pajero - reynsla


Höfundur þráðar
vignirbj
Innlegg: 290
Skráður: 06.apr 2010, 07:39
Fullt nafn: Vignir Bjarnason

pajero - reynsla

Postfrá vignirbj » 06.apr 2010, 07:59

Nú er ég að velta fyrir mér að versla annaðhvort pajero eða pajero sport í sumar. Það verðu disel bíll árgerð milli 1998 og 2002.

Spurningin er í raun hvað er að varast og eru þetta áreiðanlegir bílar í sambandi við vélar og drifrás.
hver eru helstu vandamálin við þessa bíla og helstu kostir?

svo var ég líka að spá hvor vélin er betri 2.5 eða 2.8 og hvort á hann að vera sjálfskiptur eða beinskiptur með tilliti til áreiðanleika?

hvað mega svona bílar vera eknir og við hvaða km tölu er að koma viðhald á bílana?

Kær kveðja Vignir Bjarnason




trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: pajero - reynsla

Postfrá trooper » 06.apr 2010, 10:10

veit um fínan pajero sport handa þér, alltaf fengið topp viðhald, 2000 árg.

hjs19@hi.is

kv. Hjalti

Hehe við eyðum þessu bara ef þú vilt ekki svona á þessum þræði..
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: pajero - reynsla

Postfrá svavaroe » 06.apr 2010, 10:29

Nú tala ég bara frá minni reynslu.
Hef átt 4x Pajero. 2x 3.0L V6 og 2x 2.8TDI. Finnst þeir afskaplega góðir ferðabílar
og áræðanlegir.

Þekki ekkert inná Pajero Sport, veit bara að þeir eru bygðir af sama frame og L200.
Semsagt, L200 pickup með húsi svo má segja.

Að mínu mati er drifrásin í þessum vögnum algjört eðaldót.
Hef aldrei, aldrei heyrt um nokkurn aðila með bilaða skiptingu á sec/third gen pajero
eða einhverskonar vandræði tengt gírkassa/eða millikassa. Enn eflaust er það til...

Þekki ekkert inná 2.5 vélina(4D56).

Enn þú getur allveg keyrt þessa bíla til tunglisins
þessvegna eins og hver aðra díesel vél. Eins og með aðra bíla, þá hafa þeir einnig veikleika.
Og ég tel þann veikleika vera heddinn í þeim. Bara að passa uppá vatnið, láta hann aldrei sjóða á sér
og ekkert að fikta of mikið í turbínunni ;) þá ætti heddið að endast vel og lengi.

Einnig má benda á að sec. gen ('91 - '99) voru illa ryðvarnir. Kramið á þeim, á til að ryðgast í sundur.
Skoða það vel og vandlega. Ef Kramið er gott, then you are good to go.

Virkilega góðir dráttarbílar. 2.8(4M40) er enginn spyrnuhestur en fer leikandi létt með að draga 800kg-1t
fellihýsi.. Það eru lá hlutföll í þeim orginal, þannig að þeir eru góðir þegar skal setja stærri blöðrur
á þá

Einnig má benda á að í 2.5 vélinni er tímareima, enn í 2.8 er keðja. Það sparar einhvern pening og eykur jú
áræðanleika.

Vona að þetta komi að einhverjum notum.

kv,

Svavar Ö
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

Grease Monkey
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:17
Fullt nafn: Baldvin Orri Þorkelsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: pajero - reynsla

Postfrá Grease Monkey » 06.apr 2010, 16:13

Sæll

Ég hef svosem ekki víðtæka reynslu af Pajero en ég átti ´98 pajero 2.8 sjálfskiptan fínn ferðabíll en gafst uppá honum að draga tveggja sleða kerru með tveimur sleðum, í dag er ég á 2001 pajero 3.2 DID og þessum bílum er ekki hægt að líkja saman en það er talsverður verðmismunur þessum bílum
Jesus loves you, but everyone else thinks you're an asshole.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: pajero - reynsla

Postfrá gislisveri » 06.apr 2010, 16:33

Þekkir einhver eyðslumuninn á 2.8 og 2.5?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero - reynsla

Postfrá HaffiTopp » 06.apr 2010, 23:47

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:12, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: pajero - reynsla

Postfrá svavaroe » 07.apr 2010, 15:54

er með 2.5" kerfi og jók aðeins við olíverkið.
2.8 / sjálfskiptur.

um 15 L innanbæjar
frá 11-13 utanbæjar.. Það er stórmunur á eyðslu á 80km og 90km hraða.

Svo er einnig mjög gott að hafa nýlega hráolíu-síu ;)
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


Höfundur þráðar
vignirbj
Innlegg: 290
Skráður: 06.apr 2010, 07:39
Fullt nafn: Vignir Bjarnason

Re: pajero - reynsla

Postfrá vignirbj » 07.apr 2010, 19:01

takk kærlega fyrir góð svör, en það virðist vera mismunandi reynsla af 2,8 vélinni. Þar sem ég er mun hrifnari af sjálfskiptingum þá er líklegast að 2.8 verði fyrir valinu.

Menn virðast vera sammmála um að stærsta vandamálið við 2.8 sé hedd og heddpakkningar. hvernig er hægt að komast hjá því eða búa sig undir svoleiðis.

kveðja vignir


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: pajero - reynsla

Postfrá helgiaxel » 27.maí 2010, 19:51

Sæll Vignir :)

Ég myndi nú bara mæla með sömu rútínu og við allar vélar, vera á undan biluninni.

Skifta reglulega um kælivatn, ca. 2-3 ára fresti. Og ekki trassa að skifta um heddpakningu. Ef maður er orðinn smeikur þá er tímabært að skifta um hana, tiltörulega lítið mál og ódýrt miðað við að láta þetta steikjast. Ég veit ekki með þessar vélar en sumar vélar koma orginal með handónýtum heddpakningum og það margborgar sig bara að skifta sem fyrst um. Þetta var meðal annars það sem var að grilla heddin á Patrol 3,0l.

Ljónstaðabræður geta mælt flæðið í gegnum vatnskassann, og það er ekki vitlaust að láta tékka á því, þessar vélar eru nýðsterkar, en verða að fá sína kælingu :)

ég hef s.s enga reynslu að 2,8 vélinni en aðeins átt við 2,5, hún er góð til síns búks en þér veitir ekkert af auka 25 hö hehe:) það er líka sénslaust að vera með 2,5 við sjálfskiftingu.

Ég myndi frekar mæla með Pajero frekar en Pajero Sport, hef heyrt að þeir séu hálfgerðir rugguhestar miðað við hina, (vona að ég móðgi engann)

Kv
Helgi Axel

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero - reynsla

Postfrá HaffiTopp » 28.maí 2010, 16:35

..


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur