoða þessa staði áður en lengra er haldið.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Nýliði á óbreyttum bíl - Hvert á að skella sig ?

Postfrá Ofsi » 28.nóv 2011, 18:39

Og nota heilræðið frá Sveinbirni, ekki fara að þvælast einbíla.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir